Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 202214 Framboð J-lista, Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar, býður fram í sveitar- stjórnarkosningunum í Snæfellsbæ 14. maí næstkomandi. Listinn var kynntur á föstudaginn, sama dag og framboðsfrestur rann út. Tveir list- ar verða því í kjöri í sveitarfélaginu; J listi og D listi Sjálfstæðisflokks. Við síðustu kosningar hlaut D listi tæp 60% atkvæða og fjóra menn í bæjarstjórn en J listi þrjá menn. J ­ listinn er þannig skipaður: Nr. 1. Michael Gluszuk, rafvirki Nr. 2. Margrét Sif Sævarsdóttir, grunnskólakennari Nr. 3. Fríða Sveinsdóttir, bókasafnsvörður Nr. 4. Patryk Zolobow, sjúkraflutn- ingamaður Nr. 5. Tinna Ýr Gunnarsdóttir, húsmóðir Nr. 6. Ása Gunnarsdóttir, grunn- skólakennari Nr. 7. Matthildur Kristmundsdótt- ir, húsmóðir Nr. 8. Margrét Vilhjálmsdóttir, leikskólaliði Nr. 9. Heiðar Friðriksson, eldri borgari Nr. 10. Jóhannes Stefánsson, sjómaður Nr. 11. Ægir Ægisson, vélstjóri Nr. 12. Guðmundur Rúnar Gunnarsson, rafvirki Nr. 13. Oddur Orri Brynjarsson, skipstjóri Nr. 14. Hallveig Hörn Þorbjargar- dóttir, uppalandi. mm Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands (NýVest) fór fram í Breið nýsköpunar og þróunar- setri að Bárugötu 8-10 á Akranesi í síðustu viku. Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi (SSV) setti fundinn en síðan tók Gísli Gísla- son formaður undirbúningsnefnd- ar NýVest við og kynnti félagið. Eftir að hefðbundinni stofnfundar- dagskrá lauk ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fundinn auk þess sem Bergur Benediktsson frá Líftæknismiðju Breiðar og Árni Þór Árnason frá Fab-Lab smiðju Vesturlands kynntu starfsemina. Að lokum sá Helena Guttorms- dóttir um kynningu á nýrri heima- síðu NýVest. Hugmyndir munu fljúga hátt Í ávarpi sínu sagði Áslaug Arna meðal annars að það væri gaman að sjá það sem væri verið að gera, sem gæti verið svo skýrt fordæmi út um allt land. „Það er svona gróska sem á að koma frá fólkinu sjálfu í samfélögunum sem við sjáum svo gott dæmi um með NýVest. Þess vegna hef ég svo mikla trú á þessu verkefni; að það sé verið að leiða saman bæði sveitarfélög, fyrirtæki, einstaklinga, skóla, bæði á fram- halds- og háskólastigi, fab-löbin og alla þekkinguna á þessu svæði. Þið eruð rosalega heppin með staðsetningu, þið eruð með tvo góða háskóla á svæðinu og ótrúleg fyrirtæki hvort sem það eru þekkt stóriðnaðarfyrirtæki eða minni fyrirtæki með stórar hugmyndir. Í því felast endalaus tækifæri að leiða þessi atriði saman,“ sagði Áslaug Arna. Þá sagði hún að hugvitið væri ekki auðlindadrifið: „Það er ótak- mörkuð auðlind og ef við getum byggt upp þannig stórar stoðir í íslensku efnahagslífi að þá eigum við öruggari lífskjör og lífsgæði til frambúðar fyrir alla Íslendinga hvort sem það er í formi útflutn- ingstekna eða fjölbreyttari starfa hér um allt land. Þess vegna er svona framkvæmd svo mikilvæg af því það setur alla við sama borð og eflir og nýtir allan mannauðinn sem er á þessu svæði. Þetta stuðn- ingskerfi er til að ýta undir hugmyndir fólks og sumar af þeim hugmyndum munu fljúga svo hátt að þær borga okkur margfalt til baka með verðmætasköpun sinni.“ Áslaug Arna sagði einnig að hún hefði mikla trú á því að þegar við leiðum saman alla þá sem standa að þessu verkefni geti það skap- að aukin tækifæri fyrir samfélögin, fyrir hugmyndir til að vaxa hraðar og spretta og hlutir sem við þekkj- um ekki einu sinni í dag geti vaxið út frá því. Tengja saman atvinnulíf og skóla Í stuttu máli felst Nýsköpunarnet Vesturlands í að tengja saman þá aðila sem vinna að nýsköpun á Vesturlandi og efla þau nýsköp- unarsetur og samvinnurými sem eru að stíga sín fyrstu spor í flest- um sveitarfélögum á Vesturlandi. NýVest lítur svo á að það sé mikil þörf fyrir að tengja saman þá aðila sem vinna að nýsköpun til þess að miðla upplýsingum, þekkingu og hæfni á milli aðila. Með nánari tengingu verður einnig hægt að veita frumkvöðlum, fyrirtækjum og þeim sem sinna störfum án stað- setningar betri þjónustu. Hlutverk nýsköpunarnetsins verður að tengja saman atvinnulífið og menntastofn- anir á Vesturlandi og verða vett- vangur fyrir samstarf þessara aðila. Á svæðinu eru tveir háskólar, þrír framhaldsskólar, símenntunarmið- stöð og þekkingarsetur þannig að þekkingarumhverfið á svæðinu er mjög sterkt. Ráðgjafar SSV til taks Verkefnið gengur út á að nýsköp- unarsetrin og samvinnurýmin verði í lykilhlutverki í nýsköpunarnetinu og samstarfið þeirra á milli. Þar verði hægt að nálgast faglegan stuðning við frumkvöðla og nýsköpun, sækja erindi og fræðslu sem tengist frumkvöðlastarfi og nýsköpun, þau stuðli að aukinni umræðu og skoðanaskiptum og efli tækifæri til atvinnusköpunar. Ráðgjafar SSV verði aðgengilegir á þessum stöðum, en þeir geta veitt aðilum ráðgjöf við stofnun fyrir- tækja, rekstrarráðgjöf, upplýsingar um sjóði og aðstoð við umsóknir, stuðlað að tengslamyndun við aðila innan Vesturlands sem utan og miðlað upplýsingum um atvinnulíf og byggðaþróun á Vesturlandi. vaks Bæjarmálasamtökin bjóða fram í Snæfellsbæ Þó nokkur fjöldi mætti á stofnfundinn í síðustu viku. Nýsköpunarnet Vesturlands stofnað Áslaug Arna og Gísli Gíslason glaðhlakkaleg á stofnfundinum. Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar og Linda Björk Páls- dóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Páll Snævar Brynjarsson fram- kvæmdastjóri SSV og Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri Stykkishólms- bæjar. Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Gísli Gíslason formaður undirbúningsnefndar NýVest. Þura B. Hreinsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson og Jónína F. Jóhannesdóttir frá HVE kíktu við.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.