Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Vinstri græn í Borgarbyggð leggja áherslu á sterkari byggð í öllu sveitarfélaginu. Samhliða uppbyggingu í dreifbýlinu er lykilatriði að styrkja höfuðstaðinn okkar, Borgarnes. Borgarnes er nú þegar miðstöð þjónustu og verslun- ar fyrir stór svæði á Vesturlandi og víðar, en framundan eru stór verk- efni sem miða að því að gera bæinn að aðlaðandi búsetukosti. Blómleg byggð handan Borgarvogs Nú þegar eru uppi áform um stóra íbúabyggð handan Borgar- vogs. Vinstri græn telja þann kost skynsamlegan til uppbyggingar þó mikilvægt sé að hún fari fram í sátt við umhverfið og að haldið verði í náttúrulegt landslag eftir fremsta megni. Mikilvægt er að vanda til verka við skipulagningu svæðis- ins, ljúka verkinu í áföngum og sjá til þess að innviðir verði reistir meðfram byggingu íbúðarhúsnæð- is. Innan byggðarinnar verði einnig atvinnu- og þjónustusvæði til að stuðla að vistvænni ferðamáta í anda hugmyndarinnar um 15 mínútna hverfið. Að því sögðu verður þetta nýja hverfi í fallegu umhverfi, umlukið náttúru með óteljandi útivistarmöguleika. Byggðin verður því að taka mið af því að henta bæði fjölskyldufólki og einstaklingum með húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá viljum við að áfram verði haldið með uppbyggingu göngu- og hjóla- stíga víðsvegar um sveitarfélagið, og því er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þeim samgöngukosti við hönnun hins nýja hverfis handan Borgarvogs. Nýtum tækifærin í Brákarey Við viljum nýta tækifærin í Brákar- ey, enda er þar um að ræða mikla náttúruperlu og uppbygging þar gæti átt þátt í því að gera gamla bæinn mun skemmtilegri og að hentugri stað fyrir ferðaþjónustu. Nú þegar hefur verið ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um hvernig best sé að nýta svæðið en í umræðunni hefur verið tíðrætt að þar geti verið blönduð byggð með léttum iðnaði, verslunum og ferða- þjónustu. Hvernig útfærslan verð- ur nákvæmlega, hvort íbúabyggð komi til greina eða hvort farið verði í annars konar uppbyggingu veltur á hugmyndasamkeppninni og samráði við íbúa, en í öllu falli er um að ræða gríðarlega spennandi tæki- færi til uppbyggingar í Borgarnesi. Mikilvægt er að íbúar hafi aðkomu að ákvörðun um framtíð svæðisins og auk þess verður að nýta þekk- ingu heimamanna á eyjunni. Ef rétt er staðið að málum getur eyjan orðið eitt helsta aðdráttarafl Borg- arbyggðar. Aukum umferðaröryggi og búum til alvöru miðbæ Miðað við alla þessa uppbyggingu sem er í kortunum teljum við í Vinstri grænum mikilvægt að þjóð- vegurinn verði færður á fyllingu út fyrir Borgarnes, en þó með aðrein sem mun tryggja að ferða- langar sem eiga leið hjá geti með auðveldum hætti stoppað og sótt þjónustu og verslun. Verði búið svo um hnútana að aðgengi af þjóð- veginum inn í bæinn sé greitt ætti breytingin ekki að hafa áhrif á þann fjölda sem stoppar og birgir sig upp til ferðalaga í verslunum í bænum. Með færslu þjóðvegarins gefst einnig tækifæri til uppbyggingar miðbæjar í Borgarnesi sem bæði eykur lífsgæði heimamanna og er aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Fari þjóðvegurinn út fyrir bæinn gefst einnig tækifæri á aukinni þéttingu byggðar innan Borgarness. Þá mun umferðaröryggi aukast innanbæjar, sem er lykilatriði í því að byggja betra og mannvænna samfélag. Eflum Borgarbyggð á alla kanta Til þess að búa til öflugri Borgar- byggð þarf öflugra Borgarnes, sem getur betur þjónað dreifbýlinu og staðið undir nafni sem þjónustu- miðstöð Borgarbyggðar og Vest- urlands alls. Samhliða þessu vilj- um við styrkja dreifbýlið í kringum Borgarnes með því að efla innviði, fjölga tækifærum og byggja upp. Við bjóðum upp á skýra sýn fyrir Borgarbyggð alla, fólkið, náttúruna og samfélagið. Thelma Harðardóttir. Höf. er oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð Landrými á Akranesi er takmörkuð auðlind og gæta þarf margskonar hagsmuna þegar kemur að nýtingu þess. Skipulagsmál snúast ekki aðeins um úthlutun lands, heldur um uppbyggingu samfélagsins og eru þannig gríðarlega mikilvæg. Sú staðreynd að kjörtímabil telur fjögur ár og margir bæjarfulltrúar stoppa stutt við má ekki lita ákvarð- anir sem teknar eru. Skipulagsmál eru langhlaup, ákvörðun dagsins í dag raungerist ekki endilega fyrr en að kjörtímabili loknu. Ákvarð- anir um skipulag verða að vera hafnar yfir skammtímasjónarmið og til þess fallnar að þjóna hags- munum heildarinnar, enda kunna þær að hafa áhrif næstu kynslóðir. Skipulagsyfirvöld á hverjum tíma geta haft mikil áhrif á samsetningu íbúa með sínum ákvörðunum og aðgerðum og þar með uppbyggingu samfélagsins. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hef ég verið formað- ur skipulags- og umhverfisráðs en þessi tími hefur verið mér mjög lærdómsríkur. Mig langar hér að fara mjög stuttlega yfir hluta af þeim skipulagssvæðum sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli uppbyggingu, á kjörtímabil- inu sem nú er að ljúka hefur verið úthlutað lóðum undir u.þ.b. 600 íbúðir, einbýli, fjölbýli, rað- og parhús. Fyrirséð er að á næstu árum mun sú bæjarmynd sem við þekkjum í dag gjörbreytast, mörk íbúabyggðar munu færast út og á svæðum sem áður hýstu athafna- og iðnaðarsvæði mun byggjast upp blómleg byggð. Nýtt land verður tekið undir byggð líkt og í Skógarhverfi þar sem næstu áfangar eru nú að fara í útboðs- og úthlutunarferli. Á sama tíma er unnið að metnaðarfullri þéttingu líkt og á Sements- og Dalbrautar- reit. Sú stefna sem unnið hefur verið eftir undanfarið birtist áfram í nýju aðalskipulagi Akraneskaup- staðar sem unnið er að. Sementsreiturinn er einstakt svæði. Þar munu á næstu árum byggjast upp minnst 400 íbúðir ásamt verslunar- og þjónusturými. Framkvæmdir eru að hefjast við fyrsta áfanga, en í mars var geng- ið frá úthlutun lóða undir allt að 115 íbúðir og er vinna við úthlutun á næsta áfanga þegar hafin. Það er einstakt að bæjarfélag fái tækifæri líkt og þetta þ.e. tæplega 8 hektara af landi í miðjum bæ. Þetta tækifæri er mikilvægt að nýta af skynsemi. Fyrir nokkrum árum var farið í miklar framkvæmdir við Akra- torg sem að mínu mati heppnuð- ust mjög vel. Við þurfum að halda áfram þeirri vegferð og á sama tíma skapa tækifæri fyrir íbúa og atvinnurekendur svo miðbærinn megi blóstra og eflast. Mikilvægt er að ná tengingu á milli miðbæjar- ins og Sementsreitsins með góðum göngu- og hjóla leiðum. Með því mætti skapa einstaka upplifun fyrir íbúa og þá sem sækja Skag- ann heim, upplifun af því að fara á milli þessara skemmtilegu svæða þ.e. hafnarinnar, Sementsreitsins og miðbæjarins og sækja þar fjöl- breytta þjónustu og njóta þess sem umhverfið hefur uppá að bjóða. Ekki má í þessu sambandi gleyma Breiðinni, en nú er í gangi hugmyndasamkeppni um fram- tíðarskipulag svæðisins og munu niðurstöður liggja fyrir síðar í sumar. Markmiðið er að fanga þá ótal möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða í sátt við einstaka náttúru. Íbúabyggð, ferðaþjón- ustutengd starfsemi eins og hótel og afþreying og ekki síst atvinnu- starfsemi tengd hátækni, nýsköpun og vísindum, möguleikarnir þar eru miklir. Dalbrautarreiturinn er eitt af þeim svæðum sem flestir íbúar tengja við atvinnustarfsemi. Starf- semi ÞÞÞ sem flutti þaðan fyrir nokkrum árum og byggði upp myndalega starfsstöð á Smiðju- völlum, starfsstöð OR mun víkja af svæðinu á næstu vikum, en fyrirtæk- ið var það fyrsta til þess að byggja upp í flóahverfinu. N1 mun svo á næstu tveimur árum flytja alla starf- semi sína og byggja upp við Haust- húsatorg. Með þessum breytingum verður til heildstætt skipulag í takt við það sem nú þegar hefur risið á reitnum. Þá eru miklar breytingar í gangi við Ægisbraut, sem færist svo úr því að vera hreint iðnað- arsvæði og yfir í blandaða byggð, þ.e. íbúðabyggð sem útilokar ekki atvinnustarfsemi og gefur tækifæri á umbreytingu svæðisins. Í Flóa- hverfinu mun svo á næstu árum rísa iðnaðarhverfi. Grænt hverfi þar sem áherslan er á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. Þetta er mikil- vægt skref enda er öflugt atvinnulíf forsenda fjölbreyttrar íbúðabyggð- ar og mannlífs. Á þessari stuttu, en alls ekki tæmandi yfirferð, er ljóst að Akra- nes hefur alla burði til þess að vaxa og dafna áfram á næstu árum. Að mörgu er að huga og mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa sem hafa ólíkar þarfir og langanir. Skipulag- ið þarf að vera með þeim hætti að okkur líði vel í umhverfinu, þægi- legt sé að komast á milli staða með mismunandi ferðamáta og um leið að við fáum að njóta ómetanlegrar náttúru sem er hér allt í kring um okkur. Það er bjart framundan á Skag- anum. Ragnar Sæmundsson Höf. er formaður skipulags- og umhverfisráðs og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar og frjálsra á Akranesi Hvað er það sem við leitum að þegar við veljum okkur stað til að búa á og ala upp börnin okkar? Fyrir rúmlega 17 árum síðan spurðum ég og maður minn okkk- ur að þessari sömu spurningu. Þá áttum við heima í Reykjavík í íbúð í Breiðholti sem hentaði okkur og okkar fjölskyldu illa og ákveðið var að leita að hentugra húsnæði. Við stóðum frammi fyrir því vali að kaupa íbúð í Reykjavík eða hugs- anlega leita út fyrir borgarsteinana að stærra húsnæði. Eftir nokkra umhugsan ákváðum við að Akranes væri bærinn sem við vildum búa í. Hér þekktum við engan, áttum engar rætur og höfðum sjaldan heimsótt bæinn. Hvað var það því sem laðaði okkur að bænum? Jú, það var einstaklega hagstætt fast- eignaverð sem gerði gæfumuninn. Hér gátum við keypt okkur stórt einbýlishús fyrir sama verð og litla íbúð í Reykjavík. Hér höfum við átt heima í að verða 17 ár og hér viljum við vera um ókomna tíð. Hér höfum við alið upp fimm börn og tekið virkan þátt í skóla- og frístundastarfi þeirra. Hér höfum við átt okkur bestu stundir en jafnframt þær verstu. Við fjölskyldan urðum fyrir því áfalli fyrir að verða þremur árum síðan að dóttir okkar veiktist alvar- lega. Það sem við tók er vart hægt að lýsa og enginn getur skilið nema þeir sem hafa gengið í gegnum sambærilega reynslu. Eftir að hafa búið hér í þá fjórtán ár, þá vissum við að við ættum góða að í samfé- laginu hér en það sem okkur óraði þó ekki fyrir var hversu samfélag- ið allt, stóð þétt við bakið á okkur. Þegar erfiðleikar steðja að, þá standa Skagamenn saman, í gegn- um súrt og sætt. Við fengum að njóta þess styrks og þess samhugar og fyrir það erum við endalaust þakklát. Það sem við höfum séð eftir að hafa gengið í gegnum þessa erfið- leika, er hversu gott fólk býr á Akranesi. Hér ríkir náungakærleik- ur og samkennd með öðru fólki, ofar öllu. Við stöndum saman og hjálpumst að við að gera góðan bæ enn betri. Með þetta í huga, þá langar mig til að hjálpa til við að gera samfé- lag mitt enn betra og leggja mitt lóð á vogarskálina til þess. Ég býð fram krafta mína í komandi sveitar- stjórnarkosningum og er tilbúin til að leggja mig alla fram við að gera Akranes að enn betra samfélagi til að búa í og ég vonast eftir að fá brautargengi til þess. Liv Åse Skarstad Höfundur er núverandi varabæj- arfulltrúi Framsóknar og frjálsra og skipar annað sæti fyrir nk. sveitar- stjórnarkosningar. Borgarnes ­ höfuðstaður Borgar­ byggðar og Vesturlands Skipulagsmál skipta máli Hvað einkennir gott samfélag?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.