Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 16

Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202116 Hörður Jónsson hefur starfað hjá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, HVE, í um þrjú ár og lík- ar vel. Hans starf er að aka með ýmsar vörur frá HVE á Akranesi til hinna ýmsu starfsstöðva HVE á Vestur- og Norðvesturlandi auk þess að taka til baka sýni og annað sem komast þarf á Akranes. Hann fer fjórum sinnum í viku í þessar ferðir. Á mánudögum og fimmtu- dögum fer hann á Hvammstanga og í Búðardal og á þriðjudögum og föstudögum fer hann hringinn um Snæfellsnes. Blaðamaður Skessu- horns fékk að taka rúntinn með Herði fimmtudaginn 25. nóvem- ber. Hörður hefur starfað við ým- islegt í gegnum tíðina. Hann var lengi á sjó á ýmsum skipum, með- al annars á Haraldi Böðvarssyni og Bjarna Ólafssyni. Hann starfaði í nokkur ár fyrir Kristján Loftsson í Hvalstöðinni í Hvalfirði, vann við smíðar auk þess sem hann vann í nokkur ár hjá Blikksmiðju Guð- mundar á Akranesi. Kona Harðar er Valdís Heiðarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og deildarstjóri á HVE á Akranesi. Saman eiga þau tvo stráka, Jökul og Patrek, auk þess sem Valdís átti Óla Heiðar fyrir. Dagurinn byrjaði með því að ferma bílinn á HVE á Akranesi. Að því loknu var haldið af stað og fyrsta stopp var Borgarnes. Þar skilaði Hörður af sér ýmsum vör- um. Næsta stopp var Dalsmynni í Norðurárdal en þar beið Sigríður Kristín Árnadóttir sjúkraliði í bíl frá Búðardal. Bóluefni gegn Covid var flutt á milli bíla en efnið átti að nota í Búðardal auk þess sem bíll frá Hólmavík sótti hluta af bólu- efninu í Búðardal. Nú var haldið sem leið lá norð- ur yfir Holtavörðuheiði og á Hvammstanga. Færðin var sæmi- leg en þó nokkur hálka á heiðinni. Við ókum á eftir snjóruðnings- bílnum hluta leiðarinnar þannig að skaplegt var að keyra. Snjó- ruðningsmaðurinn Arnar Eirík- ur Gunnarsson á Bálkastöðum í Hrútafirði heldur úti frábærri þjónustu á Facebook undir nafninu „Addi ehf Holtavörðuheiði“ þar sem hann birtir myndskeið af snjó- mokstrinum á Holtavörðuheiðinni með hugleiðingum um veðrið og færðina. Sagðist Hörður oft kíkja á myndskeiðin hjá Adda þegar veður eru válynd og halda skal yfir Holta- vörðuheiðina. Þegar niður í Hrútafjörð var komið var rennifæri og auður veg- ur. Á Hvammstanga beið starfs- fólk og bæjarbúar spenntir eftir bóluefninu og var fegið að fá það í hús. Færðin hafði tafið för okkar eilítið enda má lítið út af bera því akstursprógrammið er nokkuð stíft. Hún Aldís Olga Jóhannesdóttir tók við bóluefninu kampakát. Næst var að aka til baka inn að botni Hrúta- fjarðar og út fjörðinn að vegin- um yfir Laxárdalsheiði. Færðin yfir heiðina var frekar þung, veg- urinn aðeins þjónustaður tvisvar í viku, á mánudögum og föstu- dögum og mátti sjá þess greinileg merki. Hörður sagði frá því að oft væru skaflar á veginum, sérstaklega á brúm sem Hörður sagði að væru miklar snjóakistur. Hefur Hörður komið að ferðamönnum föstum í snjó eða fyrir utan veg. Syðri eða vestari hluti vegarins yfir Laxárdalsheiði er mun skárri en sá nyrðri enda malbikaður og loks- ins hægt að keyra á skikkanlegum hraða. Þegar komið var í Búðardal var mikið fjör á heilsugæslunni og margir bílar fyrir utan enda verið að bólusetja með efninu sem skipti um hendur við Dalsmynni fyrr um morguninn. Í Búðardal tók Hörð- ur við sýnum auk þess sem poki af sóttmenguðum úrgangi fékk að fljóta með. Þar var það hún Sigríð- ur Kristín, sjúkraliði, sem kvittaði fyrir viðskiptin við Hörð. Síðasti viðkomustaðurinn á þess- um rúnti okkar var Borgarnes í annað sinn. Færðin yfir Holta- vörðuheiði var nokkuð þung og mikið slabb á veginum. Hörður er hins vegar orðinn öllu vanur og lét smá slabb ekki slá sig út af laginu. Í Borgarnesi tók Hörður við sýn- um og fleiru. Við komum síðan aft- ur á Akranes þegar klukkan var að ganga tvö eftir hádegið. Restina af deginum notaði Hörður til að gera bílinn kláran fyrir næsta dag, fylla tankinn af olíu og þrífa bílinn enda búinn að keyra í slabbi og forugum vegi eina 400 kílómetra. frg Sigríður Kristín kvittaði fyrir viðskiptin við Hörð í Búðardal. Dala- menn fjölmenntu í bólusetningu eins og sjá mátti á bílafjöldanum. Keyrir út vörur til starfsstöðva Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Yfir fjallvegi farið hvernig sem færðin er Hörður Jónsson, bílstjóri hjá HVE, búinn að „tanka,“ þrífa bílinn og gera hann kláran fyrir morgundaginn. Hörður tekur við bóluefni af Þór Oddssyni, lyfjafræðingi á HVE. Fyrsta stopp Harðar þennan daginn var í Borgarnesi. Í Dalsmynni tók Sigríður Kristín Árnadóttir sjúkraliði við vörum fyrir Búðardal og Hólmavík. Stoppað á Hvammstanga. Aldís Olga Jóhannesdóttir tók við vörum á Hvammstanga. Í Búðardal voru sótt sýni og fleira.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.