Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 03.11.2021, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 Síðastliðinn laugardag bauð sóknarnefnd Reykholtskirkju, Snorrastofa og Reykholtskórinn til dagskrár í Reykholtskirkju. Tilefnið var að heiðra séra Geir Waage fráfar- andi sóknarprest og eiginkonu hans frú Dagnýju Emilsdóttur. Þorvald- ur Jónsson, formaður sóknarnefnd- ar, setti dagskrána en þá flutti Óskar Guðmundsson fyrirlesturinn „Snorri Sturluson og Reykholt – miðstöð menningar og valda.“ Að lokum flutti Björn Bjarnason, stjórnarfor- maður Snorrastofu, ávarp. Á milli atriða flutti Reykholtskórinn nokk- ur lög, en í kjölfarið bauð Reykholts- sókn upp á veitingar í safnaðarsaln- um. Þar gafst gestum kostur á að ávarpa séra Geir og frú Dagnýju og þakka þeim fyrir 42 ára starf í Reyk- holti. Meðfylgjandi mynd tók Anna Hallgrímsdóttir í lok samkomu af Geir, Dagnýju og fjölskyldu þeirra ásamt þeim sem stóðu fyrir samkom- unni. mm Sýningin Samtal menningar og náttúru hófst um helgina á Sól- mundarhöfða á Akranesi en sýn- ingin er hluti af lista- og menn- ingarhátíðinni Vökudögum. Lista- konurnar og vinkonurnar Borghild- ur Jósúadóttir, Bryndís Siemsen, Eygló Gunnarsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir standa að sýn- ingunni undir handleiðslu Hel- enu Guttormsdóttur. Tilgangur- inn með sýningunni er að varpa ljósi á mikilvægi svæðisins með því að opna Árnahús ákveðna daga og vera með sýningu á mandölum úr náttúrulegum efnivið úr umhverf- inu og textíl- og myndlistarverkum er myndu á einhvern hátt tengjast svæðinu. Miklar menningarminjar eru á svæðinu og mikill líffræðileg- ur fjölbreytileiki í plöntu- og dýra- lífi. Það er von listakvennanna að sýningin veki athygli á mikilvægi og sérstöðu svæðis sem lætur lítið yfir sér. Að sögn Borghildar felst nýsköp- un verkefnisins í samþættingu list- greina, náttúru og menningararfs á Sólmundarhöfða, stað sem hefur litla athygli í dag en býr yfir mikl- um menningar- og söguverðmæt- um fyrir Akranes. „Upphaflega ætl- uðum við að nýta Árnahúsið og hafa sýninguna sumarið 2020 en urðum að fresta því vegna Covid. Í haust kom svo í ljós að vatn hafði lekið inn í húsið og það er nánast ónýtt. Sá möguleiki var því úr sögunni. Við ákváðum því að setja sýninguna upp utandyra og áttum yndislegan dag með gestum við opnunina um helgina í þessu dásamlegu veðri.“ Áður hafa þær vinkonur haldið fjórar sýningar á Vökudögum með nemendum Grundaskóla. 2013 héldu þær sýninguna Akrafjall - sóknarfæri til sköpunar, 2014 Lít- um okkur nær - Sementsverksmiðja og Breiðin, 2015 var það sýningin Þar sem maður hittir mann og að lokum Umbreyting - Eitthvað verður annað sem haldin var 2017. „Fyrsta sýningin var í Akrasporti sem hafði ekki verið nýtt til sýn- ingarhalds áður en var síðan nýtt fyrir sýningar á eftir okkur, næsta sýning var í gömlu tilraunastofunni í Sementsverksmiðjunn og eftir það var það húsnæði nýtt fyrir nokkra listamenn, þriðja sýningin var í nú- verandi Grjóti. Við þrifum, máluð- um og gerðum húsnæðið huggu- legt sem var síðan selt og þar hafa verið margar sýningar. Síðasta sýn- ing okkar með nemendum var svo í gamla matasalnum í Sementsverk- smiðjunni. Það má því setja að með þessu sýningarhaldi höfum við haft áhrif út í samfélagið,“ segir Borg- hildur. Að sögn Borghildar hafa vin- konurnar verið að kynnast svæð- inu á Sólmundarhöfða í gegn- um þetta verkefni og eru heillað- ar. „Mitt verk heitir Náttúrulegar mandölur úr gróðri sem finnst á svæðinu, Eygló litaði band úr jurt- um á svæðinu sem hún nýtti í hand- verk, prjón, hekl, vattarsaum og fleira, hennar verk heitir Litbrigði náttúrunnar. Bryndís heillaðist af ryðinu í byggingunum og henn- ar verk heitir Fegurðin í ljótleik- anum. Að lokum er Steinunn sem er með blandaða tækni, en nýtir ljósmyndir af gamla Árnahúsinu, hennar verk heitir Skjáir fortíðar. „Þetta er forvitnilegt verkefni og við erum bæði stoltar og ánægðar með okkar framlag og höfum feng- ið mikið út úr því að vinna þessi verk og kynnast svæðinu á Sól- mundarhöfða. Gestir og gangandi sýndu mandölunum mikinn áhuga á meðan að ég var að búa þær til. Þær voru allar unnar á svæðinu. Við Steinunn erum líka með sýningu í Tónlistarskólanum sem ber heitið Zentangle-teikniaðferð. Þetta er um margt mjög merkileg aðferð en Zentangle hugtakið var búið til af amerískum hjónum Rick og Maria. Við höfum báðar notað þessa teikniaðferð í kennslu.“ sagði Borghildur að lokum. Sýningin Samtal menningar og náttúru stendur yfir alla Vökudag- ana, til 7. nóvember nk. frg / Ljósm. aðsendar. Heiðurssamkoma fyrir séra Geir og frú Dagnýju Sýningin Samtal menningar og náttúru hófst um helgina Hluti verkanna á sýningunni Samtal menningar og náttúru. Lista- og vinkonurnar Eygló Gunnarsdóttir, Borghildur Jósúadóttir, Bryndís Siem- sen og Steinunn Guðmundsdóttir. OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 Hafþór Blær Hafþór Blær HANDKLÆÐI MEÐ NAFNI 3.790,- 2.990,- SPORTPOKI MEÐ MERKINGU SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS SmáprentSmáprent STÆRÐ: 70 X 140 CM STÆRÐ: 29 X 26 CM JÓLASOKKUR MEÐ NAFNI ÍSLENSK HÖNNUN 4.490,- Smáprent

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.