Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 20222 Skrifstofan lokuð um páskana SKESSUHORN: Næsta blað af Skessuhorni kemur út miðvikudaginn 20. apríl, síðasta vetrardag. Það verð- ur með sumarþema, að hluta forskrifað blað með efni sem tengist árstímanum. Skrifstofa Skessuhorns verður lokuð alla páskahelgina, frá skírdegi 14. apríl til og með 18. apríl. Greinar til birtingar í blaðinu eftir páska sendist á netfang- ið skessuhorn@skessuhorn. is og auglýsingar til birtingar á auglysingar@skessuhorn.is í síðasta lagi mánudaginn 18. apríl. Minnum jafnframt á að hámarkslengd aðsendra greina fram yfir kosningar miðast við eina síðu í Word, 12 punkta letur. Gleðilega páska! -mm Tveir listar bjóða fram SNÆFELLSBÆR: Líkt og fyrir fjórum árum verða tveir framboðslistar í kjöri í Snæfellsbæ. Það er D-listi Sjálfstæðisflokks og J-listi Bæjarmálasamtaka Snæfells- bæjar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri staðfestir þetta í samtali við Skessuhorn. -mm Tvö framboð í nýju sveitarfélagi SNÆF: Síðastliðinn föstudag kom í ljós að tveir listar verða í kjöri í sameinuðu sveitar- félagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Það eru annars vegar framboð H-lista og hins vegar Í lista. -gj Fjórir listar í boði BORGARBYGGÐ: Á hádegi á föstudaginn rann út frestur til að skila inn framboðum til sveitarstjórna. Í Borgarbyggð verða fjórir listar í kjöri. Það staðfesti Sveinbjörn Eyjólfs- son formaður yfirkjörstjórn- ar í samtali við Skessuhorn. Þetta eru: A-listi Samfylkingar og Viðreisnar, B-listi Fram- sóknarflokks, D-listi Sjálf- stæðisflokks og V-listi Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs. -mm Kosið verður milli þriggja lista AKRANES: Þrír framboðs- listar voru lagðir fram á Akra- nesi fyrir lokafrest síðastliðinn föstudag. það eru: B-listi Framsóknar með frjálsum, D-listi Sjálfstæðisflokks og S-listi Samfylkingar. -mm Ók á ljósastaur BORGARNES: Síðasta fimmtudagsmorgun ók ökumaður bifreiðar á ljósa- staur við hringtorgið við Húsasmiðjuna í Borgarnesi. Áður hafði verið ekið á staur- inn og lá hann utan vegar. Tjón varð á hægra framhorni bifreiðarinnar en annars var hún ökuhæf. -vaks Framundan er dymbilvika og langt páskaleyfi. Við hvetjum fólk til að njóta frídaga, þeim sem þá eiga, njóta náttúr- unnar og vera gott við hvert annað. Á miðvikudag er útlit fyrir austlæga átt 5-13 m/s, en allhvasst eða hvasst allra syðst. Víða bjartviðri, en skýj- að og lítilsháttar væta með suður- og austurströndinni. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast suðvestan til. Á fimmtudag og föstudag má búast við sunnan- og suðaustan 10-18 m/s með rigningu eða súld, en úrkomulítið norðaust- anlands. Hiti 5 til 12 stig. Á laugardag má búast við minnkandi suðlægri átt og vætu með köflum, en þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað á að gera af sér í sumar?“ 31% sagði að margt væri á döginni, 29% sögðu „Skoða landið mitt,“ 10% sögðu „Finna sjálfan mig,“ 10% sögðu „Ferðast til útlanda,“ 9% sögðu „Sleikja sólina,“ 5% sögðu „Horfa á Netflix“ og 5% sögðu „Mála pallinn.“ Í næstu viku er spurt: Hvað er uppáhalds nammið þitt? Tónlistarmaðurinn Svavar Viðarsson varð fimmtugur síðasta föstudag og ákvað í tilefni þess að gefa út lagið Stjörnur á Spotify. Rætt er við Svavar í Skessuhorni í dag og vegna tímamótanna er Svav- ar Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Nú í aðdraganda sveitarstjórna- kosninga 14. maí eru Öryrkja- bandalag Íslands og Þroskahjálp að ferðast um landið og funda með frambjóðendum og kjósend- um. Slíkir fundir hafa m.a. verið haldnir á Akranesi, í Borgarnesi og í Stykkishólmi. Fundarefnið er staða fatlaðs fólks í sveitarfélögum. Málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 og hefur verið fjárhagslegt bitbein æ síðan. Það er mat Sambands íslenskra sveitarfélaga að það vanti um 8 til 12 milljarða frá ríkinu til sveitarfélaga til að þau nái að sinna málaflokknum nægjanlega vel. Ljóst er á könnun sem Öryrkja- bandalagið lét Gallup vinna snemma í vor að kjósendum er langt frá því að vera sama um hvernig haldið er á málum. Ríflega 80% aðspurðra segja það hafa áhrif á hvaða framboð þeir velja, hversu mikla áherslu framboðið leggur á málefni fatlaðs fólks. Væntanlega þekkja langflestir til fatlaðs einstak- lings, annað hvort í stórfjölskyldu sinni, eða vinafjölskyldu, sem hefur áhrif á afstöðu þeirra. Þuríður Harpa Sigurðardótt- ir, formaður Öryrkjabandalags- ins, segir að samtal og samráð við sveitarfélögin sé sérstaklega mikil- vægt, og því ómetanlegt að hitta frambjóðendur og ræða málin. „Það er ljóst nú þegar, að þekking innan sveitarfélaganna á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, er ekki nógu mikil, og þetta er því kærkomið tæki- færi að blása verðandi bæjarfull- trúum metnað fyrir málaflokkn- um í brjóst,“ segir Þuríður Harpa. Hún segir að það sé almenn skoðun þeirra frambjóðenda sem sótt hafa þá fundi sem haldnir hafa verið, að þeir hafi verið upplýsandi, og þarft innlegg í kosningabaráttuna. mm Síðastliðinn fimmtudag uppgötv- aðist að búið var að stela af stalli sínum bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á Laugarbrekku á Hellnum. Stytta þessi var afhjúpuð aldamótaárið 2000 en það gerði Ólafur Ragn- ar Grímsson þáverandi forseti Íslands. Guðríður Þorbjarnardóttir var uppi um árið 1000 og talin ein víðförlasta kona heims sem uppi var á þeim tíma. Hún var talin fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Ameríku og var hún því nefnd Móðir Ameríku. „Þetta er ómerkilegur þjófnaður,“ sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ í samtali við Skessu- horn, sem sagðist sleginn yfir þess- um stuldi. Þjófnaðurinn var kærður til Lögreglunnar á Vesturlandi. Nýja Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellis- sandi er nú búin að taka á sig mynd. Byggingin mun hýsa þjónustumið- stöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði. Samtals er byggingin um 710 fermetrar. Byggingin samanstendur af tveim- ur meginbyggingum sem tengj- ast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum. Verktakafyrirtækið Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóð- garðsmiðstöðvarinnar í útboði sumarið 2020. Tilboð þess var um 420 milljónir króna, en kostnaðar- áætlun Framkvæmdasýslu ríkisins hljóðaði upp á 475 milljónir króna. Húsheild reiknar með að skila húsinu í júní 2022. af Styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið af stalli Styttan meðan allt lék í lyndi Ljósm. úr safni. Síðastliðinn laugardag birt- ist síðan styttan óvænt í Reykja- vík. Búið var að koma henni fyrir inni í einhvers konar eldflaug sem komið var fyrir á bílastæði framan við Nýlistasafnið í Reykjavík, ásamt skilaboðum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns voru þjófarnir tve ir nýlistamenn sem þekktir eru fyrir að hafa framkvæmt ýmsa gjörn- inga áður. Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri í Nýlistasafninu, staðfesti jafnframt við fréttastofu Vísis að styttan hafi birst fyrir utan safnið á laugardag. Einnig að stuldur stytt- unnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ er einn þriggja núlif- andi fulltrúa í undirbúningsnefnd sem beittu sér fyrir því um alda- mótaárið að afsteypu af listaverkinu yrði komið fyrir á Hellnum. Krist- inn sagðist í samtali við Skessu- horn á sunnudaginn ætla að hitta að máli fulltrúa Nýlistasafnsins eftir helgina og þá sem stóðu að þeim „gjörningi“ að nema stytt- una á brott. Vonaðist hann til að fá botn í málið og að því verði lokið með farsælum hætti þannig að bronsstyttan komist á stall sinn við Laugarbrekku sem fyrst. „Það er aðalatriði í mínum huga að stytt- an sé komin í leitirnar. Það verð- ur farið yfir málið,“ segir Kristinn og bætir við að hlutaðeigandi hafi skilið nokkuð skýr skilaboð eftir við styttuna. Bronsstyttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinns- syni. Upphaflega var styttan gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypu var svo komið fyrir við Laugarbrekku árið 2000, en auk þess í New York, Glaumbæ í Skagafirði og í Páfagarði. mm Styttulaus stallur síðastliðinn fimmtudag. Ljósm. af. Fundaferð Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar um landið Árni Múli Jónasson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir í upphafi eins fundar- ins. Ljósm. ÖBÍ. Vel gengur með byggingu þjóð­ garðsmiðstöðvar á Hellissandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.