Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Síða 4

Skessuhorn - 01.12.2021, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Aðventustjórnin Ekki er ofsögum sagt að síðasta vika hafi verið tíðindamikil á sviði stjórnmál- anna. Tveggja mánaða óvissu um afdrif talningar og meðhöndlun atkvæða í okkar kjördæmi lauk með því að meirihluti þingheims staðfesti kjörbréf allra 63 þingmannanna sem landskjörstjórn hafði mælt með. Það gerði hún á forsend- um þess að niðurstaða síðari talningar í NV kjördæmi væri réttari en sú fyrri. Segja má að ótrúlegur vandræðagangur hafi byrjað í kjölfar kosninganna og lít- ill vafi er um að vettvangur talningarstaðar í Borgarnesi verður rifjaður upp á gamlárskvöld í sjónvarpinu. Raunar var fyrirfram ekki hægt að fullyrða að niðurstaðan yrði á þennan veg, kannski ekki síst í ljósi þess að þingmenn voru að kjósa um eigin framtíð. Vel mætti nefnilega halda því fram að ítrasta tillaga um endurkosningu á öllu landinu hefði verið sanngjarnasta lausn erfiðs máls, ef eitthvað er sanngjarnt í þessu samhengi. En þetta varð raunin og á næstu árum mun koma í ljós hvort eða hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu tekur á þeim kærum sem boðað er að lagðar verði fram. Strax og Alþingi hafði afgreitt málið frá sér á fimmtudagskvöldið hófst undir- búningur fyrir kynningu á þeirri ríkisstjórn sem nú hefur litið dagsins ljós. Vafa- lítið hefði hún verið kynnt fyrripartinn á laugardaginn ef ráðherrabílstjórarnir hefðu ekki meira og minna allir verið í sóttkví. Það dróst því þar til eftir að degi tók að halla á sunnudaginn að slípa hina nýju stjórn saman og kynna til leiks. Í ljósi þess að ný stjórn er skipuð sömu flokkum og stýrðu landinu allt síðasta kjörtímabil var þess fyrirfram að vænta að ráðherrar yrðu að stórum hluta þeir sömu. Það gæti þýtt að þeir rata um rangala kerfisins og ættu því að geta geng- ið rösklega til verk. Ég hef lítið eitt gluggað í stjórnarsáttmálann sem kynntur var á sunnudaginn. Þar má glöggt sjá ákveðnar áherslur og sömuleiðis má milli línanna sjá hvar áherslurnar munu ekki liggja. Augljóslega er Miðhálendisþjóðgarður til dæm- is út af borðinu. Engin íhaldssemi ræður þegar málaflokkum er stokkað upp milli ráðuneyta. Meðal annars er menntamálaráðuneytinu skipt upp í frum- eindir og málaflokkar þess settir hér og þar í takti við áherslur stjórnarsátt- málans. Til dæmis mun þannig nýsköpunarráðherra fara með málefni háskóla en barnamálaráðherra fer með málefni leik- og grunnskóla, auk íþrótta. Þetta er einfaldlega taktísk ákvörðun sem reyna mun á hvort verði farsæl. Fjölmargt fleira má lesa úr sáttmálanum. Þannig ætla flokkarnir nú að lækka skatta eins og sönnum hægri flokkum vissulega sæmir. Þeir ætla að selja banka og láta fjár- magnseigendur greiða útsvar í stað fjármagnstekjuskatts. Auðvelda á fjárfest- um að virkja vindinn og auk þess á að endurskoða lög um rammaáætlun. Hærri endurgreiðslur eru boðaðar vegna rannsókna og þróunar og er það í takti við fjórðu iðnbyltinguna. Þá má lesa úr sáttmála flokkanna að opnað verður á fjár- festingar lífeyrissjóða í innviðum. Líklega mun því ríkið beina skattpeningum okkar óbeint í vegagerð í gegnum lífeyrissjóðina, í stað þess að ríkið sjálft leggi í þá vegferð eins og hefð er fyrir. Vegatollar verða því innheimtir og vafalítið hærri tollar eftir því sem ökutækin menga meira. Því er nú einnig lofað að frí- tekjumark ellilífeyrisþega verði tvöfaldað; fari í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði. Ég fagna því enda er margt eldra fólk í fullu fjöri við hefðbundinn starfslokaaldur og fagnar því að mega vinna sér inn nokkrar aukakrónur. Loks verður fagleg stjórn sett yfir Landspítalann sem hlýtur að vera til bóta. Kannski fer þá væntanlegt þjóðarsjúkrahús að gægjast upp úr djúpu holunni sem búin er að vera á Hringbrautarreitnum í árafjöld. Eftir að ný ríkisstjórn var kynnt á sunnudaginn urðu margir til að tjá sig á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum um það. Mér fannst sumir gagnrýnendur fara offari í umræðunni. Auðvitað er öllum frjálst að segja skoðun sína. En á dögum sem þessum þegar ný ríkisstjórn er fyrst kynnt til leiks á fólk að sýna ákveðna auðmýkt. Óska verðandi ráðamönnum til hamingju, með von um að þeim farn- ist vel í störfum sínum landi og þjóð til heilla. Ég ætla í það minnsta að gera slíkt, þótt ég að sjálfsögðu áskilji mér rétt til gagnrýni síðar, sjá ég ástæðu til. Magnús Magnússon Akurey AK 10, skuttogari Brims hf., kom til hafnar í Grundarfirði á mánudaginn til löndunar á 195 tonnum. Uppistaðan í aflanum var slægður þorskur, eða tæp 156 tonn, tæp 18 tonn voru af karfa og sitt lítið af öðrum tegundum. Er þetta þriðja löndun Akureyjar í Grundar- firði á stuttum tíma en skipið er gert út á botnvörpu. Eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku er mik- ið um að vera í Grundarfjarðarhöfn þessa dagana og líflegt þegar fjöldi skipa auk skipa útgerðarfélaganna á staðnum landa þar afla. þa Pósturinn hefur undanfarin miss- eri verið að koma upp póstboxum víðs vegar um landið. Nýjustu box- in eru nú komin upp í Grundar- firði og Stykkishólmi. Þar er hægt að nálgast póstsendingar og póst- leggja bréf og pakka á öllum tímum sólarhringsins. Þetta er kærkom- in viðbót við þjónustuna í ljósi þess að póstafgreiðslan í Grundarfirði er einungis opin frá klukkan 11:00 til 15:00 á virkum dögum. Í Stykk- ishólmi er opið lengur, eða frá kl. 10:00 til 16:30. tfk Nú í haust hófu tvö fyrirtæki starf- semi sína í húsinu Sólbakka 6 í Borgarnesi, húsi sem oftast er kennt við Borgarplast. Annars vegar er það Þvottahús Vesturlands sem hóf starfsemi sína fyrr á árinu með kaupum á Hótelþvotti ehf. Eins og nafnið gefur til kynna er þar rekið þvottahús sem sérhæfir sig í rekstri efnalaugar og þvotti fyrir hótel og gististaði. Hins vegar opnaði Stein- þór Hans Grönfeldt dekkjaverk- stæði í samliggjandi rými í húsinu. Fyrirtæki sitt nefnir hann shg13 ehf. Steinþór hefur lengst af sínum starfsaldri starfað á hjólbarðaverk- stæði. Kveðst hafa byrjað fyrst hjá Hölla í Bifreiðaþjónustu Harðar árið 2012 og starfað þar síðan. Bif- reiðaþjónustunni var eins og kunn- ugt er lokað í sumar og ákvað Stein- þór því að hefja eigin rekstur. Að- spurður segir hann nóg að gera fyr- ir einn við dekkjaskipti og viðgerð- ir. Auk þess rekur hann dráttarbíla- þjónustu. mm Á laugardaginn kom ann- að skip Brims, Viðey RE, til Grundarfjarðar og landaði 65 tonnum. Ljósm. tfk. Akurey landaði tæpum tvö hundruð tonnum Akurey kom með 195 tonn. Ljósm. þa. Póstboxum komið upp á Snæfellsnesi Tvö ný fyrirtæki í Borgarplastshúsinu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.