Skessuhorn - 01.12.2021, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 27
Jólaútvarp NFGB fm 101,3
Nemendafélags Grunnskóla Borgarness sent út frá Óðali 6.– 10. frá 10:00 23:00.
og undanfarin ár og dagskrá útvarpað áður þáttum
en síðan flytja sína þætti beinni útsendingu. Handritagerð fór fram
þar sem hefur tekið sem sérstakt fréttastofunnar
eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” 10. des. kl. er von á góðum gestum hljóðstofu.
Mánudagur 6. desember
10:00 Ávarp útvarpsstjóra
10:10 Bekkjarþáttur 1. bekkur
11:00 Bekkjarþáttur 3. bekkur
12:30 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Vinsælir menntaskólar Díana, Unnur og Alda
14:00 Tölvuleikjajól Karel, Oliver og Grétar Páll
15:00 Frægðarlífið Aníta, Arndís og Katla
16:00 Íslenski hesturinn Árdís Lilja, Emilía og Ólöf Rún
17:00 Íþróttatal Auðunn, Benjamín og Eyjólfur
18:00 Ensku deildin- spá Ólafur Már og Víðir
19:00 Áhugaverðir töluvleikir Óskar Steinn
20:00 Pönksaga Íslands Ásdís og Marta
21:00 The Conjuring Daniella, Oddný og Bryndís
22:00 Jólin koma Tæknimenn
23:00 Dagskrárlok
Þriðjudagur 7. desember
10:00 Bekkjarþáttur 2. bekkur
11:00 Bekkjarþáttur 5. bekkur
12:30 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Bekkjarþáttur 6. bekkur
14:00 Doktor football junior Sveinn og Ernir, Grunnskóla Borgarfjarðar
15:00 Ferðalög með Bjarti Bjartur, Grunnskóla Borgarfjarðar
16:00 Bland í poka Julia, Kolfinna og Victoria
17:00 Tríó Haukur, Sveinn og Kacper
18:00 Tískan í gegnum árin Kristey og Rakel Svava
19:00 Svona eru jólin Tæknimenn
20:00 Félagsstarfið 2018-2019 Stjórn Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi
21:00 The cycle frontier closed beta Atli, Jóhannes og Magnús Sindri
22:00 Kvöldspjall Tæknimenn
23:00 Dagskrárlok
Miðvikudagur 8. desember
10:00 Bekkjarþáttur 4. bekkur
11:00 Bekkjarþáttur 7. bekkur
12:30 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 2007 Egill, Ólafur Hrafn og Magnús
14:00 Allt og ekkert Aldís Tara, Arna Rún, Guðbjörg og Linda, Heiðarskóla
15:00 Jólahefðir Arndís og Hanna
16:00 Draugasögur Anna, Birta og Natalia
17:00 Heitar pullur Helgi, Jónas og Jón Ingi
18:00 Jólahefðir á Íslandi Þóra, Sara og Ólöf Ösp
19:00 Tónlist og spjall Tæknimenn
20:00 Hljómsveitarspjall Hugrún, Hrafnhildur, Eyrún og Katrín Jóhanna
21:00 Menntaskóli Borgarfjarðar Nemendafélag MB
23:00 Dagskrárlok
Fimmtudagur 9. desember
10:00 5. bekkur endurfluttur þáttur
11:00 1. og 2. bekkur, endurfluttur þáttur
12:30 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 6. bekkur endurfluttur þáttur
14:00 AP og félagar Arnar Pálmi, Óskar Smári og Þorvaldur
15:00 Trúðar tala um NBA Sigurður og Sævar
16:00 Frægt fólk Guðrún Eygló og Tinna
17:00 Grín hjá Jonna Bastian
18:00 2020 Kristján Páll, Guðjón og Eiríkur
19:00 Húsráð Óðals Nemendur í Húsráði Óðals
20:00 Sagan um Jordan Belford Atli, Jökull og Óli Kristján
21:00 Fræg dauðsföll Heiða og Valborg
22:00 Spjall og tónlist Tæknimenn
23:00 Dagskrárlok
Föstudagur 10. desember
10:00 3. og 4. bekkur endurfluttur þáttur
11:00 7. bekkur endurfluttur þáttur
12:30 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu
13:00 Bæjarmálin í beinni
14:00 Létt jólatónlist og spjall Tæknimenn
15:00 Fatahönnuðir og þeirra merki Auður og Birta
16:00 Loftslag Dóra
17:00 Tæknimenn leika sér Tæknimenn
18:30 Kveðja útvarpsstjóra og dagskrárlok.
Nú er enn ein útvarpshelgin liðin.
En okkur finnst eins og við séum
rétt að leggja af stað! Það er sagt
að tíminn fljúgi þegar það er gam-
an og það á svo sannarlega við
núna. Þetta hefur verið frábær
helgi. Skemmtilegir þættir og fjöl-
margir viðmælendur. Mér telst
til að 21 þætti hafi verið útvarpað
beint og fjórir sem voru teknir upp
áður. Auk þess var tónlist útvarp-
að alla nóttina. Að þessum þáttum
komu um 37 stjórnendur og gestir
í hljóðstofu voru 66 auk fjölmargra
nemenda úr grunnskólunum hér í
bæ, því hefur verið líf og fjör alla
helgina.
Síðan 1988 hefur Útvarp Akranes
verið fastur liður hjá Sundfélaginu
og í jólaundirbúningi Skagamanna.
Margir hafa sagt mér að þeir byrji
jólaundirbúninginn þegar útvarpið
fer í gang. Útvarpið fór fyrst í loft-
ið til að safna fyrir tímatökutækjum
í sundlaugina og ég veit ekki hvort
útvarpið var hugsað til framtíðar
þá, en alla vega erum við hér enn
33 árum síðar. Og erum ekkert á
leiðinni að hætta.
Öll vinna við útvarpið er unnin í
sjálfboðavinnu og vil ég fyrir hönd
útvarpsnefndar þakka öllum fyrir
aðstoðina. Þáttastjórnendum, við-
mælendum, sundmönnum og að-
standendum þeirra og öllum öðr-
um sem koma að þessu starfi. Það
er ekkert sjálfgefið að þetta gangi
allt upp, en hafið hjartans þakk-
ir fyrir. Einnig þökkum við öllum
þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem
hafa stutt okkur með auglýsingum
og á annan hátt, ykkar styrkur held-
ur okkur á floti.
Útvarp Akranes hefur verið út-
varp á faraldsfæti í gegnum tíð-
ina og stundum skipt um húsnæði
á hverju ári! Níunda árið í röð eru
við í gamla Landsbankahúsinu, og
hér hefur farið virkilega vel um
okkur, frábær aðstaða á alla kanta.
Bestu þakkir fyrir að leyfa okkur
að vera hérna Ívar Örn og Akra-
neskaupstaður.
Einnig vil ég þakka tækni-
mönnunum okkar Óla Palla og Óla
Val fyrir alla þeirra óeigingjörnu
vinnu, þeir eru reyndar ekki bara
tæknimenn, heldur aðstoða okkur
við allt, undirbúning, ráðleggingar
og alls konar reddingar. Þess-
ir snillingar okkar eru í einu orði
sagt frábærir! Hjá þeim eru engin
vandamál, bara verkefni að leysa.
Sundfélag Akranes óskar Ak-
urnesingum og öðrum hlustend-
um nær og fjær, gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári. Njótið að-
ventunnar, jólanna og samveru við
vini og vandamenn.
Takk fyrir áheyrnina og heyr-
umst að ári liðnu.
Útvarpsnefnd Útvarp Akraness
2021 kveður að sinni.
Áslaug Guðmundsdóttir
Bjarney Guðbjörnsdóttir
Guðrún Guðbjarnadóttir
Hjördís Hjartardóttir
Maríanna Pálsdóttir
Það var mikið um að vera í gamla
Landsbankahúsinu á Akranesi á
föstudaginn. Útsendingar Út-
varps Akraness hófust klukkan 13
og þegar blaðamann Skessuhorns
bar að garði voru fulltrúar allra
stærstu fjölmiðla landsins mættir til
að skrásetja viðburðinn. Elsa Mar-
ía Guðlaugs Drífudóttir, fréttakona
RÚV, var mætt til þess að taka við-
tal við þau Hlédísi fjölmiðlakonu á
N4 og verkefnastjóra og Óla Palla,
landsstjóra Rokklands og Füzz á
RÚV með meiru. Sigurður Elvar
Þórólfsson, ritstjóri Skagafrétta,
beið síðan á kantinum eftir að röð-
in kæmi að honum.
frg
Sigurður Elvar Þórólfsson, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Hlédís Sveinsdóttir og
Ólafur Páll Gunnarsson í stúdíó Útvarps Akraness. Ljósm. Skessuhorn/ frg.
Fjölmiðlafólk allt í kringum borðið
Að afloknu Útvarpi Akraness
Ruth Jörgensdóttir Rauterberg
Trausti Gylfason