Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202130 Var að stilla útvarpið og ók á skilti AKRANES: Umferðaróhapp varð á Leynisbraut á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. Öku- maður sem var að stilla útvarp- ið í bílnum, sá ekki skilti á um- ferðareyju, og ók á skiltið. Far- þegi í bílnum var með athygl- ina á símanum og sá því held- ur ekki skiltið og gat ekki varað ökumann við í tíma. Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir en bíllinn skemmdist nokkuð og þurfti slökkvilið að hreinsa upp olíu eftir óhappið. -frg Stolið úr Heiðarskóla HVALFJ.SV: Á miðvikudag í síðustu viku var farið inn í Heiðarskóla og tölvu að verð- mæti 1,5 milljón stolið. Annar tölvubúnaður í rýminu var lát- inn ósnertur. Engin ummerki sáust á vettvangi og virðast hin- ir óprúttnu aðilar hafa komist yfir lykla að húsnæðinu. Þegar upptökur úr öryggismyndavél- um voru skoðaðar þekktust að- ilarnir og gat lögregla gengið að þeim vísum. -frg Slys við Guðlaugu AKRANES: Í hádeginu á mánudag barst Neyðarlínu til- kynning um slasaða konu í fjör- unni við laugina Guðlaugu á Akranesi. Þar hafði kona á átt- ræðisaldri á göngu meðfram Langasandi fallið af varnargarði og slasast við fallið. Konan var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús- ið á Akranesi. -frg Erlendur öku- maður á 139 SNÆFELLSN: Lögreglu- menn í umferðareftirliti stöðv- uðu á á sunnudag erlendan ök- umann sem ók um Snæfells- nesveg, við Álftá, á 139 kíló- metra hraða. Sekt fyrir slíkt umferðarbrot er 150 þúsund krónur en þar sem ferðamað- urinn staðgreiddi sektina fékk hann 37.500 krónur í afslátt og greiddi alls 112.500 krónur. Að sögn lögreglu voru margir öku- menn sektaðir fyrir of hraðan akstur, á bilinu 130 til 140 kíló- metra hraða. -frg Árekstur í Norðurárdal BORGARFJ: Seinni partinn á sunnudag varð árekstur á Vest- urlandsvegi í Norðurárdal, á móts við Hraunsnef. Annar ök- umaðurinn hafði farið yfir á rangan vegarhelming og þrátt fyrir að hinn ökumaðurinn viki alveg út í vegarkant tókst hon- um ekki að forða árekstri. Þegar lögreglu bar að garði þveraði önnur bifreiðin veginn og hin var utan vegar. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust mikið og voru fjarlægðir af vett- vangi með kranabílum. -frg Hvíta Húsið opnað aftur AKRANES: Ungmennahús- ið Hvíta Húsið verður endur- opnað í dag klukkan 18 eftir að hafa fært sig tímabundið úr Frí- stundamiðstöðinni og í Gamla Landsbankahúsið á Suðurgötu 57, fyrstu hæð. Húsið er opið öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára. -vaks Haustfundur atvinnuráðgjafa STYKKISH: Haustfund- ur atvinnuráðgjafa hér á landi verður haldið í Stykkishólmi í dag og á morgun. Þar koma saman um 50 manns, starfsfólk Byggðastofnunar og ráðgjaf- ar frá landshlutasamtökunum. Í dag verður hópurinn á ferðinni um Snæfellsnes þar sem heim- sótt verða ýmis fyrirtæki eins og útgerð og fiskvinnsla Soff- aníasar Cecilssonar, Frystiklef- inn í Rifi, Þjóðgarðurinn Snæ- fellsjökull og Bjarnarhöfn. Í lok dags verður svo kvöldverður á Fosshóteli í Stykkishólmi. Á morgun verður haldinn fundur á Fosshóteli þar sem farið verð- ur yfir byggðamál og nýsköp- un. Þá verður farið í gönguferð um Stykkishólm og kíkt í heim- sóknir í fyrirtæki. -arg Aflatölur fyrir Vesturland 23. til 29. október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 12.815 kg. Mestur afli: Ebbi AK-37: 2.415 kg. í þremur löndunum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 65.425 kg. Mestur afli: Særif SH-25: 32.847 kg. í þremur löndunum. Grundarfjörður: 11 bátar. Heildarlöndun: 481.278 kg. Mestur afli: Sóley Sigurjóns GK - 200: 103.871 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 93.693 kg. Mestur afli: Brynja SH - 236: 24.661 kg. í þremur löndunum. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 172.871 kg. Mestur afli: Örvar SH-777: 53.468 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 15.364 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 8.253 kg. í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sóley Sigurjóns GK-200 GRU: 103.871 kg. 24. október. 2. Hringur SH-153 GRU: 63.708 kg. 27. október. 3. Runólfur SH-135 GRU: 61.822 kg. 25. október. 4. Sigurborg SH-12 GRU: 59.834 kg. 25. október. 5. Steinunn SF-10 GRU: 58.215 kg. 24. október. -frg Fyrstu þrjá dagana í þessari viku eru bæjarstjóri og formaður at- vinnu- og nýsköpunarnefndar Stykkishólmsbæjar í heimsóknum á vinnustaði í Stykkishólmi. Til- gangur þeirra er að kynnast bet- ur starfsemi fyrirtækja og stofnana í bænum auk fyrirliggjandi áskor- ana og tækifæra. „Tilgangur okk- ar er að Stykkishólmsbær geti enn betur stutt við hagsmuni atvinnu- lífsins í sinni stefnumótun og hags- munagæslu, enda er atvinnulífið grundvöllur undir byggð á hverjum stað og lífæð allra samfélaga,“ seg- ir Jakob Björgvin Jakobsson bæjar- stjóri í Stykkishólmsbæjar í samtal við Skessuhorn. Jón Sindri Emils- son aðstoðarmaður hans tók með- fylgjandi myndir á mánudaginn og í gær. arg/ Ljósm. jse Nú er Matarveisla Vesturlands hafin og styttist í Matarhátíð á Hvann- eyri, sem verður haldin laugar- daginn 13. nóvember. Matarveislan stendur yfir allan nóvembermánuð og geta allir tekið þátt sem vilja bjóða upp á matartengda viðburði í mánuðinum. Viðburðirnir geta verið hvað sem er sem tengist mat eða matarhefð, til dæmis tilboð, popup viðburðir, fræðsla eða annað skemmtilegt. Nú þegar hafa 25 að- ilar skráð viðburð á viðburðadaga- talið Veisla á Vesturlandi og enn bætast við skemmtilegir viðburð- ir. Þá hafa 14 aðilar skráð þáttöku í matarmarkaði á Hvanneyri þar sem verður hægt að finna gómsæt- an sælkeramat frá Vesturlandi. Þá verða veittar viðurkenningar Asks- ins á Matarhátíðinni á Hvanneyri og enn er hægt að tilnefna verðuga aðila til 8. nóvember á askurinn.is. Til að fylgjast með matartengdum viðburðum á Vesturlandi í nóvem- ber er hægt að skoða viðburðadaga- tal á matarhatid.is. arg Matarveislan er hafin Heimsókn hjá Eggert Halldórssyni í Þórsnesi. Fóru í fyrirtækjaheimsóknir Halldór Árnason, formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar, og Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæj- ar, í heimsókn hjá Asco Harvester. Heimsókn hjá BB og sonum. Jakob og Halldór kíktu við í Dekk og Smur. Litið við á Fosshótel Stykkishólmi. Í heimsókn hjá Marz Sjávarafurðum. Jakob og Halldór í heimsókn hjá Skipavík. Kíkt í heimsókn til ÞB Borg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.