Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20222 Samþykkja kaup á dælubíl AKRANES: Á fundi bæjar­ ráðs Akraneskaupstaðar síð­ asta fimmtudag voru samþykkt kaup á dælubíl fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveit­ ar samkvæmt fyrir liggjandi tilboði frá Ólafi Gíslasyni & Co hf. að fjárhæð um 92 milljónir króna. Sveitar stjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti sömuleiðis fyrir sitt leyti á fundi sínum í liðinni viku að tilboðinu verði tekið. Til­ boðið var það eina sem barst en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 70 milljónir króna. Bæj­ arráð Akraness leggur áherslu á að bíllinn komist sem fyrst í rekstur sem gæti orðið á árinu 2023 en takist það ekki er kostur á að afhending og greiðsla verði í janúar 2024. Málið komi að nýju til ákvörðunar þegar endan leg útfærsla þess liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að kostnaðarskipt­ ing á milli Akraneskaupstað­ ar og Hvalfjarðarsveitar verði samkvæmt gildandi samstarfs­ samningi sveitarfélaganna. -vaks Páskaúthlutun Mæðrastyrks- nefndar AKRANES: Páskaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akra­ ness fer fram föstudaginn 8. apríl í húsnæði Samfylkingar­ innar við Stillholt 16­18 frá kl. 12:30­16:30. Hægt er að sækja um í síma 859­3000 og í síma 859­3200 dagana 31. mars, 1. apríl og mánudaginn 4. apríl, frá kl 11­13. Einnig má sækja um á netfanginu maedra­ styrkurakranes@gmail.com. Einungis nýir umsækjend­ ur þurfa að skila inn gögnum núna en það er staðgreiðslu­ skrá sem má nálgast á mín­ um síðum hjá RSK og á skrif­ stofunni hjá þeim, einnig þarf að skila inn búsetuvottorði en það er hægt að nálgast á skrif­ stofu Akraneskaupstaðar,“ segir í tilkynningu frá mæðra­ styrksnefnd og Rauða krossin­ um á Akranesi. Þeir sem vilja leggja mæðrastyksnefnd lið þá er reikningsnúmerið: 552­ 14­402048 kt: 411276­0829. -mm Dönsuðu úti á götu AKRANES: Hringt var í Neyðarlínuna seinni part síð­ asta miðvikudags og tilkynnt um að krakkar væru að hlaupa í veg fyrir bíla á Faxabraut. Lögregla fór á staðinn og kom í ljós að um var að ræða þrjár stúlkur á aldrinum átta til tíu ára. Að þeirra sögn voru þær bara að dansa úti á götu en fengu fræðslu frá lögreglunni hve hættulegt þetta væri og lofuðu þær að dansa eftirleiðis á gangstéttinni. Haft var sam­ band við foreldra stúlknanna til að fara yfir málin og þeim bent á að brýna fyrir stúlkun­ um að leika sér ekki á götunni. -vaks Lítið hefur verið rætt um annað síð- ustu daga en kjaftshöggið sem Will Smith gaf Chris Rock á Óskarnum. Smith hló dátt þegar Rock gerði grín að konu hans en sá svo viðbrögð hennar og brást við með þessum hætti. Ekki var að sjá allt kvöldið að Smith skammaðist sín nokkuð þó að hann hefði átt ansi leikræna tilburði þegar hann tók síðan sjálfur á móti Óskarnum. Gamla góða meðvirknin var svo við lýði á meðan á athöfninni stóð enda kannski erfitt fyrir gesti að bregðast við með Smith í seil- ingarfjarlægð. Smith hefur síðan þá beðist afsökunar á framkomu sinni en gæti misst styttuna vegna þessa. Ofbeldi á aldrei að líða, sama í hvaða formi það er en þessi atburður sýn- ir kannski hvað við erum komin lítið áleiðis í þessum efnum. Vorið nálgast með stilltara veðri. Á fimmtudag er gert ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt, skýj- að og sums staðar smá skúrir eða él. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að degin- um. Á föstudag má búast við hægri suðaustlægri átt og dálítilli rigningu eða slyddu með köflum, en þurrt að mestu A-lands. Hiti 0 til 8 stig, mild- ast syðst. Á laugardag er útlit fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt og dálitlum éljum fyrir norðan, en rign- ingu með köflum syðra. Hiti víða 1 til 6 stig. Á sunnudag gengur í sunnan- átt með rigningu og hlýnandi veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvert er leiðinlegasta hús- verkið?“ 31% sagði „Ryksuga og skúra,“ 21% sagði „Þrífa klósettið,“ 14% sögðu „Þvo og ganga frá þvotti,“ 13% sögðu „Gluggaþrif,“ 12% sögðu „Annað“ og 8% sögðu „Ganga frá í eldhúsinu.“ Í næstu viku er spurt: Finnst þér að leggja eigi niður píptestið í grunnskólum landsins? Skagamaðurinn Hilmar Sigvalda- son hefur verið vitavörður í Akranes- vita undanfarin tíu ár og fagnaði því í síðustu viku. Viðtal er við Hilmar í Skessuhorni í dag í tilefni tímamót- anna og er Hilmar Vestlendingur vik- unnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Vegfarendur sem leið hafa átt um vesturbæ Reykjavíkur hafa tek­ ið eftir því að hið sjötíu ára gamla hvalveiðiskip Hvalur 9 hefur ver­ ið tekið upp í slipp. Þar mun skip­ ið verða í um þrjár vikur meðan það verður málað, gert við botn­ loka og tanka, könnuð gæði stálsins og almennt ástand skipsins. Stefnt er á að Hvalur 8 fái sambærilega meðferð í kjölfarið. Kristján Lofts­ son forstjóra Hvals segist í samtali við Skessuhorn stefna ótrauður á hvalveiðar í sumar, en þær voru síð­ ast stundaðar sumarið 2018. Reikn­ ar hann með að veiðar hefjist í júní og að þær standi fram í septem­ ber, líkt og verið hefur undanfarn­ ar vertíðar. Veður ráði þó mestu um hvort veiðist upp í kvótann sem er 161 langreyður. Kristján kveðst reikna með að um 150 manns verði ráðnir til að sinna störfum við veiðar, hvalskurð Magnús Þór Ásmundsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Faxa­ flóahafna frá árinu 2020, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá fyrir tækinu. Tilkynnt hefur ver­ ið að Magnús muni taka við starfi forstjóra Rarik ohf. frá 1. maí nk. Í tilkynningu óska Faxaflóahafn­ ir Magnúsi Þór velfarnaðar á þeim vettvangi á sama tíma og hon­ um eru þökkuð vel unnin störf hjá Faxaflóahöfnum. Gunnar Tryggva­ son, sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxa­ flóahafna, er staðgengill forstjóra og mun hann tímabundið taka við starfinu frá 14. apríl og gegna því þar til það verður auglýst að nýju í vor. mm Nýsköpunar­ og frumkvöðlaset­ ur Dalabyggðar við Miðbraut 11 í Búðardal verður formlega opn­ að í dag, miðvikudaginn 30. mars kl. 16:00. Byrjað var að leggja drög að stofnun setursins árið 2020 og er það ætlað frumkvöðl­ um, námsmönnum eða öðru hug­ myndaríku fólki sem gæti notað aðstöðuna. „Markmið setursins er að efla atvinnulíf í Dalabyggð með sérstaka áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarf ásamt því að skapa samfélag fyrir fyrirtæki og einstak­ linga sem eru að vinna að hug­ myndum sínum og vilja fullmóta þær, sem og fyrir þá sem vilja skapa sér sín eigin atvinnutækifæri,“ segir á vef Dalabyggðar. Uppbygging setursins var styrkt af Uppbyggingarsjóði SSV og Nýsköpunarneti Vesturlands og er það samstarfsverkefni Dalabyggð­ ar og nokkurra leiðandi fyrir­ tækja, stofnana og samtaka. „Þar má nefna EFLU, Kaupfélag Borg­ firðinga, Bændasamtök Íslands, Arion banka, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Símenntun.“ Í setrinu er samvinnurými þar sem einstaklingar geta leigt borð í þann tíma sem þeir vilja, frá ein­ um degi upp í mánuð. Fyrir frek­ ari spurningar um setrið er hægt að hafa samband við Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Dalabyggð, á netfangið johanna@ dalir.is. Lesa má einnig aðsenda grein Eyjólfs Ingva Bjarnasonar oddvita um nýsköpunarsetrið hér aftar í blaðinu. arg/ Ljósm. sm. Kristján stefnir ótrauður á hvalveiðar í sumar og vinnslu afurða í Hafnarfirði. Auk þess bætast við störf við flutn­ inga og ýmsa þjónustu. Að stofni til reiknar hann með hópi vanra starfsmanna en auk þess nýliðum. „Ég hef allavega ekki fyrirfram áhyggjur af mönnun í þau störf sem verða til á hvalvertíð, en það mun verða komið í ljós um pásk­ ana,“ segir hann. Hvalirnir verða veiddir á bátunum Hval 8 og Hval 9, og reynt að færa tvö dýr til lands í hverjum túr. Hvalirnir verða sem fyrr flensaðir og skornir í Hval­ stöðinni í Hvalfirði þar sem öllum tækjum og mannvirkjum hefur ver­ ið vel við haldið alla tíð. Vinnslan sjálf fer svo fram í Hafnarfirði. Aðspurður um söluhorfur segir Kristján í samtali við Skessuhorn að þær séu heldur betri en undanfarin ár. Minna sé lagt upp úr hvalveið­ um í Japan svo verð hafi skánað. Að því gefnu að gengi krónunnar fari ekki niður úr öllu valdi kveðst hann bjartsýnn á sölu afurða. mm Mannvirkjum Hvalstöðvarinnar er vel við haldið eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var fyrr í vetur. Hvalur var síðast skorinn í stöðinni sumarið 2018. Magnúsi Þór Ásmundsson. Ljósm. Hreinn Magnússon. Magnús Þór á förum frá Faxaflóa- höfnum og í forstjórastól Rarik Nýsköpunar- og frumkvöðla- setur opnað í Búðardal í dag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.