Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 21 Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2021 var tekinn til síð­ ari umræðu á fundi sveitarstjórn­ ar í síðustu viku. Þar kemur fram að eigið fé í árslok 2021 nam 3.571 milljónum króna. Rekstarniður­ staða A og B hluta var jákvæð um 216,1 milljón króna. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu rúmum 1.121 m.kr. samkvæmt rekstrarreikningi A og B hluta. Rekstrargjöld sveitar­ félagsins fyrir A og B hluta voru 978,5 m.kr. arg Á fundi sveitarstjórnar Hval­ fjarðarsveitar í síðustu viku var samþykkt með fimm atkvæðum til­ laga þess efnis að gerður verði verk­ samningur við Hagvarma ehf. um að meta hagkvæmni þess að setja upp varmadælukerfi til hitunar á rafkyntu húsnæði í Hvalfjarðar­ sveit. Verkið felur í sér að kanna aðstæður í þeim íbúðarhúsum og/ eða lögheimilum þar sem vilji er til uppsetningar varmadælu og velja hagkvæmasta varmadælukerfið. Hvað varmadælur snertir getur val­ ið staðið á milli þess að nota vatn í vatn, loft í vatn eða loft í loft eft­ ir aðstæðum á hverjum stað. Veitt verður ráðgjöf varðandi mögulegar endurbætur á hitakerfi húsa til að hámarka orkunýtingu á hverjum stað. Sveitarstjórn samþykkti jafn­ framt að fela mannvirkja­ og fram­ kvæmdanefnd að gera drög að regl­ um um stuðning vegna uppsetn­ inga varmadæla í Hvalfjarðarsveit. mm Lélegur afli hefur verið síðustu vik­ ur hjá þeim línubátum sem hafa róið á Breiðafirði. Aflinn hjá bát­ um sem hafa róið í Faxaflóa hef­ ur hins vegar verið ágætur, að sögn Andra Steins Benediktssonar fram­ kvæmdastjóra Fiskmarkaðar Snæ­ fellsbæjar. „Það liggur loðna yfir allt svo fiskurinn vill alls ekki taka á krókana á meðan. En þetta er vissu­ lega árvisst hér,“ segir Andri. Það er því trekt á línuna á meðan svona er ástatt, en hins vegar er mjög góður afli á handfæri þegar gefur á sjó og hafa handfærabátar komið með yfir þrjú tonn af boltaþorski að landi yfir daginn, en einnig er góð­ ur afli hjá dragnótabátum og sama á við um netabáta. Nokkrir línubátar hafa reynt fyr­ ir sér á steinbít en hann finnst ekki og er aflinn mjög lélegur þrátt fyrir að bátar hafi lagt línuna út af Látra­ bjargi þar sem á sama tíma á síð­ asta ári var mjög góð veiði. Núna er þar ekkert að hafa. Andri segir enn fremur að tveir bátar hafi lagt fyrir steinbít skammt frá landi á þekkt­ um steinbítssvæðum en þar var lítið að hafa. Andri segir að ágætt verð fáist fyrir steinbítinn, eða 190 krónur fyrir kílóið, en þegar mikið magn berst að landi lækkar verðið tals­ vert enda steinbítsmarkaður mjög viðkvæmur. Þá lækkaði þorskverð í síðustu viku en meðalverð var 413 krónur, en vikuna á undan var það 491 króna. af Aðalfundur Kúabændafélags­ ins Baulu, sem nær frá sunnan­ verðu Snæfellsnesi, um Mýrar og Borgarfjörð norðan Skarðsheið­ ar, var haldinn 24. mars síðast­ liðinn í Food Station í Borgarnesi. Á dagsskrá voru hefðbundin aðal­ fundarstörf, en að auki fékk félag­ ið þá Guðmund Jóhannesson og Runólf Sigursveinsson frá RML með fyrirlestra um erfðamengisúr­ val og niðurstöðu rekstrar kúabúa. Félögum voru veittar viðurkenn­ ingar fyrir afurðahæstu kýr, afurða­ hæstu bú og hæst dæmdu kýr fyrir árið 2021. Afurðahæstu kúabúin árið 2021 voru: Nr. 1. Stakkhamar með 8.065 kg/ árskú Nr. 2. Snorrastaðir með 8.020 kg/ árskú Nr. 3. Hvanneyri með 7.638 kg/ árskú. Afurðahæstu kýr 2021 voru: Nr. 1. Frostrós frá Snorrastöðum 12.887 kg mjólk Nr. 2. Bat frá Þverholtum 12.652 kg mjólk Nr. 3. Mús 4 frá Þverholtum 12.559 kg mjólk. Hæst dæmdu kýr 2021 voru: Nr. 1. Svört frá Glitsstöðum með 291,4 stig Nr. 2. Ríkey frá Dalsmynni með 289 stig Nr. 3. 1184 frá Ölkeldu með 284,8 stig. Úrvalsmjólk verðlaunuð Deildarfundur Snæfellsness­ og Mýrasýsludeildar, Borgarfjarðar­ deildar og Hvalfjarðardeildar hjá Auðhumlu sf. var haldinn 22. mars síðastliðinn að Hótel Hamri. Rædd voru málefni Auðhumlu sf og MS ehf og farið yfir ársreikn­ inga félagsins. Að venju voru veitt­ ar viðurkenningar til bænda sem höfðu framleitt úrvalsmjólk á árinu 2019. Þeir voru: Hvanneyri í Borgarfjarðardeild. Gunnlaugs­ staðir, Stakkhamar, Nýja­Búð og Hrauntún í Snæfellsness­ og Mýra­ sýsludeild. Miðdalur og Bakki í Hvalfjarðardeild. Blikur á lofti Fyrir fundinum lá tillaga um sam­ einingu allra framangreindra deilda, sem var samþykkt og mun ný deild bera nafnið Vesturlands­ deild og frá og með næsta deildar­ fundi að ári tekur ný deild við þeim gömlu. Fram kom á fundin­ um að stríðið í Úkraínu hefur veru­ leg áhrif á hækkun allra aðfanga til bæði iðnaðarins og bænda. Þá eru blikur á lofti með innanlandsfram­ leiðslu á mjólk, það er að hún nái að uppfylla þarfir innanlandsmark­ aðar. Þar liggja margar breytur að baki, hey síðasta sumars voru víða slök á landinu, bæði vegna mikilla þurrka þar sem tún brunnu og svo mikillar vætutíðar þar sem hey eru blaut og úr sér sprottin, kjarnfóð­ ur hefur hækkað í verði og hækk­ anir eiga eftir að koma fram, ásamt hækkun á olíu, áburði, plasti svo það helsta sé nefnt. Aðalfundur Auðhumlu verður haldinn 29. apríl, ekki er búið að staðsetja fundinn. lb/mm Sitthvað af málefnum kúabænda Afurðahæstu búin og kýrnar – auk verðlauna fyrir úrvalsmjólk Bændur sem tóku við viðurkenningum fyrir úrvalsmjólk á starfssvæði Auðhumlu. Á myndinni eru: Garðar Eiríksson framkvæmdastjóri Auðhumlu, Karl Vernharð Þorleifsson Hvanneyri, Egill Gunnarsson Hvanneyri, Ásthildur Skjaldardóttir Bakka, Birgir Aðalsteinsson Bakka, Ólöf Ósk Guðmundsdóttir Miðdal, Hafþór Finnbogason Miðdal, Laufey Bjarnadóttir Stakkhamri, Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri, Ingiríður Hauksdóttir Hrauntúni og Ágúst Guðjónsson Læk, stjórnar- formaður Auðhumlu. Ljósm. Garðar Eiríksson. Þau tóku við viðurkenningum hjá Baulu. F.v. Helgi Már Ólafsson Þverholtum, Magnús Kristjánsson Snorrastöðum, Egill Gunnarsson Hvanneyri og Laufey Bjarnadóttir Stakkhamri. Ljósm. þa Lélegt hjá línubátum á Breiðafirði Örvar Marteinsson skipstjóri á Sverri SH segir að það þýði ekkert annað en að vera með jafnaðargeðið í lagi þegar lítið fæst af steinbíti. „Menn verða bara að vera þolinmóðir. Þetta kemur allt,“ sagði Örvar og kyssti steinbít fyrir ljós- myndara. Hvalfjarðarsveit gerð upp með 216 milljóna króna afgangi Kanna hagkvæmni varmadæla þar sem hitaveita er ekki í boði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.