Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 15
Föstudaginn 11. mars hófst sólar
hrings dansmaraþon fermingar
barna í Borgarbyggð og fór það
fram í Reykholtskirkju. Með dans
maraþoninu vildu krakkarnir safna
fyrir vatnsbrunni í Eþíópíu en
vatnssöfnun fermingarbarna er eitt
stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkj
unnar. Söfnuðu krakkarnir áheitum
hjá vinum og vandamönnum og
söfnuðu alls 612.600 krónum.
arg
Í síðustu viku tók Grunnskóli
Borgar fjarðar á móti þátttakendum
frá fimm skólum í Evrópu, en um
er að ræða Erasmus+ verkefni sem
styrkt er af Evrópusambandinu.
Skólarnir eru í Lettlandi, Rúm
eníu, Spáni, Tékklandi og Portúgal.
Grunnskóli Borgarfjarðar er síðan
sjötti skólinn í samstarfinu. Verk
efninu er stjórnað frá Lettlandi.
Verkefnið hófst núna í ársbyrjun
2022 og stendur fram á vor 2023.
Það samanstendur af samvinnu og
heimsóknum á milli skólastofnana í
löndunum sex. Meginmarkmið ver
kefnisins er að dýpka skilning nem
enda og kennara á því verkefni sem
fyrir höndum er og mikilvægi sam
vinnu þegar kemur að því að hjálp
ast að við að hugsa um okkar einu
jörð til framtíðar, eins og segir í
frétt á vef Borgarbyggðar.
Í hverri heimsókn koma eða
fara fimm nemendur frá hverju
landi ásamt kennurum og vinna að
þeim verkefnum sem lögð eru fyr
ir á hverjum stað. Áherslur eru mis
munandi á milli landanna, allt frá
því að fjalla um hvernig nýta megi
efni og verðmæti betur, læra að gera
lífrænan áburð yfir í að skilja hvern
ig hægt er að læra af mistökum fyrri
kynslóða í náttúruvernd.
Þessi heimsókn í Grunnskóla
Borgarfjarðar var sú fyrsta í verk
efninu og var lögð áhersla á að
kynna fyrir nemendum hvern
ig þeir geta nýtt jarðvarma ásamt
því að læra um og skilja jarðfræði
landsins og hvernig þeir geta lært
með því að þekkja það sem náttúran
hefur upp á að bjóða. Þátttakendum
var skipt upp í námshópa þar sem
þeir fengu kynningu á jarðfræði,
náttúrufari og lífríki Íslands. Þeir
fóru í leikjatengt nám þar sem tek
ist var á við verk efni sem byggja á
samskiptum og samvinnu ásamt því
að kynnast því hvernig Íslendingar
hafa nýtt hveri til að baka brauð.
Þeir fengu meðal annars að baka
alíslenskt hverabrauð að ógleymdri
reynslunni að fara í heita sundlaug
í vetrarhríðinni. Áhersla var lögð á
þátttöku, leikjatengt útinám, tækni
lausnir og reynslu nemenda í verk
efninu, ásamt sköpun
. vaks/ Ljósm. GBF.
Fimmtudaginn18. mars stóð Nem
endafélag Fjölbrautaskóla Vestur
lands fyrir forkeppni vegna Söng
keppni framhaldsskólanna. Fór
keppnin fram í Tónbergi og var hin
glæsilegasta. Fimm söngvarar stigu
á svið og fluttu sitt atriði og á með
an dómnefnd réði ráðum sínum
fengu áhorfendur að sjá atriði úr
söngleiknum Útfjör sem leiklistar
klúbburinn frumsýndi í síðustu
viku. Einnig stóð góðgerðarfélagið
Eynir fyrir köku og sælgætissölu
til styrktar flóttafólki frá Úkraínu.
Svo fór að Hanna Bergrós
Gunnarsdóttir sigraði með flutn
ingi sínum á laginu Killing Me
Softly. Mun hún því keppa fyrir
hönd FVA í Söngkeppni framhalds
skólanna sem fram fer á Húsavík
sunnudaginn 3. apríl. Keppnin
verður send út í beinni útsendingu
í Ríkissjónvarpinu.
vaks
Árshátíð Nemendafélags Mennta
skóla Borgarfjarðar var haldin í
síðustu viku undir veislustjórn
Audda og Steinda. Góð stemn
ing var á hátíðinni en nemend
ur höfðu gert skemmtilegt mynd
band sem var sýnt á hátíðinni auk
þess sem starfsfólk sýndi mynd
band þar sem létt grín var gert að
skólalífinu.
Signý María Völundardótt
ir flutti lagið Heyr mína bæn sem
hún ætlar að flytja fyrir hönd NMB
í söngkeppni framhaldsskólanna
sem haldin verður á Húsavík næst
komandi sunnudag, 3. apríl. arg
Gítarleikararnir Björn
Thoroddsen, Gunnar Ring
sted og Reynir Hauksson halda
gítarveislu í Landnámssetrinu í
Borgarnesi föstudaginn 1. apríl
kl. 20. Þeir félagarnir hafa verið
framarlega í gítarsenu Íslands
um árabil en halda núna tón
leika saman í fyrsta skiptið. Á
efnisskránni eru lög eftir ýmsa
þekkta tónlistarmenn, t.d. Bítl
ana, Django Reinhardt, Jazz
standardar, íslensk lög og eig
in tónsmíðar. Aðgangseyrir er
3000 krónur og athygli vakin á
að ekki verður posi á svæðinu.
mm
Gamla myndin
Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn
blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir
fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 2000 og sýnir
knattspyrnulið HSH í nýjum búningum á Búnaðarbankamótinu í Borgarnesi.
Fermingarbörn söfnuðu fyrir
vatnsbrunni í Eþíópíu
Fimm skólar í Evrópu heimsóttu
Grunnskóla Borgarfjarðar
Þrír gítarsnillingar leiða saman
hesta sína í Landnámssetrinu
Hanna Bergrós vann
forkeppni FVA
Signý María mun flytja lagið Heyr mína bæn á Söngkeppni Framhaldsskólanna
um næstu helgi. Ljósm. aðsend
Signý María verður
fulltrúi MB
Erasmus+ project No. 2021-1-LV-
01-KA220-SCH-000024421 “Living
and learning in natural and green
environment”