Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202214
Samtökin Blár apríl – Styrktar
félag barna með einhverfu hafa
ákveðið að leggja bláa litnum og
taka upp nafnið Einstakur apr
íl. Nýja merki félagsins er í öllum
regnbogans litum og undirstrik
ar það hversu fjölbreytt einhverfa
er. En samtökin hafa í aprílmánuði
undanfarin ár gert ýmislegt til að
vekja athygli á málefnum barna á
einhverfurófinu og er 2. apríl dag
ur einhverfunnar. Af því tilefni að
apríl er að ganga í garð og dagur
einhverfunnar er á laugardaginn
heyrði blaðamaður Skessuhorns í
Sigríði G Arnardóttur, sérkennara
og deildarstjóra á starfsbraut við
Fjölbrautaskóla Snæfellinga í
Grundarfirði, og ræddi við hana
um einhverfu.
Einhverfa er allskonar
Einhverfa er allskonar og mjög
ólík milli einstaklinga. Hún kemur
fram í skynjun þeirra sem eru ein
hverfir og getur haft áhrif á sam
skipti og félagsleg tengsl. En vegna
þess að einhverfa er mjög marg
breytileg er oftast talað um ein
hverfuróf. „Einhverfa og einhverfa
er ekki það sama, þetta er rosalega
breitt bil og fólk á einhverfurófinu
getur verið mjög ólíkt. Við töl
um gjarnan um einhverfu, ódæmi
gerða einhverfu, röskun á ein
hverfurófi og aspergerheilkenni.
Einhverfurófið er notað til að lýsa
margbreytileika einstaklinganna..
En það eru samt ekki allir sem eru
greindir með einhverfu með sömu
einkenni. Þetta eru í raun mjög víð
skilgreining á hugtökum og fólk
með einhverfu er eins fjölbreytt og
það er margt,“ útskýrir Sirrý.
Fagnar
vitundarvakningu
Spurð um vitundarvakninguna í
aprílmánuði segist Sirrý fagna því
átaki þar sem mikilvægt sé að vekja
athygli á einhverfu og fræða sam
félagið. „Það er mjög mikilvægt að
við fögnum fjölbreytileikanum og
það á ekki bara við um einhverfu
heldur allar þær vitundarvakn
ingar sem í gangi eru eins og til
dæmis Alþjóðlegur dagur Downs
heilkennis þegar við klæðumst
ósamstæðum sokkum,“ svarar
hún. „Greiningum á rófinu hefur
fjölgað síðustu ár og því er mikil
vægt að kynna einhverfu fyrir sam
félaginu því þetta er fólk sem tekur
þátt í samfélaginu okkar og fer út
á vinnumarkaðinn, hvort sem það
er á almennan vinnumarkað eða í
önnur úrræði. Samfélagið þarf að
hafa skilning á fólki á rófinu og
fjölbreytileika þeirra,“ segir Sirrý
Einstaklingsmiðað nám
Eins og segir hér að framan er
Sirrý deildarstjóri starfsbraut
ar í Fjölbrautaskóla Snæfell
inga og hefur þar reynslu af því
að vinna með einhverfum ung
mennum. En hvernig er tek
ið á móti þessum hópi úr grunn
skólanum? „Við byrjum alltaf á
að heimsækja væntan lega nem
endur okkar í grunnskólann og
kynnumst krökkunum aðeins bet
ur. Innritunarferlið á starfsbrautir
er í janúar og eftir að því lýkur er
væntanlegum nemendum frjálst að
koma eins oft og þeir vilja til okk
ar að skoða aðstæður og fá svör
við spurningum ef einhverjar eru.
Með þessu auðveldum við yfirfær
sluna úr grunnskólanum mikið.
Við erum með einstaklingsmiðað
nám og mætum hverjum og einum
nemanda þar sem hann er stadd
ur og byggjum námið hjá okkur
upp þannig. Við reynum að styrkja
veiku hliðarnar og líka að byggja
ofan á styrkleikana en þetta eru
krakkar með marga styrkleika,“
svarar Sirrý.
Leggja áherslu
á stuðning
Spurð hvort nemendum á ein
hverfurófinu sem þó geti sinnt
námi utan starfsbrautar sé einnig
mætt með sama hætti svarar Sirrý
því að svo sé. Hún segir það áherslu
í skólanum að veita öllum stuðning
sem þurfa. „Þetta eru nemendur
sem eiga rétt á stuðningi þó þeir
séu ekki á starfsbraut og þau fá að
sjálfsögðu þann stuðning. Þau sem
hafa færni til að stunda áfanga hjá
öðrum kennurum, utan starfs
brautar, hafa líka oft gert það. Við
höfum líka oft styrkt félagsfærni
nemenda með því að fá leyfi frá
kennurum til að nemendur okkar
sitji inni í tímum með eigið náms
efni. Þá eru nemendurnir þátttak
endur í kennslustundum með sín
um jafnöldrum þó svo við á starfs
braut útvegum námsefnið, höf
um umsjón með náminu og styðj
um þau í því. Við erum svo heppin
að vera með frábæra kennara sem
hafa líka aðstoðað þessa nemendur
við námið eins og aðra nemendur.
Annars er allur gangur á þessu hjá
okkur og við reynum að finna hvað
hentar hverjum og einum og vinn
um út frá því,“ segir Sirrý.
Hvetur fólk til að kynna
sér einhverfu
Að lokum segir Sirrý mikilvægt að
vakin sé athygli á því að einhverfa
sé ekki eitthvað eitt og að samfé
lagið í heild þurfi að sýna fólki á
rófinu skilning, hvort sem um er
að ræða börn eða eldra fólk. „Við
erum einfaldlega ekki öll steypt
í sama mót og það þarf að bera
virðingu fyrir mótum allra. Ég vil
hvetja alla til að kynna sér hvað
einhverfa er og að vera opið fyrir
margbreytileika fólks. Sérstaklega
vil ég hvetja fyrirtæki og stofnan
ir til að vera opið fyrir því að hafa
einstaklinga með einhverfa í vinnu
og kynna sér þá færni og hæfni sem
þeir búa yfir. Þau sem eru á rófinu
geta verið frábært starfsfólk enda
eru þetta einstaklingar sem búa
yfir mörgum hæfileikum,“ segir
Sirrý að endingu. arg
Einhverfa er allskonar
Rætt við sérkennara og deildarstjóra við FSN í Grundarfirði
Samtökin sem áður eru þekkt sem
Blár apríl – Styrktarfélag barna
með einhverfu, hafa staðið fyrir
sýnileikaherferð fyrir einhverfu síð
astliðin níu ár. Í ár kveður við nýj
an tón og ásýnd hjá félaginu, það
leggur bláa litinn á hilluna og tekur
upp nafnið Einstakur apríl. Merki
félagsins fékk einnig yfirhalningu,
merkið er nú í öllum regnbogans
litum og undirstrikar áherslu þeirra
á fjölbreytileika einhverfunnar.
„Þekking á einhverfu hefur auk
ist mikið síðustu ár, til að mynda
með aukinni viðurkenningu á ein
kennum kvenna á einhverfurófi.
Nýja nafnið og litróf merkisins
endurspeglar nú betur það sem við
stöndum fyrir, fjölbreytileikann og
það að einhverfa er ekki vandamál
sem þarf að leysa heldur náttúru
legur hluti af fjölbreytileika mann
lífsins,“ segir Arthúr Ólafsson, for
maður samtakanna Einstakur apríl.
Arthúr segir að árleg herferð sam
takanna nú í apríl verði því tileink
uð sýnileika á fjölbreyttu litrófi
einhverfunnar og rödd einhverfra
sjálfra. „Félagið okkar er rekið af
foreldrum en einhverfir sjálfir eru
sífellt sýnilegri í umræðunni og
viljum við ýta undir það eins og við
getum,“ segir hann.
Lengi vel vantaði upp á vitneskju
fræðasamfélagsins um einhverfu,
greiningin var með einhliða fókus
á því sem er sýnilegt hið ytra. Síð
astu ár hafa hins vegar einhverf
ir sjálfir stigið inn á sviðið og tek
ið orðið í eigin málaflokki. „Það
hefur kennt okkur svo mikið, að
hlusta á einhverfa, skynjun þeirra
sjálfra og upplifun á því að vera á
einhverfurófinu. Sú vitneskja skýr
ir myndina enn frekar og hjálpar
okkur taugatýpísku foreldrunum að
mæta börnunum okkar þar sem þau
eru og að læra að setja okkur betur
í þeirra spor,“ segir Arthúr.
Hann hvetur alla til að nota apríl
til að kynna sér einhverfu. Á heima
síðu félagsins, https://einstakura
pril.is/ er til að mynda að finna
stuttar teiknimyndir sem tilval
ið er fyrir foreldra að skoða með
börnunum sínum og þannig skapa
umræðu um margbreytileikann.
„Svo erum við á samfélagsmiðl
um, undir nafninu Einstakur apr
íl, að miðla fróðleiksmolum, benda
á viðburði og fleira, endilega fylgið
okkur og hjálpið okkur við að auka
sýnileikann,“ segir Arthúr.
Um nýtt
merki samtakanna
Merking og myndmál fiðrildisins á
áfram vel við samtökin. Fiðrildið er
táknmynd frelsis, frelsi til að vera
nákvæmlega eins og við erum. Í
upphafi eru öll fiðrildi lirfur en eft
ir meðgöngutímann í púpunni lítur
það dagsins ljós í allri sinni dýrð,
einstakt í sinni birtingu. Þó mann
eskjur séu eins í grunninn og séu til
að mynda svipaðar að stærð við 20
vikna meðgöngu þá eru þær líka að
þróast á sinn einstaka hátt. Tauga
breytileiki manneskjunnar og mis
munandi skynjun hennar á heimin
um og sér sjálfum kemur ekki í ljós
fyrr en hún fer að reyna sig í raun
heimi. Fiðrildið er líka myndað úr
tveimur andlitum sem er bæði tákn
rænt fyrir foreldri og barn, sem og
fjölbreytileikann á einhverfurófinu.
Engin tvö eru alveg eins. Andlitin
bera ólíka liti og hafa ólíka birtingu
en eru á sama tíma eins í grunninn.
Um hönnun merkis sá Guðrún le
Sage de Fontenay en hún hannaði
einnig upprunalega merki samtak
anna og endurhannaði það nú fyrir
nýja tíma. mm
Einstakur apríl er nýtt slagorð fyrir
félag barna með einhverfu