Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 21 Búðardalur – þriðjudagur 12. apríl kl. 20:00. Arnar Bergþórsson hjá Arnarlæk ehf. fer yfir skýrslu sem Arnar- lækur vann fyrir SSV um frumút- tekt valkosta fyrir smávirkjanir á Vesturlandi ásamt því að fara yfir tækifæri í smávirkjunarvalkostum í Dalabyggð. Staður: Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar, stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11. Búðardalur – þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:00. Þorvaldur Friðriksson, fornleifa- fræðingur og fyrrverandi frétta- maður segir frá rannsóknum sínum á keltneskum arfi okkar Íslendinga. Staður: Vínlandssetur, Leifsbúð, Búðarbraut. Búðardalur - miðvikudaginn 20. apríl kl. 17:00. Örnámskeið í skrifum. Jóhanna María Sigmundsdóttir fer yfir gagnlega punkta varðandi ræðu- , greina- og bréfaskrif. Þátttak- endur geta einnig komið með drög að efni og fengið leiðsögn. Námskeiðið er þátttakend- um að kostnaðarlausu og allir velkomnir. Staður: Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar, stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11. Óska eftir íbúð Ég óska eftir 1-2ja herbergja íbúð til leigu frá 1. maí, er reglusöm og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 773-8036 Óskum eftir húsnæði Fjölskylda óskar eftir húsnæði til leigu í sveit. Við erum par með 2 börn og óskum eftir húsnæði í sveit á svæði 301, 310, 311. Gætum skoð- að 342 og 356. Vinsamlegast hafið samband í tölvupósti á netfangið r1114@protonmail.com Harmonika til sölu Harmonika til sölu, 80 bassar Parrot, mikið spiluð, ódýr. Uppl. í síma 864-5671. Bogi Sig. Á döfinni TIL SÖLU Nýfæddir Vestlendingar Smáauglýsingar LEIGUMARKAÐUR 25. mars. Stúlka. Þyngd: 3.636 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Gréta Sigurðardóttir og Sigurbjörn Hansson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 4. apríl. Drengur. Þyngd: 3.474 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Jónína Íris Valgeirsdóttir og Karl Lárus Gunnarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jenný Inga Eiðsdóttir. 5. apríl. Drengur. Þyngd: 4.050 gr. Lengd: 53 cm. Stefanía Sól Svein- björnsdóttir og Sigurbjörn Hauks- son, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 6. apríl. Drengur. Þyngd: 3.826 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Jóhanna Rut Czzowitz og Jóhannes Val - geir Ingason, Reykjavík. Ljósmóðir: Sigríður Berglind Birgisdóttir. 6. apríl. Stúlka. Þyngd: 3.156 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Ingi- björg E. Sigurðardóttir og Ing - var Sæmundsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 8. apríl. Drengur. Þyngd: 3.954 cm. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Hlín Guðný Valgarðsdóttir og Ágúst Heimisson, Akranesi. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. 8. apríl. Stúlka. Þyngd: 3.630 gr. Lengd: 51,5 cm. Foreldrar: Sonja Líndal Þórisdóttir og Friðrik Már Sigurðsson, Hvammstanga. Ljós- móðir: Hafdís Rúnarsdóttir. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Alls voru 228.546 einstaklingar hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. apríl samkvæmt skráningu Þjóð- skrár. Hefur skráðum í Þjóðkirkj- una fækkað um 720 einstaklinga síðan 1. desember 2021. Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.709 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 28 safnaðarmeðlimi á ofangreindu tímabili eða um 0,2%. Frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið langmest í Siðmennt eða um 160 meðlimir, sem er 3,5% fjölg- un. Mest hlutfallsleg fjölgun var í Hjálpræðishernum trúfélagi eða um 15,2% og eru nú 182 meðlimir skráðir í félaginu. 29.383 einstak- lingar voru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 7,8% lands- manna og eru 62.452 einstaklingar með ótilgreinda trúar- eða lífs- skoðunarskráningu í þjóðskrá. Um síðustu mánaðamót voru 53 trú- og lífsskoðunarfélög skráð í landinu og voru 22 þeirra með innan við 100 skráða félagsmenn. mm Hlutfallslega mest fjölgun í Hjálpræðishernum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.