Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 13 Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku ætlar Háskólinn á Bif­ röst að leggja til húsnæði til mót­ töku flóttafólks frá Úkraínu. Mót­ taka fólksins er unnin í samstarfi skólans, Borgarbyggðar, ríkisins og Rauða kross Íslands og er nú unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir komu flóttafólksins. „Við ger­ um ráð fyrir að fyrstu gestir komi á Bifröst í næstu viku. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær fólkið kemur eða hversu margir en við stefnum á að hluti húsnæðisins verði tilbú­ ið í lok þessarar viku. Háskólanum á Bifröst hafa borist margar gjaf­ ir til að hægt sé að standsetja hús­ næðið og eru á fullu í undirbúningi húsnæðisins,“ segir Þórdís Sif Sig­ urðardóttir sveitarstjóri í Borgar­ byggð í samtali við Skessuhorn. Skjól á Bifröst Húsnæðið á Bifröst er hugsað sem skammtímaúrræði þar sem flótta­ fólkið getur dvalið í 3­12 vikur á meðan varanlegra húsnæði finnst. „Þetta er það sem við köllum skjól en fólkið verður að fara úr úrræðum á vegum Útlendingastofnunar inn­ an tveggja vikna frá dvalarleyfi og á svo skömmum tíma verður ekki til­ búið varanlegt húsnæði fyrir þann fjölda sem er að koma til okkar. Þetta úrræði er því svona milliplan þar sem gestirnir okkar geta upplif­ að öryggi og fá aðstoð þar til þeir komast í varanlegt úrræði,“ útskýr­ ir Þórdís og bætir við að Fjölmenn­ ingarsetrið komi svo til með að vinna með fólkinu til að finna fram­ tíðarhúsnæði. En hvernig verður tekið á móti þessu fólki? „Við lítum á flótta­ fólkið sem gesti okkar og mun­ um að sjálfsögðu sýna þeim gest­ risni. Við erum komin með verk­ efnastjóra til að halda utan um þetta verkefni. Svo erum við með félagsráðgjafa, sálfræðing og hjúkr­ unarfræðing að vinna með okkur. Við ætlum að bjóða upp á kennslu fyrir börn á grunnskólaaldri á Bifröst og hafa margir kennar­ ar í Borgarbyggð sýnt áhuga á að koma að þeirri vinnu. En við eig­ um eftir að sjá hvernig hópurinn er samsettur sem kemur til okkar. Kannski eru kennarar eða einhverj­ ir með reynslu af kennslu í hópn­ um sem hafa áhuga á að hjálpa með kennslu. Við vitum að það er mik­ ill mannauður í þessum gestum og það eru örugglega einhverjir sem vilja leggja hönd á plóg og því um að gera að virkja þau,“ segir Þórdís og bætir við að verið sé að skoða hvort börn á leikskólaaldri geti ekki fengið að vera eitthvað á leikskóla Hjallastefnunnar á Bifröst. Góð aðstaða á Bifröst Aðspurð segir Þórdís aðstæðurnar á Bifröst henta mjög vel til að taka á móti flóttafólki í skammtímaúrræði. „Við erum með stýrihóp sem held­ ur utan um þetta verkefni og þar er fólk með gríðarlega þekkingu á mót­ töku flóttafólks og hvernig sé best að bjóða gestina okkar velkomna og að aðstoða það við að öðlast eins eðlilegt líf og hægt er. Það verður boðið upp á akstur daglega í Borgarnes sem þau geta nýtt sér og svo er verið að skoða hvort hægt sé að setja upp verslun á staðnum með helstu nauðsynjum. Bifröst býður upp á ýmislegt, þar eru heitir pottar, líkamsrækt, leikskóli, leikvöllur, gönguleiðir og mikil ró og fegurð. Það er líka lítil verslun í Hreðavatnsskála og svo eru veitinga­ staðir á svæðinu. Það er tíu mínútna akstur í næstu sundlaug og íþrótta­ hús og rúmlega tuttugu mínútur í Borgarnes í alla þjónustu. Við erum að leita leiða til að tryggja að þau eigi sem auðveldast með að sækja þjón­ ustuna,“ svarar Þórdís. Hvernig er hægt að hjálpa? Rauði krossinn kemur að verkefn­ inu og mun til að mynda aðstoða við móttöku fólksins og öflun fatn­ aðar. Áhugasamir eru hvattir til að bjóða sig fram sem sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum þar sem hægt verð­ ur að hjálpa með mismunandi verk­ efni sem tengjast móttöku gestanna. Háskólinn á Bifröst mun sjá um allt sem tengist húsnæðinu og ef fólk hefur húsgögn eða annan húsbúnað til að gefa er hægt að hafa samband við þau í netfangið ukraina@bifrost. is. Þá er einnig hægt að hafa sam­ band við verkefnastjóra á netfangið ukraina@borgarbyggd.is til að bjóða fram aðstoð. „Ég er mjög bjartsýn á að þetta muni ganga vel,“ segir Þór­ dís að lokum. arg Háskólinn á Bifröst býður nú öllum nemendum upp á sálfræðiþjónustu þeim að kostnaðarlausu og hefur Ástdís Pálsdóttir Bang verið ráðin í 50% stöðu sálfræðings við skól­ ann. „Þjónustan er miðuð að þörf­ um hvers einstaklings og er fullum trúnaði heitið,“ segir í frétt á síðu skólans. Ástdís lauk Bac gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskól­ anum í Reykjavík. „Ástdís öðlað­ ist fjölbreytta reynslu undir hand­ leiðslu reyndra sálfræðinga á þrem­ ur stöðum í meistaranámi sínu: Grensásdeild Landspítalans, þjón­ ustumiðstöð Vesturbæjar, Mið­ borgar og Hlíða og á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í meistara­ rannsókn sinni rannsakaði Ástdís tíðni þunglyndiseinkenna aldraðra á Íslandi.“ arg Gert er ráð fyrir að sömu regl­ ur muni í meginatriðum gilda um nikótínvörur og nú gilda um rafrettur, samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í síðustu viku. Meginmarkmiðið er að tryggja gæði og öryggi þessa varnings og tryggja með tiltækum ráðstöfun­ um að börn kaupi hvorki né noti nikótínvörur og rafrettur og áfyll­ ingar fyrir rafrettur. Frumvarpið felur í sér breytingu á gildandi lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur og mun heiti laganna breytast til samræm­ is við efnið og verður „lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur“. Nikótínvara telst sú vara sem ekki er til innöndunar og inniheldur nikótín, hvort sem nikó­ tínið er unnið úr tóbaki eða ekki og varan inniheldur að öðru leyti ekki önnur efni sem unnin eru úr tóbaki, til dæmis nikótínpúða. Innleitt verður 18 ára aldurstak­ mark við kaup og sölu á nikótín­ vörum líkt og gildir um rafrettur og áfyllingar á þær. Óheimilt verð­ ur að auglýsa nikótínvörur, á sölu­ stöðum mega þær ekki vera sýni­ legar og óheimilt verður að merkja umbúðir með texta eða myndmáli sem höfðar til barna og ungmenna. Óheimilt verður að selja nikótín­ vörur í grunn­ og framhaldsskól­ um og á öðrum stöðum sem ætlað­ ir eru til félags­, íþrótta­ og tóm­ stundastarfs barna og ungmenna. Þá verður einnig óheimilt að flytja inn, framleiða og selja nikótínvör­ ur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi­ og ávaxtabragð. mm Flóttafólk væntanlegt á Bifröst í næstu viku Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri. Horft yfir háskólaþorpið á Bifröst. Ljós. James Einar Becker. Ástdís Pálsdóttir Bang hefur verið ráðin í starf sálfræðings við Háskólann á Bifröst. Ljósm. Háskólinn á Bifröst. Nemendur fá sálfræðiþjónustu Nikótínvörur felldar undir lög um rafrettur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.