Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 15 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Styrkþegar frá fyrri útlutun eru minntir á að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir næstu styrkveitingu. Skýrsluskil eru skilyrði fyrir styrkveitingu til nýrra verkefna. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur sjóðsins áður en umsókn er lögð inn. Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2022. Nánari upplýsingar veitir María Neves, maria.neves@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100. MENNINGARSJÓÐUR BORGARBYGGÐAR Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Þriðjudagurinn 19. apríl 2022 kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu Í fyrirlestri sínum mun Hannes setja fram túlkun sína á Snorra sem stjórnmálamanni, sem hann telur frumkvöðul frjálslyndrar íhaldsstefnu. Aðgangur ókeypis Verið velkomin Stjórnspeki Snorra Sturlusonar Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Tónlistarmaðurinn Svavar Viðars- son gaf síðasta föstudag út lagið Stjörnur á Spotify en sama dag varð hann fimmtugur og því tvöfalt tilefni til þess að fagna þennan dag. Lagið Stjörnur er eftir Svavar en textinn eftir Ragnar Z. Guðjóns- son. Lagið syngja þau Bjarni Ómar Haraldsson og Skagakonan Rakel Pálsdóttir. Síðla sumars kemur síðan út EP plata með sjö lögum sem öll eru eftir Svavar en texta- smíðinni deilir hann með þremur öðrum. Upptökum á plötunni er nýlokið en þær hófust í lok desem- ber. Upptökustjóri var Vignir Snær Vigfússon gítarleikari Írafárs og kom hann einnig að útsetningum á lögunum. Þegar blaðamaður Skessuhorns heyrði í Svavari var hann á leið í bústað til að fagna tímamótun- um með fjölskyldu og vinum um helgina. Svavar segir að þeir sem spili með honum á plötunni séu úr hljómsveitinni Nostal sem hann hefur verið meðlimur í um átta ár. Hana skipa auk Svavars, sem leik- ur á bassa, Bjarni Ómar sem syngur öll lögin á plötunni, Ragnar Z. spil- ar á trommur, Baldur Þór Ketilsson á gítar, Jón Karl Ólafsson á hljóm- borð og píanó og Þröstur Leósson á gítar. Svavar, Bjarni og Ragnar Z. tengjast að norðan og hafa verið saman í tónlistinni í yfir þrjátíu ár, Þröstur er frá Ólafsvík, Baldur Þór mágur Svavars er frá Akranesi og Jón Karl frá Reykjavík. Þá spilar Matthías Stefánsson á fiðlu á plöt- unni, Sigurður Bjarki Gunnarsson spilar á selló og þá spilar Vignir Snær einnig í nokkrum lögum. Með annan fótinn á Akranesi Svavar er fæddur á Akranesi, alinn upp á Laugum í Reykjadal en flutti til baka á Akranes árið 1993 og bjó þar til ársins 2001. Foreldrar hans eru Skagamennirnir Viðar Bjarna- son og Guðrún Jóna Svavarsdóttir og á hann eina alsystur, Ásu Birnu Viðarsdóttur. Þá á hann tvö hálf- systkini móðurmegin, þau Málm- fríði og Jón Þór Sigurðarbörn og þrjá hálfbræður föðurmegin, þá Almar, Viðar og Bjarka Viðarssyni. Svavar hefur í gegnum tíðina alltaf verið með annan fótinn á Akranesi enda stór hluti af fjölskyldu hans búsettur þar. Spurður hvort eigi að fylgja plöt- unni eftir segir Svavar að hann reikni með að útgáfutónleikarn- ir verði í Reykjavík í lok sumars en líklegast komi platan út í lok júlí, rétt fyrir verslunarmannahelgina. Öll lögin séu tilbúin en þetta snúist um að finna hárrétta tímann. Ekki er enn komið nafn á plötuna en Svavar býst við að hún muni heita Enginn lengur veit sem er eitt af lögum plötunnar. Tónlistinni á plötunni lýsir hann sem fullorðins- poppi, einhvers konar mjúku popp- rokki. Fékk blóðtappa í heilann En hvað segir Svavar, er þetta búið að vera gamall draumur að gefa loksins út plötu? „Ég gaf út lagið Beisk tár árið 2020 og Komdu nær árið eftir. Svo í fyrra lenti ég í því að fá blóðtappa í heilann. Ég hef alltaf verið mjög aktífur, lifað mjög heilbrigðum lífsstíl og verið mikið í fjallgöngum og þess háttar. Ég fékk sem sagt blóðtappa í litla heila og það situr eftir 25% heilaskemmd en vegna þess hvað ég var í góðu formi og sterkur andlega þá einhvern veginn víraðist þetta allt upp á nýtt á mjög skömmum tíma. En svo í kjölfarið fannst hjartagalli hjá mér sem var ástæða blóðtappans og ég var núna í mars að ljúka við það sem fylgdi því. Það sem gerðist í rauninni var að ég hélt að ég væri ódauðlegur og áttaði mig síðan allt í einu á að svo var ekki. Plús það að þá fór ég að semja miklu betri lög eftir þetta, finnst ég miklu gáfaðri og líður miklu betur. Þannig að ég ákvað bara að kýla á þetta.“ Varðandi af hverju hann hefði valið Rakel til að syngja lagið Stjörnur í dúett með Bjarna Ómari segir hann einfaldlega ástæðuna vera að hún sé frábær og flink söng- kona og ein af bestu söngkonum landsins. Að lokum segir Svavar að þetta sé allt búið að vera mjög skemmti- legt ferli: „Að vinna með þess- um atvinnumönnum eins og Vigni hefur verið ótrúlega skemmtilegt og einnig hefur verið ómetanlegt að hafa strákana úr hljómsveitinni með mér því félagsskapurinn er mér mjög kær því við erum búnir að vera svo lengi saman í þessu. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki að fara að slá í gegn og það er heldur ekki takmarkið. Aðalmál- ið er að koma þessu frá sér og svo lifir það sínu eigin lífi.“ vaks Bjarni Ómar syngur lögin á plötunni sem kemur út í lok júlí. Svavar Viðarsson með nýtt lag og plata á leiðinni í sumar Svavar Viðarsson tónlistarmaður. Ljósm. aðsend Rakel Pálsdóttir syngur lagið Stjörnur sem er nýkomið út á Spotify.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.