Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Síða 8

Skessuhorn - 01.12.2021, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 20218 Umtalsverð aukn- ing útflutnings- tekna LANDIÐ: Útflutningstekjur þjóðarbúsins af vöru- og þjón- ustuviðskiptum voru rúmir 356 milljarðar króna á þriðja ársfjórð- ungi. Það er um 44% aukning í krónum talið frá sama tímabili í fyrra. Gengi krónunnar var að jafnaði um 7% sterkara á þriðja fjórðungi í ár samanborið við sama fjórðung í fyrra og er aukn- ingin þar með meiri í erlendri mynt, eða sem nemur um 54%. Þetta má sjá í tölum sem Hagstof- an birti í vikunni. Útflutnings- tekjur af sjávarafurðum voru um 65 milljarðar króna á þriðja árs- fjórðungi og stóðu nánast í stað á milli ára á föstu gengi. Útflutn- ingstekjur af eldisafurðum voru rúmir átta milljarðar króna og jukust um 26% á milli ára á sama kvarða. Í ferðaþjónustu, sem varð fyrir hvað mestum skakkaföllum vegna Covid-19, námu útflutn- ingstekjur af erlendum ferða- mönnum á þriðja ársfjórðungi 107 milljörðum króna, sem er 248% aukning á föstu gengi mið- að við sama tímabil í fyrra. Stór liður í útflutningstekjum þjóðar- búsins er ál og álafurðir, en tekj- ur af þeirri starfsemi námu rúm- um 79 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Það er rúmlega 72% aukning á milli ára í er- lendri mynt. Aukningin skýrist að stærstum hluta af umtalsverð- um verðhækkunum á heimsmark- aðsverði á áli á undanförnum mánuðum, sem hefur ekki verið hærra í 13 ár. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 20. til 26. nóvember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 22.807 kg. Mestur afli: Ísak AK-67: 9.260 kg. í 7 löndunum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 30.120 kg. Mestur afli: Kristinn HU-812: 30.120 kg. í þremur löndunum. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 489.181 kg. Mestur afli: Viðey RE-50: 165.048 kg. í tveimur löndunum. Ólafsvík: 9 bátar. Heildarlöndun: 50.047 kg. Mestur afli: Steinunn SH-167: 8.136 kg. í þremur löndunum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 327.607 kg. Mestur afli: Örvar SH-777: 95.905 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 13.672 kg. Mestur afli: Fjóla SH-7: 5.690 kg. í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Viðey RE-50 GRU: 100.207 kg. 21. nóvember. 2. Örvar SH-777 RIF: 95.905 kg. 21. nóvember. 3. Sighvatur GK-57 GRU: 87.371 kg. 24. nóvember. 4. Tjaldur SH-270 RIF: 67.995 kg. 22. nóvember. 5. Viðey RE-50 GRU: 64.841 kg. 25. nóvember. -frg Ekið á og stung- ið af AKRANES: Á sunnudag kom aðili á lögreglustöðina og til- kynnti um að ekið hefði ver- ið utan í bíl hans sem stóð við Akursbraut á Akranesi. Sást blár litur í skemmdinni. Málið var óupplýst þegar blaðið fór í prentun. -frg Ók á ljósastaur AKRANES: Ekið var á ljósa- staur við Ketilsflöt á Akra- nesi á mánudagskvöld. Enginn meiddist í óhappinu en bíll og staur skemmdust nokk- uð. Óhappið var tilkynnt til tryggingarfélags ökumanns og Veitna sem gerðu ráðstafanir varðandi staurinn. -frg Útafakstur á Skarðsströnd DALIR: Síðdegis á sunnudag barst lögreglu tilkynning um útafakstur á Skarðstrandarvegi. Enginn slasaðist í óhappinu en ökumaður kom bílnum ekki upp á veginn aftur. Það var hinn víðkunni bóndi á næsta bæ sem kom til bjargar og aðstoðaði ök- umann við að koma bílnum upp á veg. -frg Heimsóknir óheimilar að sinni GRUNDARFJ: Fangelsismála- stofnun vekur athygli á því í til- kynningu að nú er öllum heim- sóknum gesta aflýst í fangelsinu Kvíabryggju næstu daga. Er það gert vegna sóttvarnaráðstafana í tengslum við Covid-19. „Von- ast er til að aftur verði unnt að heimila heimsóknir að nokkrum dögum liðnum.“ -mm Vinnuvernd hvet- ur til inflúensu- bólusetningar LANDIÐ: Fyrirtækið Vinnu- vernd bendir á að í ljósi að- stæðna og mikils fjölda í Covid örvunarbólusetningum þessa dagana virðist sem hlutfall þeirra sem þiggja inflúensu- bólusetningu sé lægra nú miðað við undanfarin ár. „Heilbrigðis- yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig því búast má við því að Inflúensan í ár gæti orðið einkar skæð þar sem fáir hafi fengið hana í fyrra vegna samkomutakmarkana. Það get- ur haft mikil áhrif í ofanálag við þau Covid smit sem ganga hverju sinni.“ Vinnuvernd hvet- ur fyrirtæki til að huga að og hvetja starfsfólk sitt til að fara í bólusetningu ef það hefur hug á því. „Við munum bjóða vinnu- stöðum upp á aukna þjónustu næstu vikurnar. Inflúensubólu- setning á vinnustað, heimsókn nr. tvö ef fjöldi hefur ekki kom- ist í þeim heimsóknum sem nú þegar er lokið og að starfsmenn geta mætt í opna tíma hjá hjúkr- unarfræðingi. Til að óska eftir þjónustu skal senda tölvupóst á: vinnuvernd@vinnuvernd.is eða hringja í síma 578-0800. -mm Jón Þór Ólafsson, fv. alþingismaður Pírata og umboðsmaður flokks síns við síðustu alþingiskosningar, hef- ur kært Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar NV kjördæmis til lögreglu. Kæruna byggir Jón Þór á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyr- ir rannsókn kjörbréfa og opinber- um upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni. Jón Þór heldur því fram að formaður yfirkjörstjórnar hafi skapað sér með lögbroti tæki- færi til að svindla á atkvæðunum. Hann hafi auk þess hraðað endur- talningu atkvæðanna þannig að lögbundið eftirlit var ómögulegt. Loks hafi formaður yfirkjörstjórnar farið rangt með í gerðabók, í fjöl- miðlum, fyrir þingnefnd og lög- reglu varðandi þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. Í kæru Jóns Þórs til lögreglu seg- ir: „Kæran beinir því til lögreglu að rannsaka sérstaklega hvort gögn málsins sýni að nægar líkur séu á því að oddviti YNV hafi brotið 128 gr. laga um kosningar til Alþingis með því að hafa vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu. Séu fyrir hendi næg sönnunargögn sé rétt sam- kvæmt lögum að gefa út ákæru þess efnis, en slíkt brot varðar fangelsi allt að fjórum árum. Kæran beinir því jafnframt til lögreglu að rann- saka önnur möguleg lögbrot við framkvæmd kosninganna er varða sektum.” Þess er að lokum krafist í kærunni að málið verði tekið til rannsóknar lögreglu án tafar enda málið þess eðlis. „Nauðsynlegt er að lögregla framfylgi sínum skyld- um að fullu eins og kveðið er á um þær í lögum um kosningar þegar þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna fara mögulega á svig við lögin.“ mm Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur farið afar óvenjulega leið til að fjármagna og ýta við stjórn- völdum um vegagerð um Vatns- nesveg. Hafin er hópfjármögnun á Karolina Fund vegna framkvæmda við veginn. Segir sveitarstjórn óá- sættanlegt að vegurinn sé ekki á samgönguáætlun fyrr en á árun- um 2030 til 2034 og því hafi ver- ið ákveðið að fara þessa leið. Vatns- nesvegur hefur ítrekað verið til um- fjöllunar síðustu ár enda ein af tor- færari leiðum á stofnvegum lands- ins; holóttur malarvegur í slæmu ástandi og þar verða reglulega um- ferðarslys. Ragnheiður Jóna Ingi- marsdóttir, sveitarstjóri Húna- þings vestra, segir að sveitarfélagið hafi vilja leggja sitt af mörkum til að flýta framkvæmdum við veginn. „Þetta var möguleiki sem við sáum í stöðunni, að fara af stað með hóp- fjármögnun og fá landsmenn og aðra sem unna Vatnsnesinu til að aðstoða okkur við það að safna fyr- ir því að við getum byrjað á fram- kvæmdum fyrr en ætlað er á sam- gönguáætlun,“ sagði Ragnheiður í viðtali við Ríkisútvarpið. Vegurinn er 70 kílómetrar og er áætlað að það kosti 3,5 millj- arða að byggja hann upp og mal- bika. Sveitarfélagið stefnir að því að safna 100 milljónum með sam- skotum og afhenda þær samgöngu- ráðuneytinu. Söfnunarféð verður eyrnamerkt því að hönnun vegar- ins fari strax af stað. Þannig verði tilbúin hönnun og hægt að færa framkvæmdir fyrr á samgönguáætl- un. Ragnheiður sveitarstjóri seg- ir veginn í raun ónýtan og sé hann sérstaklega slæmur núna því ekki hafi náðst að hefla hann áður en frost hljóp í jörðu. Mörg skólabörn þurfa að ferðast um veginn daglega. Lengsta leiðin hjá skólabörnum í haust tekur tvo tíma og 20 mín- útur, leið sem börnin eru vanalega klukkutíma að fara og tæplega það ef vegurinn væri í þokkalegu standi. mm Á þingsetningarfundi Alþingis, sem fram var haldið síðastliðinn fimmtu- dag, voru greidd atkvæði um stað- festingu kjörbréfa alþingismanna. Kosið var um fjórar tillögur sem hver um sig gekk misjafnlega langt. Til- laga meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta kjörbréf allra 63 þing- manna, sem m.a. byggist á að láta niðurstöðu úr endurtalningu í NV kjördæmi gilda, var samþykkt með 42 atkvæðum, 16 alþingismenn sátu hjá við afgreiðsluna og fimm voru á móti. Áður en til afgreiðslu ofangreindr- ar tillögu kom voru greidd atkvæði um þrjár aðrar. Í fyrsta lagi að stað- festa kjörbréf 47 þingmanna, eða allra annarra en þingmanna Norðvestur- kjördæmis og uppbótarþingmanna, og boða til uppkosningar í NV kjör- dæmi. Hana báru fram þær Svan- dís Svavarsdóttir og Þórunn Svein- bjarnardóttir sem báðar sátu í kjör- bréfanefnd. Sú tillaga var felld sem og tillaga Björns Leví Gunnarsson- ar um að dæma öll 63 kjörbréf ógild og boða til nýrra þingkosninga. Loks var felld tillaga þess efnis að láta fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og staðfesta kjörbréf samkvæmt því. Þar með lýkur óvissu sem ríkt hef- ur í rétta tvo mánuði um hverjir raun- verulega taka sæti á Alþingi. Óvissan var vegna vankanta á meðferð og geymslu kjörgagna í Norðvesturkjör- dæmi. mm Húnvetningar fara óvenjulega leið til að knýja á um vegagerð Kjörbréf 63 alþingismanna samþykkt Kæran byggir á meintum brotum formanns yfirkjörstjórnar og hann sakaður um að hafa skapað sér tækifæri til að svindla á atkvæðunum daginn eftir að atkvæði voru talin úr alþingiskosningunum 25. september sl. Formaður yfirkjörstjórnar NV kærður til lögreglu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.