Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 20226 Kosið verður óhlutbundnum kosningum HVALFJ.SV: Enginn fram- boðslisti barst kjörstjórn Hvalfjarðarsveitar fyrir lokafrest á hádegi síðastliðinn föstudag. Guðmundur Ólafs- son formaður kjörstjórnar staðfesti þetta í samtali við Skessuhorn. Því verður kosið persónukjöri 14. maí í vor. Fyrir fjórum árum voru þrír listar í boði en þeir höfðu allir kynnt það áður að þeir verði lagðir niður. Fimm af núver- andi sveitarstjórnarmönnum biðjast undan kjöri í persónu- kosningum, aðrir kjörgengir verða í kjöri, eða um 500 manns. Þeir sem biðjast undan endurkjöri sitja allir í núver- andi sveitarstjórn. Það eru: Björgvin Helgason, Daníel Ottesen, Guðjón Jónasson, Brynja Þorbjörnsdóttir og Ragna Ívarsdóttir. - mm Persónukjör verður í Dölum DALABYGGÐ: Enginn framboðslisti var lagður fram til kjörstjórnar Dalabyggðar þegar framboðsfrestur rann út á hádegi á föstudag. Einn listi, Framsóknir og frjálsir, hafði verið kynntur til leiks fyrr í vikunni, en hann var ekki lagð- ur fram þegar á reyndi í ljósi þess að aðrir listar voru ekki væntanlegir. Valdís Einars- dóttir, sem sæti á í kjörstjórn, staðfestir því að kosið verður óhlutbundnum kosningum í Dalabyggð 14. maí í vor. -mm Ný brunavarna­ áætlun undirrituð SNÆFELLSBÆR: Föstu- daginn 1. apríl var ný bruna- varnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Snæfellsbæjar samþykkt og undirrituð af forstjóra Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar. Á vef Snæfells- bæjar kemur fram að á síðustu mánuðum hafi HMS unnið markvisst að því að styðja slökkviliðin í landinu við gerð brunavarnaáætlana og er nú tæpur helmingur slökkviliða í landinu með gilda áætlun, eða 15 af 32 slökkviliðum landsins. Markmið brunavarnaáætlun- ar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin samkvæmt lögum. Bruna- varnaáætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliða fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörnum í hverju sveitar- félagi. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu. -vaks Símasamband áfram í Hítardal MÝRAR: Síðastliðinn mánu- dag stóð til að símafyrirtækið Vodafone aftengdi bæinn Hítar- dal í Hraunhreppi í Mýrasýslu frá fastlínu símakerfisins. Við þá aðgerð hefði símasamband við bæinn rofnað nær alfarið því GSM samband næst ekki á svæðinu, internetsamband getur dottið út og ljósleiðari er ekki kominn á bæinn. Finn- bogi Leifsson bóndi í Hítardal upplýsti byggðaráð Borgar- byggðar um þetta fyrir stuttu og óskaði eftir að sveitarfélagið setti sig í samband við Vodafo- ne vegna málsins. Var það gert og í fundargerð byggðarráðs frá því sl. fimmtudag kemur fram að fengist hafi í gegn að fá því frestað að taka heimasíma- tenginguna úr sambandi. Hlýt- ur tryggt símasamband að vera gríðarlegt öryggismál á þess- um slóðum, en skemmst er að minnast stórrar skriðu sem féll þar sumarið 2018. Til stendur að leggja ljósleiðara að Hítardal og er talið brýnt að gott síma- samband haldist með öðrum hætti fram að því. -gj Tveir fánar blöktu eftir sólsetur AKRANES: Tilkynnt var um tvo fána um helgina sem blöktu við hún eftir sólsetur sem er brot á fánalögunum. Annar var við sundlaugina á Jaðarsbökk- um og var starfsmaður kallaður út til að taka fánann niður. Hinn blakti við bensínstöð við Esju- braut og var hann tekinn niður af lögreglu. Sá fáni er geymdur á lögreglustöðinni og bíður þess að verða sóttur. -vaks Nú liggur fyrir að ný kosningalög, sem meðal annars kveða á um hæfi kjörstjórnarmanna, munu setja kosningaundirbúning í mörgum sveitarfélögum í uppnám. Nýju lögin tóku gildi um áramótin og mun í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí í fyrsta skipti reyna á þau. Sérstakar breytingar voru gerðar á reglum um hæfi kjörstjórnar- manna. Áður gat fólk ekki tekið sæti í kjörstjórn ef foreldrar, börn, systkini eða maki voru í framboði. Nú á það einnig við um afa, ömmur, systkini foreldra og maka þeirra. Einnig tengdabörn, barnabörn og nánast öll önnur fjölskyldutengsl. Nokkurn veginn er samdóma álit allra kjörstjórnarmanna sem Skessuhorn hefur rætt við að þess- ar nýju reglur eru til trafala. Svo tekið sé dæmi á Akranesi, þá hefur öll yfirkjörstjórnin þurft að víkja og sumir varamenn sömuleiðis reynst vanhæfir. Sveitarfélög reyna að mætti að bregðast við. Þannig auglýsti Borgarbyggð í gær eftir fólki í kjörstjórn, en þar vantar fólk í allar kjördeildir. Loks hefur vakið athygli að svo virðist sem að þar sem kosið verð- ur óbundnum kosningum, það er að segja þar sem persónukjör fer fram, að ekki er tekið fram að full- trúar í kjörstjórn séu undanþegn- ir hæfisskilyrðum umfram þau sveitarfélög þar sem kosið verð- ur listakosningum. Lögin gera vissulega ráð fyrir að þar séu allir í kjöri og þar með einnig fulltrú- ar í kjörstjórn, sem þá er ræki- lega vanhæf. Þar af leiðandi verð- ur að teljast óvíst hvort kjörstjórnir t.d. í Hvalfjarðarsveit, Skorradals- hreppi, Eyja- og Miklaholtshreppi og Dalabyggð séu hæfar. Vafalítið mun Alþingi verða að bregðast við þessari stöðu. mm Veiðifélög Norðurár og Gljúfurár í Borgarfirði héldu nýverið félags- fundi. Á báðum þessum fundum var samþykkt samhljóða áskorun sem snýr að sjókvíaeldi á laxi við landið. Þar segir að: „…skorað er á stjórnvöld, stjórnmálamenn, stofn- anir og félög sem um málið ættu að fjalla, svo sem MAST og Borgar- byggð og marga fleiri, að beita sér fyrir því að stöðva eða að minnsta kosti draga úr þeim náttúruspjöll- um, dýraníði, umhverfisspjöllum og sóðaskap sem nú á sér stað í miklum mæli við eldi á frjóum laxi í sjókvíum. Krafan er að vegna dýra- verndunar, náttúru og umhverfis- sjónarmiða verði sjókvíaeldi flutt upp á land og verði í lokuðum hringrásarkerfum.“ Að sögn forsvarsmanna félag- anna verður ályktunum þessum komið á framfæri við þar til bær stjórnvöld; alþingismenn og fleiri sem hafa með lagasetningu og regluverk í landinu að gera. mm Atkvæði greitt á Akranesi í kosningum til Alþingis 2013. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Ný kosningalög meingölluð Veiðifélög álykta um sjókvíaeldi á laxi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.