Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 27 Krossgáta Skessuhorns Áhætta Samþ. 10 Púka Rösk Knapa Fis Dallur Kassi Endist Ras 1000 Ólmar Stoðir Spil Læti Rödd Hraði Kvað Planta Ben Kl.15 Hætta Maður Kreddur Slit Þeytti Háspil Matur Spil Risa Þóknun 9 Hlaup Fagur Örtröð Alúð Óhóf Auka Stormur Beygja Fórna 1 Keyrðu Ein Vær 5 Spyr Falleg Skömm Amboð 2 Upphr. Basl Sk.st. Málmur Neyttu 7 Hjónin 1001 Nei 3 Naut Ójafna Bragð Öf. tvhj. Góð Sverta Gjörn- ingur 8 Altan Hólmi Rot Elskuð Kvíslar Dáð Ofna Skortur Húð Tíma- tal Hró Hrinur Flan Snemma Sk.st. Ryk Róleg- ur Dót Sk.st. Fitlar Korn Kjáni Þverslá Ernir Ljós- færi 10 Vís Eignir Logn- alda Slit Lúra á Skel Fæði Aðstoð Fljót Leyfist Kusk Þófi Féll Bunga Bindur Mýri Söngl Reiði Mergð Þegar Kák Ver 4 Samtök Hitar Afa 500 6 Áhald Skamm- ir 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar­ orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu­ dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimil­ isfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu­ pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn ­ krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akra­ nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings­ hafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Kúrbítur“. Heppinn þátttakandi var Haraldur Hansson, Kópavogsbraut 3A, 200 Kópavogi. S K I P U L A G E L D I N G J A Ö R R Ó Ð A R Á A Ö R A F T U R E L D I N G Æ S A L E I F A R I D L D M V I M D Y N T G A U L N Á I N U A N D R Á A U M Y L B A R N O T B A R Ð L Ó M A R Á Þ R Á R G N I Þ F O R M Þ Ý Ð L Ú R A L E S T A U T U G A R T K A N Ó S N U R A E S Ó S K M A S K A R R Y S J Ó T T K R Í A Í S R J Ó Ð A O R N A R L S A Á Ð U R M A K K A O R K A Ð I R F Ó A N O R G L Ö T U Ð A M L F R Ú N N R A K Á Ð U L Í Ð A I L Á U R T I R N A R I K Ú R B Í T U R Í dag, miðvikudaginn 30. mars, verður opnað Nýsköpunar­ og frumkvöðlasetur Dalabyggðar. Hugmyndin að setrinu kviknaði fyrri hluta árs 2020 og vinna við stofnun þess hefur staðið yfir frá þeim tíma. Það er því ánægjulegt að sjá afrakstur þeirrar vinnu raun­ gerast. En til hvers nýsköpunar­ og frumkvöðlasetur? Sjálfsagt velta margir íbúar fyrir sér ásamt öðrum hvað svona setur getur gert fyrir sveitarfélagið. Megin tilgangurinn er að opna aðstöðu fyrir fyrir fólk sem vinnur að nýsköpunarverk­ efnum, aðilum sem stunda störf án staðsetningar og fyrir íbúa sem stunda nám og vantar aðstöðu utan heimils til að sinna því. Með því að nýta sér aðstöð­ una fæst líka aðgangur að ráð­ gjöf og leiðsögn frá fjölmörgum aðilum sem hafa lagt setrinu lið í aðdraganda stofnunar þess. Þeir sem nýta aðstöðuna munu með­ al annars geta fengið ráðgjöf um fjarvinnu, bókhald, loftslags­ og markaðsmál, aðgengi að aðstöðu háskóla, námskeið og viðtalstíma eftir eðli verkefna sem unnið er að hverju sinni. Við stofnun var einnig lögð áhersla á að einstaklingar í námi fengju ódýrari aðstöðu sem nýt­ ist þá kringum prófatímabil og við stærri verkefnaskil. Með stofnun setursins er hugsun jafnframt sú að koma fjölbreyttum hugmyndum sem víða leynast við eldhúsborðið eða á öðrum góðum stöðum af hugmyndastigi yfir á framkvæmda­ stig. Því oft vantar fólk bara aðstoð­ ina við að komast af stað. Fá aðstoð við að skrifa umsóknir og sækja um styrki. Slíkt getur verið nóg til að koma góðri hugmynd á fram­ kvæmdastig sem leiðir af sér fjöl­ breyttari atvinnu á hverju svæði. Það er líka þekkt staðreynd að þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjöl­ breyttar umræður sem geta leitt af sér fjölbreyttar hugmyndir. Í Dalabyggð eru ýmis tækifæri til uppbyggingar, hér eru lausar lóðir til að byggja hvort sem er íbúðar­ hús eða iðnaðarhús. Eigendur fyr­ irtækja sem eru að leita að nýjum stað til uppbyggingar ættu að horfa til Dalabyggðar til að byggja upp starfsemi sína til komandi fram­ tíðar. Hér hefur verið fjölbreytt atvinna gegnum tíðina og má þar nefna að fyrsta prentsmiðja lands­ ins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey. Ef þú lesandi góður ert að velta fyrir þér breytingum og getur unnið starf án staðsetningar og langar að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru­ og útvistar­ möguleika, þar sem hæglætissamfé­ lag er í þróun, þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost. Nýsköpunar­ og frumkvöðlasetur í Dalabyggð er liður í því að fjölga atvinnutækifær­ um á svæðinu. Við erum ekki held­ ur nema í tæplega tveggja klukku­ stunda akstursfjarlægð frá höfuð­ borgarsvæðinu og ekkert mál að skreppa þangað þegar þess þarf. Eyjólfur Ingvi Bjarnason Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar Pennagrein Nýsköpunar- og frum- kvöðlasetur í Dalabyggð Þær Helga Rós, Arina og Kristrún Lilja úr Grundaskóla á Akranesi sigruðu Stíl hönnunarkeppni sem haldin var á vegum Samfés. Keppn­ in fór fram í Lindaskóla á laugar­ daginn. Þema keppninnar var geimurinn og unnu þær Helga, Arina og Kristrún hörðum höndum undir handleiðslu Eyglóar textíl­ kennara og sigruðu með glæsilega hönnun. arg Helga Rós, Arina og Kristrún Lilja sigruðu Stíl hönnunarkeppni. Ljósm. Arnardalur Skagastúlkur unnu Stíl hönnunarkeppni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.