Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 202220 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Klifur - tónlist - námskeið - afmæli - hópafjör Fjölskyldutímar á sunnudögum 11-14 Afþreyingarsetur á Akranesi smidjuloftid.is GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Úrval af jeppafelgum til sölu. Upplýsingar á jeppafelgur.is, í netfanginu jeppafelgur@jeppafelgur.is eða í síma 866-6443 Pennagrein Pennagrein Það er til skammar hve bæjar- yfirvöld hér á Akranesi láta sig litlu varða gamlar minjar í eigu bæjarins. Á Sólmundarhöfða fyrir neðan dvalarheimilið Höfða eru gamlar minjar sem Akranesbær á og eru yfir hundrað ára gamlar. Þetta eru hlaðnir steinveggir og gömul hús og samfallinn brunnur rétt sunnan við það eina hús sem eftir stendur af þeim þremur býlum sem þarna voru. Sólmundarhöfði 1 stóð yst og vestast á höfðanum. Þar má sjá grasi gróinn hrygg sem var um kartöflugarð þess býlis. Sólmundarhöfði 2 er það hús sem enn stendur og Sólmundarhöfði 3 stóð syðst á höfðanum við suður- endann á hlaðna steinveggnum, þar sem nú stendur Höfðagrund 14 D. Það er mikil gangandi umferð um gangstíginn fram með Langasands- bökkum og inn í Leyni og er þá farið framhjá þessum minjum. Ég á heima á Höfðagrund 14 sem er ofan við stíginn inn á Leyni og geng oft þennan gangstíg og mæti þá fjölda fólks eins og gefur að skilja. Margir sem ég mæti á göngu minni fram hjá þessum minjum gefa sig á tal við mig og hneyksl- ast á lélégri umhirðu um þessi verð- mæti, svo ég er ekki einn um það. Síðasti ábúandi á þessum gömlu býlum hét Sigursteinn og átti hann heima á Sólmundarhöfða 2. Hann var sérstakur og sérsinna og er hér skemmtileg staðfesting á því: Þegar bæjaryfirvöld og heilbrigðisstofn- un fengu hann til að samþykkja að fara á Dvalarheimilið Höfða ákvað bærinn að kaupa húsið af honum. Mig minnir að Gísli S Einarsson hafi verið bæjarstjóri þegar þetta var og var honum falið að semja við Sigurstein um kaupin og mátti kaupverðið ekki vera meira en þrjár milljónir. Gísli ákvað að bjóða honum fyrst 2,5 milljónir en Sigur- steinn sagði nei við því. Síðan voru boðnar 3 milljónir. Sigursteinn sagði aftur nei og spurði þá Gísli hvað hann vildi fá fyrir húsið; og þá kom svarið: 2 milljónir. Það er mikil gangandi umferð um gangstíginn fram með Langasands- bökkum og inn á Leyni og er þá farið framhjá þessum minjum, ég er ekki einn um það. Þessi stutta grein er ákall til yfirvalda bæjarins. Hafsteinn Sigurbjörnsson Ákall um lagfæringar á Sólmundarhöfða Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun. Hvað er byggðaáætlun? Byggðaáætlun leggur grunn að aðgerðum til að jafna búsetuskil- yrði hvað varðar húsnæðismál, heilbrigðisþjónustu, fjarskipti, menntun og jafnari tækifæri til atvinnu svo fátt eitt sé nefnt. Með byggðaáætlun má lesa stefnu stjórnvalda hverju sinni í byggða- málum. Er hún samhæfing við aðra stefnumótun og áætlunargerð hins opinbera og samráð við ráðuneyti, sveitarfélög og landshlutasamtök. Samvinna er lykilinn í að viðhalda sjálfbærni byggða um land allt. Innviðaráðaherra hefur lagt fram á Alþingi stefnu í byggðamálum til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Byggðaáætlunin er lögð til grundvallar við gerð fjárlaga og í henni má finna metnaðarfull mark- mið að því marki að landsbyggðin vaxi og dafni. Heimsmarkmiðin í byggðaáætlun Sú byggðastefna sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi styðst við heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna, enda eru þau mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafn- vægi milli þriggja stoða sjálfbærr- ar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þau fela einnig í sér fimm meginþemu sem er mannkyn, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Sem leiða okkur að aðalinntakinu sem er að engir einstaklingar eða hópar verði skild- ir eftir. Það er þess vegna sem þau falla svo sérstaklega vel við byggðaáætl- un. Því það er mikilvægt að þess- ar stoðir séu virtar sem leiðarljós til að nálgast jafnrétti til búsetu út frá kröfum okkar og viðmiðum við þau byggðarlög sem við berum okkur saman við. Vegvísir Að lokum langaði mig að koma inn á sérstaklega skemmtilega nýjung. En fylgjast má með metnaðarfullum markmiðum íslenskra stjórnvalda í byggða,- fjarskipta- og samgöngu- áætlunum á nýrri heimasíðu sem haldið er úti af innviðaráðuneytinu. Vefurinn er undir léninu vegvisir. is og er gagnvirkur upplýsingavef- ur þar sem hægt er að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri verkefna og árangursmælikvarða. Á vefnum er hægt að skoða allar áætlanir í einu, einstaka áætlun eða tiltekinn hluta af áætlun. Sem dæmi er hægt að skoða allar aðgerð- ir byggðaáætlunar á landsvísu, eða aðgerðir byggðaáætlunar eftir landshlutum og til að mynda styrki til verslana eða fjarheilbrigðisþjón- ustu. Fyrir áhugafólk um stöðu byggðastefnu og aðgerða stjórn- valda í þeim efnum er upplagt að nýta sér þennan vef. Halla Signý Kristjánsdóttir Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins Ísland næstu árin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.