Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 25

Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 25 Jóla- Fjölskyldutími Sunnudaginn 5. desember kl. 11-14. Í boði verður að: Klifra í öryggislínu Skreyta piparkökur Föndra músastiga Lita jólamyndir og auðvitað róla, spila, leika sér og allt þetta venjulega. 1000 kr. inn (börn í fylgd með fullorðnum). smidjuloftid.is Jólasöngstund kl. 10.30-11.00 Sjá nánar á Facebook síðu Smiðjuloftsins Síðasti Fjölskyldutíminn fyrir jól Fylgist með opnunartímum á Facebook Þökkum frábærar samverustundir á árinu. Gleðileg jól. • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ Stykkishólmur 2021 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Þriðjudaginn 7. desember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 Pennagrein Nú stendur yfir vinna við fjár- hags- og framkvæmdaætlun Borg- arbyggðar. Í allri uppbyggingu og endurbótum á húsnæði, gatnagerð og annars í eigu sveitarfélagsins er mikilvægt að líta til íbúaþróunar og forgangsraða verkefnum. Um mikla fjármuni er að ræða og fjár- festingu til framtíðar. Ábyrgð kjör- inna fulltrúa er mikil og því lykil- atriði að skýr framtíðarsýn liggi fyrir til grundvallar ákvörðunum og þær séu vel ígrundaðar og rök- studdar. 1,5 milljarður í nýtt skólahúsnæði á Klepp- járnsreykjum Sú framkvæmdaáætlun sem lögð verður fram með fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að ríflega 1,5 millj- arður verði lagður í nýtt skólahús- næði á Kleppjárnsreykjum til næstu ára, í skóla sem rúma á um 130 börn. Í þessari áætlun á eft- ir að gera ráð fyrir kostnaði við lóð, innanstokksmuni og endur- bætur og því má gera ráð fyrir að heildarkostnaður nálgist 2 millj- arða. Vissulega er úrbóta þörf á húsnæðinu en er hér um að ræða forgangsverkefni? Fulltrúar Fram- sóknar telja að svo sé ekki með- an við eigum gott skólahúsnæði á Varmalandi þar sem aðeins um 35 nemendur stunda nám í dag í 1.- 10. bekk. Forgangsverkefni sveitarstjórn- ar eru af öðrum toga næstu árin. Huga þarf að nýjum íþróttamann- virkjum í Borgarnesi, skipulagi á nýjum hverfum og lóðum og eitt brýnasta verkefnið er að bregð- ast við skorti á leikskólaplássi til að geta tekið á móti fjölgun íbúa í tengslum við uppbyggingu á nýju hverfi í nágrenni við KB og Húsasmiðjuna. Eitt af því alvarlegasta sem hef- ur skort við yfirstandandi fjár- hagsáætlunarvinnu er framtíðar- sýn á rekstur sveitarfélagsins og skipulag. Þá þarf að meta hvað er nauðsynlegt, hverju má breyta? Hverjar eru þarfir og kröfur sam- tímans? Í sveitarfélaginu eru t.a.m um tíu félagsheimili, sex af þeim eru í eigu sveitarfélagsins að fullu, önnur að hluta til. Árlega skipt- ast um 8-10 milljónir í brýnasta viðhald á þessu húsnæði og ljóst að nýtingin á húsnæðinu hefur breyst í takt við tímann og nær nú aðeins yfirleitt yfir fáa daga á ári. Er e.t.v kominn tími á að stefna að sölu á þessum húsum næstu árin og gefa þeim nýtt hlutverk? Verður allt skólahús- næði og aðstaða jafn góð? Sveitarfélagið rekur íþróttamann- virki í Borgarnesi, Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. Þessi mann- virki eru dýr í rekstri og viðhaldi en eru mikið notuð og ótvírætt einn af mikilvægum þáttum í góð- um búsetuskilyrðum í sveitarfé- laginu. Sveitarfélagið starfræk- ir starfsstöðvar grunnskóla á fjór- um stöðum. Mikilvægt er að þegar rætt er um fjölda starfsstöðva til framtíðar að miðað sé við að þær áætlanir og fjárfestingar sem ráð- ist er í horfi til þess að öll börn og starfsfólk í grunnskólum sveitarfé- lagsins hafi jafn góða aðstöðu og starfsumhverfi. Öll börn eiga að hafa aðgang að heilsusamlegu hús- næði, góðri aðstöðu til útivistar ásamt því að njóta góðrar aðstöðu til íþrótta- og sundkennslu. Það er því mikilvægt að fyrir liggi áður en lagt er af stað í fjárfestingar eins og á Kleppjárnsreykjum hve mörgum börnum sá skóli á að taka við til framtíðar, hvort að miðað sé við að fara innan fárra ára í sams- konar endurbætur og fjárfestingu við grunnskólann á Hvanneyri og á Varmalandi til að jafna aðstöðu- mun barna í sveitarfélaginu? Vísbendingar um hækkandi álögur á íbúa Núverandi meirihluti horfir til þess að fjármagna bæði fram- kvæmdir og endurbætur með lánsfé til næstu ára. Ekki er litið til mikilvægis þess að rekstraraf- gangur sé til staðar til að hægt sé að fara í fjárfestingar. Þetta gefur vísbendingar í þá átt að eina leiðin fyrir sveitarfélagið til að standa skil á afborgunum lána og vaxta- greiðslum sé að hækka álögur á íbúa næstu árin, fasteignagjöld og gjaldskrár. Þetta er ekki góð þró- un og verður ekki til þess fallin að laða að fyrirtæki og fjölskyldur. Meirihluta sveitarstjórnar virð- ist Í fjögurra ára framkvæmda- og fjárfestingaráætlun sem lögð er fram skorta vilja eða getu til að leggja fram framtíðarsýn á nýtingu fasteigna í eigu sveitarfélagsins til framtíðar. Fyrir liggur að þörf er á endurbótum og miklu viðhaldi á flestum eignum sveitarfélags- ins t.a.m. mörgum félagsheimil- um, safnahúsi, slökkvistöð, félags- legum íbúðum, sem og viðhaldi á flest öllu skólahúsnæði. Stórfurðuleg forgangsröðun Dæmi um stórfurðulega forgangs- röðun sem flokkast jafnframt und- ir það að vera svívirðileg er t.a.m. sú ákvörðun að ráðstafa ríflega 100 milljónum á næstu tveim- ur árum í að innrétta nýtt hús- næði sveitarfélagsins á Digranes- götu á meðan ekki fást nokkrar milljónir í að bæta öryggi skóla- barna í biðskýlum. Nokkuð sem foreldrafélagið hefur kallað eftir í mörg ár. Enda núverandi biðskýli um 40 ára gömul og engin lýsing við þau. Einnig er í þeirri áætl- un sem unnið er með í dag ekkert fjármagn sett í áform um skipulag og uppbyggingu í Brákarey. Sveit- arstjórn einfaldlega skuldar íbúum það að gengið sé rösklega í það að taka ákvörðun um örlög þess hús- næðis sem þar er í eigu sveitarfé- lagsins og hver áform eru á þessu verðmæta svæði. Að mörgu er að hyggja þegar ákvarðanir um fjárfestingar og ráðstöfun fjármagns eru teknar. Brýnt er að sveitarstjórnarfull- trúar láti ekki hjá líða að setja sig vel inn í fjármál og rekstur m.t.t. langtímaáhrifa ákvarðana á íbúa sveitarfélagsins og tækifæri til uppbyggingar. Guðveig Lind Eyglóardóttir Höf. er oddviti Framsóknar í Borgarbyggð Keðjuverkandi áhrif ákvarðana

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.