Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 20

Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202120 Borgarbyggð byrjaði í síðustu viku að setja upp jólaljós og skreytingar í stofnunum og útisvæði í sveitar- félaginu. Frá þessu sagði á vef Borgarbyggðar en í síðustu viku var verið að ljúka við að klæða Skallagrímsgarð í jólafötin og var formlega kveikt á jólatrénu síðast- liðinn mánudag. Auk þess höfðu starfsmenn áhaldahússins sett upp götuskreytingar og skreytt jólatréð á Hvanneyri. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var ekki hefðbundin aðventuhátíð en þess í stað kveiktu börn úr 1. bekk í Grunnskóla Borgarness á trénu með jólasveinum sem voru með sóttvarnareglurnar á hreinu. Jóla- tréð í ár er úr heimabyggð en svo virðist vera sem skemmtileg hefð sé nú að myndast í sveitarfélaginu en þetta er þriðja árið í röð sem jóla- tréð kemur úr sveitarfélaginu. Þá eru íbúar hvattir til þess að aðstoða við að lýsa upp fallega sveitarfélag- ið sitt. vaks Í dag, 1. desember, verða ljós tendruð á jólatrénu í Hólmgarði í Stykkishólmi. Í ljósi aukinna smita í samfélaginu verður viðburður- inn með svipuðu sniði og í fyrra. Grunnskólabörn í 1.-4. bekk munu eiga samverustund í Hólmgarði að morgni dags þegar 1. bekkur tendr- ar ljósin. Á síðasta ári varð í fyrsta sinn breyting á þeirri gömlu hefð að þiggja grenitré að gjöf frá Drammen, vinabæ Stykkishólms í Noregi. Stykkishólmur hafði þann sið frá árinu 1984 en í samræmi við sjálfbærnistefnu Snæfellsness og með vaxandi umhverfisvitund og umræðu um loftslagsmál var tekin ákvörðun um að sækja ekki vatn- ið yfir lækinn og nýta þau tré sem vaxa í nágrenni bæjarins í stað þess að þiggja fleiri tré frá Noregi. Líkt og í fyrra var íbúum, í sam- vinnu við Skógræktarfélag Stykkis- hólms, gefinn kostur á að kjósa um tvö tré í Sauraskógi og stóð valið á milli sitkagrens og stafafuru. Um 160 manns tóku þátt í valinu og voru 75% sem völdu grenið. Sitka- greni er ein algengasta trjátegund- in í ræktun hér á landi en umrætt tré var gróðursett um 1970 í Saura- skógi vaks Kveikt var á ljósum jólatrjánna á Hellissandi og í Ólafsvík síðast- liðinn föstudagsmorgun. Athafn- irnar voru með óhefðbundnum hætti vegna sóttvarna. Búið var að skipta grunnskólanum og leikskól- anum á sinn tíma til að ekki kæmu of margir saman í einu. Blíðskap- arveður var þennan morgunn. Þrír jólasveinar mættu á staðina og Jón Haukur Hilmarsson spilaði á gítar og söng með krökkunum. þa Kveikt var á jólatrénu við Stjórn- sýsluhúsið í Hvalfjarðarsveit á föstudaginn og í tilefni af því komu leikskólabörn af Skýjaborg í heim- sókn. Eftir að hafa sungið og geng- ið í kringum jólatréð bauð sveitar- stjórinn upp á mandarínur. vaks Síðastliðinn föstudagsmorgun var jólaskemmtun með óhefðbundnu sniði á Akratorgi á Akranesi. Vegna samkomutakmarkana var brugðið á það ráð að bjóða leikskólabörn- um í bæjarfélaginu að koma á torg- ið, ásamt dagforeldrum með þeirra börn. Afmælisbörnin Gunnar Berg Lúðvíksson og Sylva Sól Styrm- isdóttir úr leikskólanum Akraseli fengu þann heiður að tendra ljósin á trénu. Skólakór Grundaskóla söng fjögur lög undir stjórn bæj- arlistakonunnar Valgerðar Jóns- dóttur. Skemmtunin tókst með prýðum og börnin skemmtu sér vel. mm/ Ljósm. Akraneskaupstaður. Ljósin tendruð á jólatrénu á Akratorgi Úr Stykkishólmi. Ljósm. af vef bæjarins Jólaljósin tendruð við lág- stemmda athöfn í Stykkishólmi Borgarbyggð er þessa dagana að klæða sig í jólafötin. Ljósm. af vefsíðu Borgarbyggðar Borgarbyggð skreytir fyrir jólin Kveikt á jólatrénu í Hvalfjarðarsveit Jólatrén í Snæfellsbæ skína nú skært

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.