Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 19 Krossgáta Skessuhorns Auðvelt Ýkjur Leir Eyrar Dæld Hlífa Reyrir Reifi Röst Rot Gripur Innyfli Bið Óhress Sérstök Elskar Hóg- værð Varma Blíða Óhóf Ókunn Athugul Afkom- anda Fræg Korn Braut Fjöldi Skel Hús- feyja Storð Hrun Gat 9 Tvíhlj. Málmur Fórn Ras Kopar 1 Ungfrú Erta Sk.st. Hvorki Næði Spurn Kot- roskinn Skylda Skoðun Æfur Spakur 4 Hætta Þjálf- aður Lít 50 Storð Sæll 5 Vangur Titill Ögn Lögg Planta Krókur Rugga Geta Eink.st. Vík Maður Neyttum 3 Átt Fen Dyl Kirtil Kylfa 6 Hönd Vafi Kleif Nóran Skortur Hvarm- ur Eldstó Hlíð Grund Skamm- ir 8 Skipar 10 Ólatir Nef Leit Á fæti Elds- neyti Bogi Sk.st. Flýtir Bardagi Önugur Hneisa 2 Hópur Röð Sannur Vottar Blunda Sverta Hrönn Leyfist Brotleg Finna leið Lend Aurar Áhald 1000 Á flík Far Duft 7 Afa Stýra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausn- arorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Fjölkynngi“. Heppinn þátttakandi var Sigurður Örn Búason, Dalsflöt 9, 300 Akranesi. V Á A D A M Æ T A K U B O R G U N R Á S Í T U R Á G A N G N O S T U R T B U K K A O F F R A Ó K U I N N I R F Ö G U R S M Á N L J Á R A H A M S T U R D J Á R N N U T U P Ö R I N U X I A R Ð A S M E K K Ó R U D L A G T I L R A U N D Á A F R E K Ó N A S K A R E R O K U R F R V Æ R K R A M K R A R O A R A R L A M P I F R Ó Ð L Á J A S K E L M Á I L L Á Á V A L I Ó L A R R A U L B R Æ Ð I G N Ó T T E R M A L L M A Ð U R A A Y L A R Á A D Á R Á T A L F J Ö L K Y N N G I Dagur í lífi... Nafn: Sölvi G. Gylfason Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Guðríði Hlíf Sigfúsdóttur og við eigum tvö börn, Kristmar Val 4 ára og Þórdísi Hrefnu 7 mánaða. Við fjölskyldan búum í rólegri götu í Borgarnesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Fram- haldsskólakennari í Menntaskóla Borgarfjarðar og spilandi þjálf- ari meistaraflokks Skallagríms í fótbolta. Áhugamál: Íþróttir og hreyfing, aðallega fótbolti og svo er golfið að koma sterkt inn. Ég les mikið og finnst gaman að bæta við mig þekkingu með því að lesa, hlusta á hlaðvörp, horfa á kvikmyndir og heimildamyndir og fylgjast með málefnum líðandi stundar. Ég hef líka gaman af því að ferðast og njóta tímans með fjölskyldunni. Dagurinn: Fimmtudagurinn 7. apríl Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð­ ir? Ég vaknaði klukkan 7 með fjölskyldunni og það fyrsta sem ég gerði var að taka vítamínin og bursta tennurnar. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fékk mér lýsi og svo All-bran með hleðslu en ég er mikið að vinna með hleðslu á morgnana. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Við Kristmar Valur lögðum saman af stað hjólandi um klukkan 8, hjóluðum í leikskólann og ég hjólaði svo áfram í vinnuna. Fyrstu verk í vinnunni? Fyrsta verk í vinnunni var að sjálfsögðu að fá mér kaffi og fara yfir málefni líðandi stundar með samstarfsfólki mínu. Fljótlega eftir það fór ég að undirbúa kennslu dagsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá fékk ég mér annan kaffi og tók aðra umferð í málefnum líðandi stundar með samstarfsfélögum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í hádeginu borðaði ég hádegismat í mötuneyti MB hjá henni Sólrúnu og í þetta skiptið var um að ræða snitzel og kartöflugratín. Sólrún er sennilega einn besti matráður á landinu. Það kemur fyrir að maður sér nemendur oftar í mat hjá henni en í tímum. Hvað varstu að gera klukkan 14? Klukkan 14 kláraði ég síðustu kennslustund dagsins, fékk mér kombuchadrykk og fór svo yfir nokkur verkefni. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti um klukkan 15:45 og það síðasta sem ég gerði í vinnunni var að undirbúa næsta kennsludag. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir vinnu hjólaði ég að sækja strákinn minn í leikskólann og við hjóluðum svo heim. Þegar við komum heim vorum við fjölskyldan bara í róleg- heitum, við Kristmar vorum að teikna og leika og svo var ég líka að leika við dóttur mína hana Þórdísi Hrefnu. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var lasagna og það var Kristmar Valur sem sá um elda- mennskuna ásamt mömmu sinni sem hafði umsjón með eldamennsk- unni. Ég gekk hins vegar frá! Hvernig var kvöldið? Ég kom Kristmari Val í háttinn. Svo las ég aðeins. Tók smá hjólaæfingu á trainer og endaði svo kvöldið á því að horfa á Unsolved mysteries á Netflix. Hvenær fórstu að sofa? Ég sofn- aði næstum yfir Netflix þættinum í stofunni og áttaði mig á því að sennilega væri bara best að koma sér upp í rúm. Held ég hafi sofnað um klukkan 22:30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fór í sturtu, burstaði tennurnar og tók smá hugleiðslu í Headspace appinu. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Sennilega að hafa varið góðum tíma með fjölskyldunni og hafa átt fínasta dag í vinnunni. Eitthvað að lokum? Ég skora á Skessuhorn að senda Sigurði Erni Sigurðssyni aka Sössa að taka þátt í ,,Dagur í lífi“ en hann er einstak- lega menningarlega sinnaður og fagnar því að brjóta upp hvers- dagsleikann. Þá vil ég hrósa stjórn- endum Borgarbyggðar fyrir að hafa loksins sett fjármagn í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi í fjárhagsáætlanir næstu ára. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélög að vera alltaf á tánum þegar kemur að umgjörð í kringum íþróttastarf barna, unglinga og fullorðinna. Annars bara gleðilega páska! Framhaldsskólakennara og þjálfara í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.