Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202212 Samfylkingin og Viðreisn hafa tek­ ið höndum saman og stilla fram sameiginlegum framboðslista í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnar­ kosningar í vor. Listinn var stað­ festur á fundi á mánudagskvöldið. Hann er þannig í heild sinni: Nr. 1. Bjarney Bjarnadóttir, grunn­ skólakennari og meistaranemi í for­ ystu og stjórnun Nr. 2. Logi Sigurðsson, búfræðing­ ur og bústjóri LBHÍ að Hesti Nr. 3. Kristján Rafn Sigurðsson, fv. framkvæmdastjóri Nr. 4. Anna Helga Sigfúsdóttir, leikskólakennari Nr. 5. Dagbjört Diljá Haraldsdótt­ ir, leiðbeinandi Nr. 6. Jón Arnar Sigurþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni Nr. 7. Þórunn Birta Þórðardóttir, lögfræðinemi Nr. 8. Viktor Ingi Jakobsson, háskólanemi Nr. 9. Jóhanna M. Þorvaldsdóttir, grunn­ og framhaldsskólakennari og uppeldisfræðingur Nr. 10. Magdalena J.M. Tómas­ dóttir, ferðamála­ og markaðs­ fræðingur Nr. 11. Elís Dofri G Gylfason, vðskiptafræðinemi Nr. 12. Sigurjón Haukur Valsson, umsjónarmaður með ferðaþjónustu fatlaðra og sjúkraflutningamaður Nr. 13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi Nr. 14. Inger Helgadóttir, fv. fram­ kvæmdastjóri Nr. 15. Haukur Júlíusson, verktaki Nr. 16. Sólrún Tryggvadóttir, sjúkraliði Nr. 17. Unnsteinn Elíasson, hleðslumeistari Nr. 18. Eyjólfur Torfi Geirsson, bókari. mm Framsóknarfélagið í Borgarbyggð staðfesti á föstudagskvöldið lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosn­ ingarnar 14. maí. Óbreytt röðun er á efstu tveimur sætum listans frá líð­ andi kjörtímabili. Guðveig Eyglóar­ dóttir er oddviti listans sem fyrr og Davíð Sigurðsson er í öðru sæti. Framsóknarflokkurinn á nú fjóra fulltrúa í sveitarstjórn. Á fundin­ um var Finnboga Leifssyni í Hítar­ dal fráfarandi fulltrúa í sveitarstjórn þakkað sérstaklega fyrir sitt starf í áratugi með dynjandi lófaklappi, en hann skipar nú heiðurssæti listans. Listinn er þannig í heild sinni: Nr. 1. Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Nr. 2. Davíð Sigurðsson, fram­ kvæmdastjóri og sveitarstjórnar­ fulltrúi Nr. 3. Eðvar Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi Nr. 4. Eva Margrét Jónudóttir, sér­ fræðingur hjá Matís Nr. 5. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður Nr. 6. Þórður Brynjarsson, búfræðinemi Nr. 7. Sigríður Dóra Sigurgeirs­ dóttir, framkvæmdastjóri Nr. 8. Weronika Sajdowska, kennari og þjónn Nr. 9. Bergur Þorgeirsson, for­ stöðumaður Snorrastofu Nr. 10. Þorsteinn Eyþórsson, eldri borgari Nr. 11. Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur Nr. 12. Erla Rúnarsdóttir, leik­ skólakennari Nr. 13. Hafdís Lára Halldórsdótt­ ir, nemi Nr. 14. Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður Nr. 15. Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks Nr. 16. Orri Jónsson, verkfræðing­ ur Nr. 17. Lilja Rannveig Sigurgeirs­ dóttir, alþingismaður Nr. 18. Finnbogi Leifsson, sveitar­ stjórnarfulltrúi og bóndi. mm Á milli lægða fara bátar á sjó. Þegar gefur hefur afli dragnótarbáta verið mjög góður og hefur Steinunn SH náð yfir 40 tonna róðrum og aðrir einnig gert það gott eins og drag­ nótarbáturinn Egill SH. Á fimmtu­ dag kom Egill með 24 tonn af bolta þorski að landi í Ólafsvík og að sjálfsögðu voru skipsverjar ánægð­ ir með góðan afla og hátt fiskverð sem hefur verið á fiskmörkuðum að undanförnu. Á myndunum má sjá Jens Brynj­ ólfsson hífa bolta þorsk að landi og á bryggjunni tóku þeir félagar Benedikt Guðmundur Jensson og Magnús Birgisson á móti aflanum skælbrosandi. af Skarphéðinn Ólafsson í Grundar­ firði var að setja bátinn sinn á flot þegar fréttaritara bar að garði síð­ astliðinn fimmtudag. Stefnt er á að klára smávegis af kvóta áður en strandveiðarnar hefjast í byrjun maí. Það var Kristján Kristjánsson sem sá um að hífa bátinn og setja á flot enda er hann alkunnur slíkum verkum og þekkir handtökin. Þá er bara að vona að veðurguðirnir verði sjómönnum hliðhollir næstu misserin svo hægt verði að sækja sjóinn. tfk Framsóknarflokkurinn í Borgar- byggð kynnti framboðslista sinn Þau skipa fimm efstu sæti listans. F.v. Davíð Sigurðsson, Guðveig Eyglóardóttir, Eðvar Ólafur Traustason, Eva Margrét Jónu- dóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Framboðslisti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð Ellefu af átján á lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Ljósm. aðsend. Góður afli þegar gefur Kristján Kristjánsson í appelsínugula gallanum hífir hér bátinn af kerrunni og niður af bryggju. Kvótinn kláraður fyrir strandveiðar Skarphéðinn Ólafsson hugar að festingum á meðan Kristján Guðmundsson pass- ar að strapparnir séu rétt staðsettir uppi í bátnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.