Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20226 Laun hækka vegna hagvaxtarauka LANDIÐ: Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem starfar samkvæmt kjarasamning­ um, hefur hist og rætt hagvaxtar­ auka kjarasamninga. Lands­ framleiðsla jókst á mann um 2,53% á síðasta ári. Þetta hef­ ur þá þýðingu að hagvaxtarauki kjarasamninga hefur virkjast í fjórða þrepi. Forsendunefndin hefur ákveðið að hagvaxtarauk­ inn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samning­ um og gildir því fyrir laun í apr­ íl. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí. -mm Kaup á húsi við Aggapall AKRANES: Síðasta fimmtu­ dag á fundi bæjarráðs Akra­ ness voru samþykkt kaup á hús­ inu við Aggapall við Langasand, að fjárhæð 3,5 milljónir króna, og fól ráðið bæjarstjóra frek­ ari úrvinnslu málsins. Mann­ virkið í heild (Aggapallur) hef­ ur verið nýtt í þágu margs kon­ ar starfsemi Akraneskaupstað­ ar, til menningartengdra við­ burða og af KFÍA allt frá árinu 2011 þegar framkvæmdum lauk og það tekið í notkun. Stefnt er að áframhaldandi nýtingu mannvirkisins í þágu starfsemi Akraneskaupstaðar og íþrótta­ hreyfingarinnar en húsið er víkjandi á skipulagi vegna hug­ mynda um frekari uppbyggingu á Langasandsreitnum. -vaks Ríkið hættir niður- greiðslu sýna LANDIÐ: Föstudaginn 1. apr­ íl mun falla úr gildi reglu­ gerð um endurgreiðslu kostn­ aðar vegna sýnatöku til grein­ ingar á Covid­19. Reglugerðin tók fyrst gildi 16. september sl. og fól í sér að einkaaðilar sem önnuðust hraðpróf til greiningar á Covid­19, t.d. vegna hrað­ prófsviðburða eða útgáfu vott­ orða fyrir ferðamenn, gátu boð­ ið þá þjónustu endurgjaldslaust. Frá og með 1. apríl verður ein­ kennasýnatöku áfram sinnt hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofn­ unum. Þar verður einnig í boði sýnataka fyrir ferðamenn sem þurfa vottorð vegna ferðalaga gegn gjaldi. Það má gera ráð fyrir því að einkaaðilar bjóði áfram upp á sýnatöku en sem fyrr segir verð­ ur niðurgreiðslum hins opinbera vegna sýnatöku hjá einkaaðilum hætt 1. apríl nk. -mm Reykholtshátíð hlýtur tilnefningu BORGARFJ: Reykholtshátíð í Borgarfirði hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaun­ anna 2022 í flokki tónlistarhá­ tíða. Hátíðin er þar í flokki með landskunnum listamönnum og menningarstofnunum á borð við Björk Guðmundsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Listrænir framkvæmdastjór­ ar árið 2021 voru Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari hjá Sinfoníuhljóm­ sveit Íslands. Frá þessu segir á vef Borgarbyggðar. ­ vaks Án réttinda á fjórhjólum HVALFJ.SV: Síðasta fimmtu­ dag var tilkynnt um tvo unga drengi á fjórhjólum í Melahverfi. Drengirnir voru án réttinda og fjórhjólin óskráð og ótryggð. Drengirnir sem eru fæddir árið 2006 voru með hjálma og í brynju en ekki með gildandi ökuskírteini. Haft var samband við foreldra og atvikið einnig tilkynnt til barnaverndar. ­vaks Bjarnheiður endurkjörin for- maður SAF LANDIÐ: Aðalfundur Sam­ taka ferðaþjónustunnar árið 2022 fór fram síðastliðinn mið­ vikudag. Í aðdraganda aðal­ fundar fór fram rafræn kosn­ ing meðal félagsmanna um þrjá meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára ásamt því að kjörinn var formaður. Ragn­ hildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnis ferða­ Reykjavik Excursions hlutu kjör í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu­DMI og núverandi formaður SAF var endurkjörin formaður samtak­ anna til næstu tveggja ára. -vaks Sjávarútvegsráðherra hyggst auka þorskkvóta strandveiðibáta um 1500 tonn. Þessi veiðiheim­ ild fékkst í skiptum fyr­ ir 5,3% af deilistofnum sem Íslendingar hafa rétt til að veiða. Fyrr í vet­ ur hafði Svandís Svavars­ dóttir ákveðið að skerða strandveiðar um sömu 1500 tonn. Svandís skrif­ ar sjálf á vef Strandveiði­ félags Íslands síðastliðinn fimmtudag: „Ég á enn eftir að taka ákvörðun um hvernig þetta verður útfært, en ljóst er að það er svigrúm til að bæta inn í strandveiðipottinn líkt og ég hafði vonast til að geta gert. Strandveiðar skipta miklu máli fyrir byggðir landsins og það stendur mér nærri að standa vörð um það kerfi samhliða því að hvika hvergi frá því grund­ vallarsjónarmiði að fylgja vísindalegri ráðgjöf.“ Trillukarlar sem hyggjast fara á strand­ veiðar í vor eru nú byrjaðir að undirbúa báta sína fyrir kom­ andi vertíð, en þeir mega byrja veiðar 2. maí. Strandveiði­ báturinn Jaroslav er einn þeirra báta sem fer á strandveiðar í sumar og var eig­ andinn að taka bátinn í land til þess að skvera hann af fyrir sumarið undir lok vikunnar. af Íbúalistinn í Hvalfjarðarsveit sendi á mánudaginn frá sér tilkynningu þess efnis að listinn mun ekki bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosn­ ingarnar í vor. Þar með hafa allir núverandi listar sem átt hafa full­ trúa í sveitarstjórn sagt sig frá fram­ boði, en áður höfðu Á listi og H listi gert slíkt hið sama. Íbúalistinn hefur setið í minnihluta í sveitar­ stjórn á yfirstandandi kjörtímabili með tvo fulltrúa af sjö. Ragna Ívarsdóttir og Elín Ósk Gunnarsdóttir fulltrúar Íbúalistans í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar segja í tilkynningu sinni: „Það að sitja í sveitarstjórn er fjölbreytt starf, krefjandi og spennandi enda hlutverkið marg­ þætt og byggist á samvinnu. Í allri einlægni hefur það kjörtímabil sem nú er að ljúka verið lærdóms­ ríkt fyrir undirritaðar en í leiðinni hefur það bæði verið krefjandi og erfitt. Undirritaðar hafa þurft að takast á við flókna stöðu þar sem fulltrúar meirihluta sveitarstjórn­ ar hafa unnið að því leynt og ljóst að halda okkur sem lengst frá öllu sem við kemur störfum sveitar­ stjórnar. Starfsskilyrði okkar hafa á engan hátt verið góð síðustu fjögur ár og meirihlutanum ekki til fram­ dráttar. Neikvætt umtal og áreiti sem því fylgir að gefa kost á sér til starf í sveitarstjórn er ekki aðlað­ andi starfsumhverfi, þessu þarf að breyta,“ segja þær Ragna og Elín Ósk. mm/ Ljósm. arg. Íbúalistinn í Hvalfjarðarsveit mun ekki bjóða fram í vor Jaroslav hífður á land í Ólafsvíkurhöfn. Sjávarútvegsráðherra ætlar að bæta strandveiðimönnum upp skerðinguna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.