Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 23 Á miðvikudaginn í síðustu viku var haldið Páskasundmót á vegum Ungmennafélaganna Víkings og Reynis í sundlauginni í Ólafsvík. Þrettán ungir og upprennandi sundkappar sem æft hafa sund í vetur tóku þátt og stóðu sig eins og hetjur. Eva Hannesdóttir hefur þjálfað sund í vetur en hún hefur sjálf æft og keppt í sundi og hefur Stefanía Klara Jóhannsdóttir aðstoðað hana. Í lok mótsins fengu allir þátttakendur svo páskaegg og þátttökupening. Heppnaðist mótið mjög vel og fóru allir kátir heim. Vildu aðstandendur mótsins fá að koma á framfæri kæru þakklæti til KG fiskverkunar fyrir að gefa þeim þátttökupeningana og Bárðar SH fyrir páskaeggin. þa Kári tók á móti liði Árborgar í 1. umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Kári gerði út um leikinn í fyrri hálfleik með þrem- ur mörkum á átta mínútna kafla. Fyrst var það Fylkir Jóhannsson sem skoraði á 35. mínútu og síðan bættu þeir Ingimar Elí Hlynsson og Nikulás Ísar Bjarkason við einu marki hvor fyrir hálfleik. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og lokastaðan því 3-0 fyrir Kára. Víkingur Ólafsvík heimsótti sameiginlegt lið Berserkja og Mídasar á Víkingsvöllinn á laugar- daginn og vann öruggan sigur, 0-6. Brynjar Vilhjálmsson kom Víkingi yfir eftir korters leik og Ísak Máni Guðjónsson skoraði síðan annað mark Víkings á lokamínútu fyrri hálfleiks. Ísak Máni var aftur á ferðinni á 50. mínútu áður en Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði tvö mörk á þremur mínútum fyrir Víking. Ísak Máni gulltryggði síðan sigurinn og þrennuna skömmu síðar, lokatölur 0-6. Það er því ljóst að Kári og Víkingur Ó mætast í Vesturlands- slag í 2. umferð í Mjólkurbikarn- um laugardaginn 23. apríl í Akra- neshöllinni um sæti í 32 liða úrslit- um Mjólkurbikarsins. Liðin voru saman í riðli í Lengjubikarnum og þar hafði Víkingur sigur, 3-4 en leikurinn fór fram um miðjan febr- úar. Á sunnudaginn áttu að mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins lið Reynis Hellissands og Skallagríms úr Borgarnesi í Vesturlandsslag á Ólafsvíkurvelli en leiknum var frestað vegna vallaraðstæðna þar sem of mikill snjór var á vellin- um. Nýr leiktími er ekki ákveðinn en leikurinn verður líklegast á miðvikudag klukkan 20 í Ólafsvík. vaks Upplestrarkeppni 7. bekkinga í Reykhóla- og Strandaskólunum fór fram miðvikudaginn 30. mars síðastliðinn á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps í Reykhólaskóla. Fram kemur á vefsíðu hreppsins að keppnin sé haldin til skiptis á Reyk- hólum, Hólmavík og Drangsnesi. Í ár voru alls átta keppendur, sjö frá Reykhólum og einn frá Hólmavík. Þrír nemendur úr Reykhóla- skóla urðu í þremur efstu sætun- um. Í fyrsta sæti var Ásborg Styrm- isdóttir, í öðru sæti var Vigdís Lilja Hjaltadóttir og í því þriðja var Alexander Óðinn Arnarsson. vaks Meistaramót Íslands í badminton fór fram fimmtudaginn 7. apríl til laugardagsins 9. apríl í húsum TBR við Gnoðarvog en Badmintonsam- band Íslands hélt mótið í samstarfi við TBR. 145 keppendur voru skráðir til leiks frá átta félögum og voru átta keppendur frá Badmint- onfélagi ÍA sem tóku þátt í mótinu. Keppt var í úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Drífa Harðardóttir frá ÍA varð Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni frá TBR í úrvalsdeild en þau sigruðu Eið Ísak Broddason og Margréti Nils- dóttur í úrslitum 21-8 og 21-10. Egill Guðlaugsson og Ármann Steinar Gunnarsson frá ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í 2. deild eftir sigur á þeim Jóni Sverri Árnasyni og Stefáni Einari Guðlaugssyni í úrslitum 21-10 og 21-9. Þá fagnaði Egill einnig sigri í tvenndarleik ásamt Karítas Evu Jónsdóttur frá ÍA í 2. deild en þau báru sigur úr býtum gegn þeim Jóni Sverri Árnasyni og Hrafn- hildi Eddu Ingvarsdóttur í úrslitum 21-12 og 21-13. vaks ÍA lék tvo leiki í liðinni viku í riðli 2 í C deild kvenna í knattspyrnu í Lengjubikarnum og var sá fyrri á móti liði KH síðasta þriðjudags- kvöld og fór leikurinn fram í Akra- neshöllinni. Um úrslitaleik var að ræða um sigur í riðlinum og öruggt sæti í úrslitum C deildar. Það var ljóst snemma hver tæki það sæti því Erla Karitas Jóhannesdóttir kom Skagastúlkum yfir strax á 12. mínútu og Unnur Ýr Haraldsdóttir bætti við tveimur mörkum á 28. og 36. mínútu. Bryndís Rún Þórólfs- dóttir skoraði síðan fjórða mark ÍA á lokamínútu fyrri hálfleiks og stað- an 4-0 fyrir ÍA. Stórskotahríðin hélt áfram í seinni hálfleik þegar Bryndís Rún skoraði sitt annað mark á 49. mínútu og Erla Karitas einnig eftir rétt rúman klukkutíma leik. Unnur Ýr náði þrennunni á 63. mínútu og Erla Karitas einnig sinni þrennu á 66. mínútu. Það voru síðan þær Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, Ylfa Laxdal Unnarsdóttir og Sunna Rún Sigurðardóttir sem innsigluðu stór- sigur ÍA, lokatölur 11-0 fyrir ÍA. ÍA lék síðan á laugardaginn síðasta leik sinn í riðli 2 í C deild kvenna þegar þær unnu öruggan sigur á liði Einherja í Bogan- um á Akureyri. Eftir aðeins fimm mínútna leik var ÍA komið í 0-2 með mörkum frá Erlu Karitas Jóhann- esdóttur og Lilju Björgu Ólafs- dóttur. Á lokamínútu fyrri hálf- leiks var Karitas Anja Magnadótt- ir leikmaður Einherja rekin út af og því ljóst að róðurinn yrði þung- ur fyrir heimastúlkur sem varð svo raunin. Erna Björt Elíasdóttir kom gestunum í þriggja marka forystu á 66. mínútu, Ylfa Laxdal Unnars- dóttir bætti við marki níu mínútum síðar og það var síðan Erna Björt sem skoraði sitt annað mark fimm mínútum fyrir lokaflautið, úrslitin 0-5 fyrir ÍA. ÍA mætir að öllum líkindum liði Sindra í undanúrslitum C deild- ar og er leikurinn áætlaður mánu- daginn 18. apríl, á annan í páskum, í Akraneshöllinni klukkan 14. vaks Kvennalið ÍA var í æfingaferð á Spáni á dögunum. Ljósm. kfía ÍA með stórsigra í Lengjubikarnum Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Árborg. Ljósm. af facebook síðu Kára Kári og Víkingur Ó áfram í Mjólkurbikarnum og mætast í næstu umferð Ásborg Styrmisdóttir sigraði upplestr- arkeppnina. Ljósm. af vef Reykhólahrepps. Upplestrarkeppni í 7. bekk á Reykhólum Héldu Páskasundmót í Ólafsvík Ármann Steinar, Drífa, Egill og Karítas Eva ánægð með árangurinn. Ljósm. af facebook síðu BFA ÍA með fjóra Íslandsmeistara í badminton

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.