Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 15
Framboðslisti Framsóknar og
frjálsra á Akranesi fyrir bæjar
stjórnarkosningar 14. maí var sam
þykktur á fundi flokksins miðviku
daginn 9. mars. Nýr oddviti flokks
ins er Skagamaðurinn Ragnar B
Sæmundsson bæjarfulltrúi og versl
unarmaður en hann skipaði annað
sæti á lista flokksins í kosningun
um fyrir fjórum árum. Blaðamað
ur Skessuhorns settist niður með
Ragnari í lok liðinnar viku. Við
ræddum um sýn hans á bæjarmál
in og þau verkefni sem bíða nýrrar
bæjarstjórnar.
„Ég er algjör
Skagamaður“
Ragnar er fæddur árið 1982 og hefur
búið á Akranesi alla tíð, að undan
skildu einu ári í Danmörku. Hann
á ættir að rekja í Reykhólasveit
en foreldrar hans eru bæði þaðan.
Ragnar gekk í Brekkubæjarskóla og
svo í Fjölbrautaskóla Vestur lands
þar sem hann lærði vélvirkjun og
stundaði svo nám í viðskiptafræði
við Háskóla Íslands. Hann starfar í
dag í versluninni Model á Akranesi
en áður starfaði hann sem vélvirki
í tæp 20 ár. „Ég er algjör Skaga
maður og þó að flestir vinir mín
ir hafi flutt til Reykjavíkur í nám
eða til að vinna hef ég aldrei haft
neina löngun að fara héðan,“ seg
ir Ragnar og brosir. Hann er gift
ur Sigrúnu Ingu Guðnadóttur sem
starfar sem aðstoðarsaksóknari hjá
Lögreglunni á Höfuðborgarsvæð
inu og saman eiga þau þrjú börn á
aldrinum þriggja til tólf ára.
Spurður hvort hann hafi tekið
þátt í stjórnmálum áður en hann
fór fyrst í framboð fyrir fjórum
árum spyr Ragnar á móti hvort
það það teljist með að hafa verið
gjaldkeri í nemendafélaginu í FVA.
„Líklega er það ekki mjög póli
tísk þátttaka. Þar var maður meira
bara að reyna að skemmta sér og
öðrum og halda betri böll en þeir
sem voru á undan,“ segir hann og
hlær. „Nei, ég hafði ekki beint tek
ið þátt í pólitík áður en ég hef samt
alltaf verið mjög pólitískur og haft
sterkar skoðanir eins og fólk sem
mig þekkir veit,“ svarar hann. „Sig
rún var varabæjarfulltrúi á síðasta
kjörtímabili (201418) sem kveikti
enn frekari áhuga hjá mér á bæjar
málunum. Þegar hún ákvað að stíga
út, tók ég ákvörðun um að gefa kost
á mér,“ bætir hann við.
Vilja fyrst og
fremst gott fólk
Ragnar segist ekki hafa verið
flokksbundinn framsóknarmað
ur í upphafi áður en hann ákvað að
gefa kost á sér á lista Framsóknar
og frjálsra. „Ég hef lagt áherslu á
frjálsa hlutann á listanum. Við vilj
um fyrst og fremst fá til liðs við
okkur gott fólk sem þarf ekki endi
lega að vera flokksbundið, svo er
bara spurning hvort það frelsist eða
ekki,“ segir Ragnar kíminn. „Þegar
upp er staðið skiptir mestu máli að
í bæjarstjórn veljist góðir og dríf
andi einstaklingar sem brenna fyr
ir bæinn okkar. Ég er sérstak
lega ánægður með listann okk
ar en þar höfum við kraftmikla og
áhugasama einstaklinga með ólík
an bakgrunn, mér líst einnig vel á
þá frambjóðendur sem komnir eru
fram hjá öðrum flokkum. Á endan
um snýst þetta allt um það að þeir
sem veljast inn í bæjarstjórn geti
unnið vel saman með hagsmuni
íbúa að leiðarljósi.“
Stoltastur af innviða-
uppbyggingunni
En hvaða verkefni bíða nýrrar
bæjar stjórnar? „Ég held að það sé
mikilvægt að byrja á að horfa yfir
þetta kjörtímabil sem er að klár
ast. Þar er ég hvað stoltastur af inn
viðauppbyggingunni sem við mun
um búa að næstu árin. Við höf
um á þessu kjörtímabili byggt nýtt
og glæsilegt fimleikahús, við erum
að byrja á framkvæmdum við nýtt
íþróttahús við Jaðarsbakka, höfum
byggt reiðhöll í samstarfi við hesta
mannafélagið Dreyra og Hval
fjarðarsveit og frístundamiðstöð
auk þess sem byggð hefur verið
upp félagsaðstaða fyrir aldraða við
Dalbraut. Þetta eru fjögur íþrótta
mannvirki á einu kjörtímabili. Við
erum að fara í stækkun á Grunda
skóla og höfum verið að vinna að
breytingum við Brekkubæjarskóla
og munum halda því áfram. Við
erum líka að byggja glæsilegan leik
skóla sem verður tekin í notkun á
næstu mánuðum og í fjárfestinga
og framkvæmdaáætlun núverandi
bæjarstjórnar er gert ráð fyrir því
að hefja hönnun á nýjum leikskóla
árið 2024,“ svarar Ragnar og bætir
við að hann vilji stefna á að öll börn
geti fengið pláss á leikskóla við 12
mánaða aldur á Akranesi. „Ég hef
trú á að við nálgumst það enn frekar
á næsta kjörtímabili,“ segir hann.
Ragnar segir að einnig hafi ver
ið mikil uppbygging á íbúðarhús
næði á Akranesi og mörgum lóð
um verið úthlutað á yfirstandandi
kjörtímabili auk þess sem stefnt er
að frekari lóðaúthlutun núna í maí á
einbýlis og raðhúsalóðum. „Það er
ánægjulegt að sjá hversu mikil upp
bygging hefur verið á fjölbreyttu
íbúðarhúsnæði í bænum en í mínum
huga er ekki aðal málið að stækka ef
ekki er hægt að tryggja þeim sem
hér búa góða þjónustu eins og verið
hefur. Við þurfum til dæmis að geta
tryggt áfram öflugt skóla og leik
skólastarf fyrir börnin sem hér búa
og því eigum við að halda áfram
innviðauppbyggingu líkt og verið
hefur á líðandi kjörtímabili á sama
tíma og íbúum fjölgar. Við höf
um verið að stækka um 2,1% á ári
en miðað við framkvæmdir sem er
verið að fara í núna eins og á Sem
entsreitnum held ég að við get
um stækkað um 5% á ári, sem mér
finnst hæfilegt,“ segir hann.
Skólamálin
Þá segir Ragnar mikilvægt að hefja
nú samtal um næsta grunnskóla á
Akranesi. „Á síðasta kjörtímabili
var unnin skýrsla þar sem fram kom
að gott viðmið fyrir þriðja grunn
skólann væri við tíu þúsund íbúa.
Í því samhengi þurfum við líka að
taka umræðuna um hversu stór
má grunnskólinn verða? Við tók
um ákvörðun um að bæta við laus
um stofum við Grundaskóla frekar
en að byggja. Þegar nýr skóli verð
ur svo byggður getum við flutt þær
stofur burtu. En við þurfum að taka
samtal um hvernig við viljum standa
að næsta skóla. Verið er að leggja
loka hönd á nýja og metnaðar
fulla menntastefnu þar sem með
al annars er talað um mögulegan
unglingaskóla en margir eru þeirr
ar skoðunar að byrja á hinum end
anum. Þetta er mikilvæg umræða
sem mun örugglega fara mikið fyrir
á næsta kjörtímabili.“
Atvinnuuppbygging
Eins og fram hefur komið er odd
vitinn ánægður með uppbyggingu
innviða og húsnæðis á Akranesi
undanfarin ár en hvernig lítur
hann á atvinnuuppbyggingu í bæn
um? „Við vitum að margir íbúar á
Akranesi sækja vinnu út úr bænum
og þannig verður það líklega alltaf
að einhverju leyti. Við höfum ver
ið að stuðla að frekari atvinnuupp
„Þegar upp er staðið skiptir mestu máli að í
bæjarstjórn veljist góðir og drífandi einstaklingar“
Segir Ragnar B Sæmundsson oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi
byggingu í bæjarfélaginu og þurf
um að halda því áfram. Ég er viss
um að Skaginn mun breytast mik
ið hvað þetta varðar á komandi
kjörtímabili og næstu tveimur eða
þremur kjörtímabilum þar á eft
ir ef okkur tekst að nýta þau tæki
færi sem við okkur blasa. Það eru
stór tækifæri að banka á dyrnar í
atvinnumálum og mikilvægt að
bæjarfélagið sé reiðubúið að taka
á móti slíkri uppbyggingu. Á þessu
kjörtímabili var Breið nýsköpunar
setur opnað og hafa þar aðstöðu í
dag yfir 100 manns og húsnæðið
býður upp á enn frekari möguleika.
Við höfum einnig skipulagt og
erum að koma á fót grænum iðn
görðum í Flóahverfi þar sem við
úthlutuðum fjölmörgum lóðum á
þessu kjörtímabili og uppbygging
að fara á fullt, einnig stendur til að
fara í frekari framkvæmdir á þessu
ári og bjóða upp á stærri lóðir til
dæmis fyrir matvælaiðnað, en það
hefur verið mikil eftirspurn eftir
því. Við höfum átt samtöl við marga
aðila sem hafa lýst yfir miklum
áhuga á að byggja upp atvinnu hér.
Það er hins vegar stórt og oft flók
ið verkefni að flytja störf/fyrirtæki
á milli bæjarfélaga. Í þessu sam
hengi skipta innviðir samfélagsins
máli svo að fyrirtækjaeigendur sjái
hag sinn í því að byggja upp starf
semi sína hér frekar en annars stað
ar. Ekki má gleyma hafnarsvæð
inu sem er vannýtt en gríðarlega
mikil vægt, stór loðnuvertíð eins og
núna sýnir fram á þetta mikilvægi
og hefur ýtt enn frekar á samtal um
uppbyggingu hafnsækinnar starf
semi. Hlutverk bæjarins er fyrst og
fremst að skapa tækifæri til upp
byggingar og sóknar sem drifin eru
áfram að frumkvæði einstaklinga og
fyrirtækja,“ segir Ragnar.
Fjöliðja til framtíðar
Spurður um stöðuna á Fjöliðj
unni viðurkennir Ragnar að þar
hafi bæjarstjórnin unnið málið of
hægt sem eftir á að hyggja hafi ver
ið mistök. „Það fór of mikið púð
ur í að vera ósammála en ég held
að þetta sé komið í góðan far
veg núna. Við ætlum að byggja
nýtt húsnæði og búið er að leggj
ast í þarfagreiningu á tveimur hús
um sem ég hef trú á að munu færa
okkur mikil tækifæri. Byggt verð
ur húsnæði utan um áhaldahús,
flöskumóttöku og Búkollu þar sem
verða töluverð samlegðaráhrif sem
koma til með að skapa ný tækifæri
fyrir starfsfólk Fjöliðjunnar. Einnig
sjáum við samlegðaráhrif með því
að hafa Fjöliðjuna, HVER og frí
stundastarf allt undir sama þaki.
Hver hluti mun hafa sína heima
stöð en svo verða einnig sameigin
leg rými sem allir geta notað. Ég
skil að margir séu hræddir við þær
breytingar sem þessu fylgja og ljóst
að við hefðum átt að standa betur
að kynningu fyrir þá einstaklinga
sem starfa í Fjöliðjunni en þegar
upp er staðið er ég sannfærður um
að fólk verður ánægt. Við höfum til
að mynda fengið mjög jákvæð við
brögð frá foreldrum fatlaðra barna
og einnig aðstandendum núverandi
starfsmanna. Þetta mun nefnilega
opna ýmis tækifæri fyrir starfsfólk
Fjöliðunnar og einnig þann hóp
sem fallið hefur á milli. Við þurf
um að geta gripið alla og skapað
fjölbreyttari tækifæri og ég hef trú
á því að með þessum breytingum
takist það,“ segir Ragnar.
Hann segir mikinn metnað hafa
verið lagðan í skipulag og vinnu við
nýtt húsnæði undir Fjöliðjuna og
að áhersla hafi verið lögð á að þar
verði þörfum allra mætt. „Ég vil
byggja Fjöliðju framtíðarinnar þar
sem allt verður fyrsta flokks. Önn
ur bæjarfélög eiga að horfa hingað,
við eigum að stefna á að vera leið
andi í þessum efnum. Ég vil að hér
á Akranesi verði ekkert gert nema
eins vel og hægt er, við eigum að
eiga fyrsta flokks leikskóla, íþrótta
mannvirki, grunnskóla og vinnu
stað fyrir fatlaða svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Ragnar B Sæmunds
son að endingu. arg
Ragnar B Sæmundsson oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.