Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 202222 Hvað á að gera um páskana? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Klara Guðbjörnsdóttir „Njóta þess að vera í fríi.“ Helena Rós Sigurðardóttir „Vera með fjölskyldunni og borða nóg af súkkulaði.“ Unnur Sigurðardóttir „Vera í faðmi fjölskyldunnar og kíkja í fermingu.“ Jóhanna Elva Ragnarsdóttir „Hafa það huggulegt og kíkja í heimsókn í Borgarnes.“ Lilja Gunnarsdóttir „Skella mér til Köben.“ Pennagrein Þegar ég bauð mig fram í kosningunum 2018 voru málefni íþróttamannvirkja eitt af þeim málum sem ég brann hvað mest fyrir og geri enn. Það er löngu vitað að núverandi aðstæður til íþrótta- iðkunar eru ekki góðar og að íþrótta- húsið í Borgarnesi eins og það er í dag er barn síns tíma. Aðstæður til íþróttaiðkunar í Borgar- byggð eru mjög góðar á sumrin en þá eru frjálsar íþróttir með mjög góða aðstöðu sem og knattspyrnan en yfir vetrartímann vandast málið. Er sá vandi í raun tvíþættur, bæði eru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar yfir vetrartím- ann ekki boðlegar auk þess sem íþrótta- salurinn í íþróttahúsinu annar ekki eftirspurn. Þessi staða getur komið í veg fyrir að nýjar íþróttagreinar komist að en einnig að þröngt er um hvern flokk á æfingum sem stundum eru aðeins í hálfum sal o.s.fv. Þá er einnig kominn tími á ýmiskonar viðhald í núverandi húsi og þörf á að bæta annars konar aðstöðu til dæmis fyrir starfsmenn, íþróttafélög og aðkomu inn í húsið. Starfshópur skipaður Á þessu kjörtímabili var vinnunni ýtt af stað með því að skipa hóp sem hafði það hlutverk að fara yfir þau gögn sem höfðu verið unnin síðustu ár í tengslum við byggingu íþróttahúss og í kjölfarið leggja til hvar mögulegt sé að byggja upp nýja íþróttaðstöðu. Samráð var haft við starfsmenn Borgarbyggðar sem nýta húsið hvað mest, formenn íþróttafélaga, UMSB og einnig var fengin verkfræðistofa til að aðstoða við vinnu við þarfagreiningu o.fl. Niður- staða hópsins varð í grófum dráttum sú að það væri mesta samlegðin í að byggja við núverandi hús, bæði myndi það nýtast skólanum betur í íþrótta- starfi, starfsfólk myndi nýtast betur, aðgengni fyrir íbúa og notendur betra og auðveldara að skipuleggja heildstætt íþróttastarf á svæðinu. Enda er til stað- ar mikil þörf til endurbóta á aðstöðunni við núverandi íþróttahús. Umræðan um nýtt íþróttahús er ekki ný af nálinni og hefur yfirleitt verið talað um að það yrði byggt fyrir aftan núverandi hús, það lá því beinast við þegar hópurinn var búinn að ákveða að vilja að uppbyggingin væri á núverandi svæði, að kanna jarðveginn í kringum íþróttahúsið til að vita hvar væri raun- hæft að byggja hús. Hópurinn fekk með sér ráðgjafa í þessa vinnu og samhliða var unnin þarfagreining. Niðurstöður þarfagreiningarinnar gáfu til kynna að það þyrfti fjölnota- hús sem myndi rúma knattspyrnuna, frjálsar íþróttir og að til staðar yrði göngubraut innandyra sem gæti nýst eldri borgurum. Í öðru lagi þyrfti nýjan íþróttasal sem yrði byggður við núver- andi hús. Auk þess þyrfti að ráðast í alls- herjar viðhald á núverandi húsi. Til að byrja með var kannað svæðið á bak við núverandi íþróttahús og núver- andi æfingasvæði knattspyrnunnar og teknar prufuholur til að kanna jarðveg- inn. Niðurstöður sýndu að ekki væri æskilegt að reisa hús á hvorugum staðn- um þar sem núverandi æfingavöllur er búinn til úr allskyns uppfyllingarefni og þar þyrfti að jarðvegsskipta og væntan- lega langan sigtíma áður en hægt væri að byggja þar sem er mjög kostnaðar- samt. Svipaða sögu er að segja með svæðið á bakvið núverandi íþróttahús. Því var haldið áfram að rannsaka svæðið til að finna hvar væri best að byggja við. Teknar voru fleiri prufuholur í kring- um húsið meðal annars á bílastæðinu hægra megin við húsið og þar sem körfuboltavöllurinn er milli íþróttahúss og UMSB húss. Í ljós kom að þessi svæði áttu bæði að henta vel til uppbyggingar sér í lagi á klöppinni milli íþróttahúss og Þorsteinsgötu 5 en það myndi þýða að kaupa þyrfti upp fasteign til að koma því fyrir og eins væri hægt að setja lítið fjölnotahús á körfuboltavöllinn milli íþróttahús og UMSB húss. Það segir sig sjálft að byggja tvö hús annað fjölnota og parketsal í viðbyggingu við núverandi hús eru ansi háleit markmið og mjög kostnaðar- samt eins og tillögur hópsins voru fyrir lokafund um skýrsluna. Þar að auki hefði fjölnotahúsið þurft að vera frekar lítið og myndi ekki anna allri þörf knattspyrnudeildarinnar. Við lok vinnunnar kom knattspyrnudeildin með tillögu þess efnis að það væri líklega betri kostur að setja gervigras á æfingasvæðið. Sú hugmynd hefur síðan þróast í að setja gervigras á núverandi knattspyrnuvöll. Framhaldið Um þessar mundir er að taka til starfa bygginganefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi þar sem þessari vinnu verður haldið áfram og unnið út frá rannsóknum og þarfagreiningum sem hópurinn hefur látið gera. Ráðinn verður verkefnastjóri á næstu dögum/ vikum og í kjölfarið skipaður samráðs- hópur hagaðila sem verður til ráðgjafar og samráðs við byggingarnefndina á næstu stigum málsins. Nýlega kom niðurstaða úr prufuhol- um á núverandi knattspyrnuvelli sem gaf til kynna að það svæði myndi henta mjög vel fyrir gervigras sem og er búið að ganga frá kaupum á Þorsteingötu 5 og á árinu eru áætlaðar um 400 millj- ónir í þetta verkefni. Vinna við að bæta íþróttaaðstöðu í Borgarnesi mun því hefjast á þessu ári og vonandi á næsta kjörtímabili munum við sjá aðstöðuna okkar batna með hverju árinu. Þessi vinna hefur tekið langan tíma og því er ekki að neita að þar hefur ýmislegt spilað inn í sem ekki verð- ur rakið hér. Þegar farið er af stað í svona umfangsmikil fjárfestinga- verkefni er nauðsynlegt að vanda til verka. Reynslan hefur kennt okkur að það borgar sig að hafa belti og axlar- bönd áður en lagt er á stað og endan- leg ákvörðun tekin. Er það sérstak- lega mikilvægt til að minnka líkur á því að upp komi óvæntar áskoranir og til þess að mögulegt sé að gera raunhæfar kostnaðaráætlanir. Þetta eru mjög fjár- frekar framkvæmdir en að setja gervi- gras á núverandi völl getur kostað um og yfir 300 milljónir með öllu og nýr parketsalur gæti kostað milli 6-800 milljónir og þá er ekki talinn með kostnaður við endurbætur á núverandi íþróttamannvirkjum. Silja Eyrún Steingrímsdóttir Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð Uppbygging íþrótta­ svæðis í Borgarnesi Bingóþyrstir Skagamenn og nærsveitungar hafa haft í nógu að snúast undanfarið. Nýverið stóð Tinna Ósk Grímarsdóttir og vinir hennar fyrir fjölskyldubingói á sal FVA til stuðnings Krabbameinsfé- lagi Akraness og nágrennis og sama dag hélt umhverfisnefnd Heiðar- skóla í Hvalfjarðarsveit bingó til styrktar hjálparstarfi í Úkraínu. Síðastliðinn miðvikudag buðu svo útskriftarnemar Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi upp á páskabingó í sal skólans til að safna fyrir útskriftarferð sinni til Krítar í sumar. Bingóið átti að byrja klukkan átta en var seinkað til hálf níu vegna þess að mikill fjöldi bingóunnenda var mættur og biðröð myndaðist alla leið að inngangi skólans. Mikil og góð stemning var og spilaðar 15 umferðir þar sem fullt af glæsileg- um vinningum voru gefnir af fyrir- tækjum á Akranesi og nágrenni. Bingóstjórar kvöldsins voru þær Salka Brynjarsdóttir og Sólrún Lilja Finnbogadóttir og stóðu þær sig með mikilli prýði. Sá háttur var á að ef fleiri en einn voru með bingó í hverju spili þá var dreg- ið úr spilastokk og sá sem var með hæsta spilið fékk vinninginn. Það voru því margir sáttir vinningshafar sem gengu út í nóttina rétt eftir tíu um kvöldið eftir vel heppnað bingó útskriftarnema í FVA. vaks Mikill fjöldi á páskabingói útskriftarnema FVA Sólrún Lilja og Salka voru Bingóbjössar kvöldsins. Salurinn var troðfullur og var bætt við stólum og borðum þar sem hægt var svo allir fengju sæti. Íþróttamaður vikunnar liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta- manna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþrótta- maður vikunnar að þessu sinni er knattspyrnumaðurinn Ísar Ólafur úr Hvalfjarðarsveit. Nafn: Ísar Ólafur Ísaksson Fjölskylduhagir? Ég bý í Melahverfi með mömmu og pabba og ég á tvær systur. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru fótbolti og körfubolti. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég fer í skólann, svo eftir skóla fer ég bara heim og þangað til það byrjar æfing. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Minn helsti kostur er að ég á létt með að fókusa og minn helsti galli er að ég verð léttilega pirraður. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi fimm sinnum í viku. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt­ um? Mín fyrirmynd í fótbolta er Neymar. Af hverju valdir þú knattspyrnu? Ég hef bara alltaf spilað fótbolta síðan ég var lítill. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Máni frændi minn. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þínar íþrótt­ ir? Skemmtilegast er að keppa og leiðinlegast eru hlaupaæfingar. Máni frændi er fyndnastur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.