Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Page 15

Skessuhorn - 01.12.2021, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 15 Hreint ál úr íslenskri orku | nordural.is Norðurál leitar að sjálfstæðum, jákvæðum, samviskusömum og nákvæmum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum og áhuga­ verðum verkefnum í umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrir rúmi. Sérfræðingur í launavinnslu Norðurál á Grundartanga er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál er jafn- launavottað fyrirtæki og handhafi gullmerkis PwC. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar og umsóknir á nordural.is og vinnvinn.is. Helstu viðfangsefni: Stjórnun launavinnslu, útborgun og skil á gögnum. Skil á launagögnum í bókhald, tölfræðiúrvinnsla og skýrslu gjöf til stjórnenda, umsjón með tímaskráningum og skrán- ing í launakerfi. Samskipti við stjórnendur og starfsfólk. Menntunar­ og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi og a.m.k. fimm ára reynsla af launabókhaldi. Hæfni til að vinna í ferlamiðuðu umhverfi og rík öryggisvitund. Kunnátta á SAP launakerfi er kostur og einnig góð færni í Excel, íslensku og ensku. Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna. Frumkvæði, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar. Jafnlaunaúttekt PwC 2020 verða afgreidd í kirkjugarðinum laugardaginn 4. des. kl. 13-15:30 Verð kr. 8.000. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2021 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Miðvikudaginn 8. desember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 02 1 Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins liggur fyrir. Upp- gjörið í heild sinni er aðgengilegt á vef Fjársýslu ríkisins. Þar kemur fram að afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 ma.kr. sem er þó 51 ma.kr. betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Bætt afkoma skýrist af sterk- ari tekjuvexti en gert var ráð fyrir, sú þróun hafði þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og er afkoman því í samræmi við væntingar. • Tekjur nema 621 ma.kr. en áætl- anir gerðu ráð fyrir 565 ma.kr. og er það megin skýring á fráviki frá áætlaðri afkomu tímabilsins. Tekjur hækka um 16% frá sama tímabili fyrra árs. • Innheimta skatta og trygginga- gjalda á fyrstu níu mánuðum ársins eykst um 14% frá sama tímabili í fyrra. Hluti aukningar- innar er þó tilkomin vegna áhrifa Covid-19 tengdra frestana á inn- heimtu ríkissjóðs. Ef leiðrétt er fyrir áhrifum þeirra er vöxturinn 6% frá fyrra ári. • Gjöld fyrir fjármagnsliði nema 733 ma.kr. sem er lítillega lægra en áætlað var, en gjöld aukast um 10% milli ára. Mesta aukn- ingin á milli ára er í málaflokk- unum sérhæfð sjúkrahúsþjónusta 6,8 ma.kr. eða 11%, vinnumál og atvinnuleysi 4,6 ma.kr eða 7% og háskólar og rannsóknarstarfsemi 4,3 ma.kr. eða 22%. • Afkoma fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 112 ma.kr. sem er 61 ma.kr. betri afkoma en áætl- anir gerðu ráð fyrir. • Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um 47 ma.kr. sem er 11 ma.kr. neikvæð breyting frá 2020. Fjármagnstekjur voru 7,5 ma.kr. og lækka um 38 ma.kr milli ára. Fjármagnsgjöld voru 55 ma.kr. og lækkuðu um 28 ma.kr. • Rekstrarafkoma án afkomu hlut- deildarfélaga var neikvæð um 159 ma.kr. sem er áþekkur halli og á sama tíma í fyrra en þá var rekstrarafkoman neikvæð um 168 ma.kr. • Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.627 ma.kr, skuldir samtals námu 2.490 ma.kr. og eigið fé nam 137 ma.kr. • Handbært fé í lok september var 406 ma.kr., sem er hækkun um 39 ma.kr. Rekstrarhreyfingar voru neikvæðar um 145 ma.kr., fjárfestingarhreyfingar voru já- kvæðar um 13 ma.kr og fjár- mögnunarhreyfingar voru já- kvæðar um 171 ma.kr. • Langtímaskuldir voru samtals 1.222 ma.kr. í lok september og jukust um 138 ma.kr. frá árslok- um 2020. Breytingin skýrist að mestu af útgáfu innlendra ríkis- bréfa sem gefin voru út til þess að fjármagna rekstur ríkissjóðs. • Fjárfestingar tímabilsins námu 40 ma.kr. samanborið við 30 ma.kr. árið áður. Fjárfestingar milli ára aukast um 35% á milli ára og má það rekja til fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar til að bregð- ast við áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Mestar fjárfestingar eru í málaflokkunum samgöngur 24 ma.kr. og sérhæfðri sjúkrahús- þjónustu 7,5 ma.kr. mm Afkoma ríkissjóðs skárri en áætlað hafði verið

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.