Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 23 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Sorgin og jólin – Vinaminni 8. desember kl. 20:00 Jólin og jólaundirbúningur getur reynst mörgum erfiður tími, einkum eftir ástvinamissi. Miðvikudagskvöldið 8. desember kl. 20:00 verður samvera í Vinaminni þar sem fjallað verður um jólahald í skugga sorgar og missis, hvernig gott er að undirbúa sig fyrir þennan tíma og þau bjargráð sem við höfum. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli flytur erindi. Hilmar Örn Agnarsson og félagar úr Kór Akraneskirkju flytja ljúfa tóna. Kaffi og spjall í lokin. Samveran er einkum ætluð þeim sem misst hafa ást- vini á árinu, eða á undanförnum árum, en öll þau sem láta sig málið varða eru innilega velkomin. Heildar- fjöldi viðstaddra getur þó ekki orðið meiri en 50 og öllum sóttvarnareglum er að sjálfsögðu fylgt. SK ES SU H O R N 2 02 1 Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík! Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir aftur til umsóknar laus störf í nýjum þjónustuíbúðakjarna fatlaðra í Ólafsvík. Meginverkefni er stuðningur- og hæfing íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi Virða ber sjálfræði íbúa og hafa velferð þeirra að leiðarljósi í allri þjónustu Um er að ræða vaktavinnustörf. Hæfniskröfur • Leitað er einstaklinga sem lokið hafa faglegu námi er nýtist í störfum, s.s. félagsliða- eða stuðningsfulltrúamenntun, eða sambærilegu námi • Reynsla og þekking af starfi með fötluðum er kostur • Stundvísi, samvinnu- og samskiptahæfileikar og áhugi fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu eru mikilvægir eiginleikar í starfinu • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar umsóknir um starfið er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt prófskírteini og sakavottorði berist undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Þjónustukjarninn er reyklaus vinnustaður! Upplýsingar veitir: Jón Haukur Hilmarsson, forstöðumaður og fagstjóri FSS Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær; jonhaukur@fssf.is s. 430 7800 Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu FSS, www.fssf.is Umsóknarfrestur er til 15. desember 2021 Gestastofa Þjóðgarðsins í Malar- rifi á Snæfellsnesi er komin með fastagest. Það er refur sem land- verðirnir eru farnir að kalla Gest. Hefur hann verið að láta sjá sig af og til í haust og það sem af er vetri. Ekki skemmir það fyrir að Gestur hefur einnig stillt sér upp fyrir myndatöku. Landverðirnir vilja koma því á framfæri að halda þarf fjarlægð við refinn og önnur villt dýr þegar fólk sér þau, alls ekki elta þau ekki uppi eða hræða. Mik- ilvægt er sömuleiðis að gefa þeim ekki mat. þa/ Ljósm. Gestastofa þjóðgarðsins. Hljómlistarfélag Borgarfjarð- ar stendur fyrir árlegum jólatón- leikum félagsins fimmta árið í röð fimmtudaginn 9. desember næst- komandi. Að þessu sinni verða tvennir jólatónleikar haldnir í Hjálmakletti í Borgarnesi. Aðal- gestur í ár er Sigríður Beinteins- dóttir en auk hennar fleiri góð- ir gestir, innan héraðs sem utan. „Við gerum ráð fyrir því að svo stöddu að allir tónleikagestir þurfi að fara í hraðpróf fyrir tónleik- ana og bera grímur á tónleikun- um,“ segir í tilkynningu. Bent er á FB síðu viðburðarins; Jólatónleik- ar Hljómlistarfélags Borgarfjarð- ar 2021 Halldóra Mogensen hefur verið endur- kjörin þingflokks- formaður Pírata. Kjör hennar fór fram á þingflokks- fundi Pírata í dag, þar sem Björn Leví Gunnarsson hlaut jafnframt embætti formanns flokks- ins. Á fundinum var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir einnig endurkjörin varaþingflokks- formaður og Gísli Rafn Ólafsson útnefndur næsti ritari þingflokks- ins. „Við upphaf hvers löggjafarþings hefur þingflokkur Pírata valið nýj- an formann Pírata með hlutkesti. Það var framkvæmt á fyrrnefnd- um þingflokksfundi og féll embættið í skaut Björns Le- vís sem fyrr segir. Formannsembætti Pírata fylgja engar formlegar skyld- ur eða valdheim- ildir. Björn Leví mun þannig, rétt eins og fyrri for- menn Pírata, hafna 50 prósenta formannsálagi á þing- fararkaup. Þingflokkur Pírata stendur fyrir formannsvalinu til að uppfylla formkröfur Alþingis og þannig tryggja aðgang að sömu að- stoð og aðrir þingflokkar njóta,“ segir í tilkynningu frá þingflokkn- um. mm Gestarefurinn Gestur í Malarrifi Hljómlistarfélagið heldur tvenna jólatónleika Hlutkesti réði forystu Pírata

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.