Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 21

Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 21 Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu Grettisgötu 89 105 Reykjavík Sími 525 8330 Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu er með skrifstofuhúsnæði til leigu á besta stað í miðbæ Akraness. Húsið er á Suðurgötu 62 og er um 70m2 að stærð. Áhugasamir hafið samband við Ólaf Hallgrímsson hjá Sameyki í síma 896 1470 eða með tölvupósti á netfangið oli@sameyki.is SK ES SU H O R N 2 02 1 Samþykkt breyting á Aðal- skipulagi Akraness 2005-2017 Flóahverfi breyting á skipulagsmörkum Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 9. nóvember 2021, breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að mörkum iðnaðarsvæðis I-5 er breytt, gróðurbeltum umhverfissvæðisins er breytt til samræmis. Stofnstíg er breytt til samræmis við deiliskipulag og dælustöð fráveitu merkt I-14. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar. Skipulagsfulltrúi Dagur í lífi... Nafn: Sunna Njálsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý með eiginmanninum, Gunnari Jóhannessyni í Grundarfirði. Við eigum þrjú uppkomin börn; Helgu Soffíu, Signýju og Hákon sem eru flutt að heiman og barna- börnin eru orðin fimm. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég er for- stöðumaður Bókasafns Grundar- fjarðar með þjónustu við ferðafólk á upplýsingamiðstöðinni og til- sjón og liðsinni með ýmsum verk- efnum tengd menningarmálum. Áhugamál: Skógrækt, ræktun alls konar og umhverfismál. Ég var dugleg að gróðursetja hér áður fyrr en nú hjálpa ég til með face- booksíðu Skógræktarfélagsins, fylgist með skógarreitunum og tek á móti fjölskyldum sem koma að ná sér í jólatré fyrir jólin. Dagurinn: Miðvikudagurinn 24. nóvember 2021. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði á áttunda tím- anum, kíkti á aðalfréttir nokkurra miðla og skellti mér svo í sturtu og liðleikateygjur undir heitu vatn- inu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Te með ristuðu brauði og osti með marmelaði. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Vinnudagurinn byrj- ar kl. níu og ég fór á bílnum með töluverðu samviskubiti í stað þess að taka reiðhjólið eða ganga. Fyrstu verk í vinnunni? Það er nauðsynlegt að taka tölvupóst- inn og klára að svara því sem út af stóð daginn áður. Það þarf t.d. að svara fyrirspurnum um Norður- ljós, millisafnalán og leita að skjöl- um í skjalasafninu. Hvað varstu að gera klukkan 10? Venjulega fæ ég mér kaffibolla með samstarfsfólkinu á bæjarskrif- stofunni um tíuleytið þar sem ég vinn fram að hádegi en vegna var- úðarráðstafana í Covidbylgju hjá okkur vann ég heima og fékk mér morgunkaffið með eiginmannin- um. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég hef valið að taka alltaf klukkutíma í hádegismat svo við hjónin náum spjalli og fréttum saman og þenn- an dag fengum við okkur ágæt- is hádegisverð úr afgöngum síð- ustu daga og nýjum norskum kar- töflum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Bókasafnið var lokað og fáir á ferli í miðbænum. Félagsstarf- ið í miðsalnum í Sögumiðstöðinni liggur niðri meðan Covidbylgj- an gengur yfir svo það var rólegt í vinnunni. Aðalverkefnið eftir há- degið var kjalmiðamerking nýju bókanna og tenging þeirra við Gegni, bókaskrárkerfið. Íslensku bækurnar hafa streymt í bókabúð- ir síðasta mánuðinn en erlend- ar þýddar bækur koma út jafnt og þétt allt árið svo þetta er ekki eins mikil vertíð og var hér áður. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég kom við í bókabúðinni til að athuga hvort komnar væru fleiri nýjar bækur og þá var auðvitað til- valið að fá sér kaffi og köku eft- ir vinnu og njóta ilmsins af blóm- kálssúpunni sem var verið að elda til að senda heim til fólks í sóttkví og fyrir gesti og gangandi. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég setti túlípanana 50 sem ég keypti í haust í moldarpotta og setti í kuld- ann uppi á lofti. Þeir fara svo út í útiskáp og fá að kólna vel í vetur svo þeir komi ekki upp of snemma. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég steikti kola með miklu af lauk og kartöflum. Hvernig var kvöldið? Fréttir og Kastljós og síðan Kiljan með bókaspjalli og fróðlegum viðtöl- um um bækur. Eftir athugun á heimildum fyrir námsverkefni datt ég inn í fræðsluþátt um skað- leg áhrif tískuiðnaðarins á um- hverfið. Hrollvekja sem var ekki holl fyrir svefninn. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Gengið um húsið til örygg- is og tannburstun. Hvenær fórstu að sofa? Um hálf tólf, seinna en venjulega vegna fyrrnefnds sjónvarpsþáttar. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Hreinskilnislega? Ilmur- inn af blómkálssúpunni hjá Græna kompaníinu sem ég veit að ein- hverjir fengu senda heim. Verslan- ir og veitingahús hafa boðið upp á sendingar heim með mat og tóm- stundaefni til að létta fjölskyldum í einangrun og sóttkví lífið. Eitthvað að lokum? Við búum í litlu samfélagi, tæplega 1000 manns, og ég er oft undrandi á hvernig lítið samfélag getur látið fámennt sveitarfélag ganga á við mun stærri og fjölmennari. Það verður mikil breyting á sam- félaginu þegar flestir halda sig heima vegna smithættu og ýmis- legt fer í gang til að auðvelda fólki að komast í gegnum dagana, sum- ir með hálfa fjölskylduna heima og hinn hlutann úti í bæ til að geta sinnt vinnu. Við búum líka vel að geta gengið að uppfærðum upp- lýsingum og ábendingum daglega um ástandið í bæjarfélaginu þegar mikið gengur á. Forstöðumanns Bókasafns Grundarfjarðar Út er komin ríkulega myndskreytt bók um Pál Guðmundsson lista- mann á Húsafelli. Nefnist hún Af nótnaborði náttúrunnar. Höfundur texta er Sigmundur Ernir Rúnars- son en ljósmyndir tók aldavin- ur Páls; Friðþjófur Helgason ljós- myndari frá Akranesi. Í bókarkynningu segir höfund- ur: „Það er eins og úrið hægi á sér þegar Páll á Húsafelli er sóttur heim, enda er tíminn í hans húsa- kynnum ekki af klukkuverki þessa heims. Ljúfmennskan ræður þar mestu, í bland við háttvísi og æðru- leysi, en samfundir með listamann- inum eru þeirrar náttúru að allt um hægist – og gesturinn finnur það á eigin skinni að eitthvað hef- ur gerst sem glæðir skilningarvitin og skerpir sköpunarþrána. Og hann gengur aldrei samur maður á veg, heldur rórri í sálinni, ríkari af friði, enda áminntur um að náttúran er hans og hann er náttúran.“ Útgefandi er Skrudda, bókin er 160 síður í liggjandi broti og er gef- in út á íslensku og ensku. mm Á FB síðunni Fuglar á Vestur- landi birti Elín Ósk Gunnarsdótt- ir í Belgsholti í Melasveit mynd í síðustu viku af smáfugli sem villt- ist inn til hennar. Í fyrstu hélt hún að um væri að ræða músarindil en líklega var hér á ferðinni fugl sem nefnist gransöngvari. Slíkir fugl- ar eru einungis 8 grömm að þyngd en samkvæmt Wikipedia eru þetta algengir laufsöngvarar sem eiga heimkynni í norður- og tempruð- um svæði Evrópu og Asíu, þ.e. miklu sunnar á jarðarkringlunni. Latneska heiti gransöngvara er Phylloscopus collybita. Elín Ósk náði mynd af fuglinum með að setja hann í glæra krukku en sleppti honum síðan út að myndatöku lok- inni. mm/ Ljósm. eóg Gransöngvari á ferð í Melasveitinni Af nótnaborði náttúrunnar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.