Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20222
Apótekarinn
lokar
AKRANES: Apótekarinn
sem hefur verið með úti-
bú á Dalbraut 1 á Akranesi
síðustu ár lokaði verslun-
inni föstudaginn 22. apríl
síðastliðinn. Á hurð versl-
unarinnar er miði sem
á stendur að afgreiðsla
ósóttra lyfja og lyfseðla
færist í Apótekarann í Mos-
fellsbæ. -vaks
Leggja niður
bankasýsluna
LANDIÐ: Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að leggja það
til við Alþingi að Banka-
sýsla ríkisins verði lögð
niður og innleitt verði nýtt
fyrirkomulag til að halda
utan um eignarhluta ríkis-
ins í fjármálafyrirtækjum.
„Þar verður lögð áhersla á
ríkari aðkomu Alþingis og
að styrkari stoðum verði
skotið undir að tryggja
gagnsæi, jafnræði, lýð-
ræðislega aðkomu þings-
ins og upplýsingagjöf til
almennings. Frumvarp
þessa efnis verður lagt fyrir
Alþingi svo fljótt sem auðið
er,“ segir í tilkynningu á vef
Stjórnarráðsins. Þá kemur
fram að ekki verði ráðist í
frekari sölu á hlutum ríkis-
ins í Íslandsbanka að sinni.
„Þegar ný löggjöf ligg-
ur fyrir mun ákvörðun um
mögulega sölu á hlut rík-
isins í Íslandsbanka verða
tekin fyrir á Alþingi. Ríkis-
stjórnin leggur hér eft-
ir sem hingað til áherslu á
óbreytt eignarhald ríkis-
ins á hlut sínum í Lands-
bankanum,“ segir í tilkynn-
ingunni. -mm
Nú er sumarið komið og veðr
ið síðustu daga verið þannig að
þetta lofar bara góðu. Börnin eru
fljót að átta sig á þessu og vilja
helst vera úti sem lengst og leika
sér út um allan bæ. Því er um að
gera fyrir ökumenn að aka var
lega innan bæjar hvar sem þeir
eru því börnin eiga það til að
gleyma sér í amstri dagsins. Þá
geta gangbrautir verið lítt sjáan
legar eftir veturinn og hvetj
um við alla ökumenn að aka eft
ir aðstæðum og vera alls ekki að
flýta sér þessa dagana eins og
flesta aðra.
Á fimmtudag er útlit fyrir vest
læga átt, 38 m/s en heldur
hvassara norðvestan til. Skýjað
með köflum en léttir víða til síð
degis. Hiti 6 til 13 stig að deg
inum. Á föstudag má búast við
vestlægri átt 310 og lítilshátt
ar rigningu norðan og vestan
til en bjartviðri austanlands. Hiti
breytist lítið. Á laugardag má
vænta suðvestanáttar, dálítillar
vætu á vestanverðu landinu en
annars úrkomulítið og að mestu
bjart. Hiti 5 til 11 stig. Á sunnu
dag er gert ráð fyrir norðlægri
átt, það verður skýjað og lítils
háttar snjókoma og frost 0 til 5
stig fyrir norðan, en bjartviðri og
hiti að 10 stigum syðst.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Hvert er þitt upp
áhalds sumarblóm?“ Fjórðung
ur sagði „Bláklukka,“ 17% sögðu
„Sóley,“ 14% sögðu „Blóðberg,“
12% völdu „Annað,“ 12% sögðu
„Holtasóley,“ 9% sögðu „Fíf
ill,“ 8% sögðu „Lambagras“ og
aðeins 3% sögðu „Ljónslappi.“
Í næstu viku er spurt:
Hversu mikinn áhuga hefur þú
á sveitarstjórnarmálum?
Grundaskóli á Akranesi frum
sýndi söngleikinn Hunangsflug
ur og Villiketti á sumardaginn
fyrsta. Nemendur í 10. bekk úr
árgangi 2006 sem útskrifast í
vor úr Grundaskóla hafa undan
farnar vikur æft af miklum móð
en sýningin er kveðjuverkefni
þeirra við skólann. Allir sem tóku
þátt í þessari skemmtilegu sýn
ingu eru Vestlendingar vikunnar
að þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Um 1.000 fjölæringar
Sumarblóm,
tré og runnar
Garðplöntur
í úrvali Gróðrarstöðin
Gleym-mér-ei
Sólbakki 16,
310 Borgarnesi
gleym-mer-ei@simnet.is
Sími: 894 1809
Opnunartími er frá 10.00 -18
alla daga lokað 17 júni og
frídag verslunarmanna
Gróðrarstöðin Gleym-mér-ei
Aðeins tveir bátar róa á grásleppu
frá Snæfellbæ, eins og staðan er
núna. Að sögn Árna Einarsson-
ar skipstjóra og útgerðarmanns á
Hjördísi HU er góður gangur í
veiðunum þessa dagana. „Við erum
með 100 net í sjó en drögum 50 net
á dag og erum að fá 2-3 tonn í þessi
50 net sem við drögum.“ Árni seg-
ist landa grásleppunni á Fiskmark-
að Snæfellsbæjar og fær þetta 150
til 200 krónur fyrir kílóið af óskor-
inni grásleppu. Þá segir hann að
það sé sumarlegt að veiða grásleppu
og stemning kring um grásleppu-
veiðar, en Árni hyggst fara á strand-
veiðar þegar líður á sumarið.
Hinn grásleppubáturinn sem rær
frá Ólafsvík er Rán SH og hefur sá
bátur mokfiskað. Mestur var aflinn
um tíu tonn í einni vitjun.
af
Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn
árið 2021 var 23.677 tonn og jókst
um tæplega þriðjung frá árinu 2020
þegar ársaflinn var 18.482 tonn. Í
janúar til mars á þessu ári var land-
að rétt tæpum níu þúsund tonnum
í Grundarfjarðarhöfn og jókst land-
aður afli um ríflega 60% frá sama
tímabili árið 2021, þegar landað var
um 5.500 tonnum.
Sumarið 2022 hafa verið bókað-
ar 43 komur skemmtiferðaskipa í
Grundarfjarðarhöfn og eru í þeim
hópi mun fleiri stærri skip en áður
hafa komið. Fram kemur á vef
Grundarfjarðarbæjar að aukning í
löndun afla og auknar komur stærri
skemmtiferðaskipa helgast að veru-
legi leyti af bættri hafnaraðstöðu
með 130 metra lengingu Norður-
garðs og auknu athafnarými á
hafnarsvæðinu.
Síðari hluta maímánaðar mun
Grundarfjarðarhöfn taka upp
breytt vinnufyrirkomulag starfs-
manna sem kemur til vegna veru-
lega aukinna umsvifa á höfninni.
Steinar Þór Alfreðsson var nýlega
ráðinn til starfa vegna þessa á höfn-
inni en hann er lærður húsasmiður.
Steinar Þór er með 30 tonna skip-
stjórnarréttindi, hefur stundað eig-
in trilluútgerð og starfað síðastliðin
tólf ár sem flutningabílstjóri hjá
Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði.
vaks
Steinar Þór, Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri og Eyþór Garðarsson.
Ljósm. grundarfjordur.is
Veruleg aukin umsvif í
Grundarfjarðarhöfn
Magnús Emanúelsson
skipstjóri á Rán SH
með grásleppu sem
hann hefur mokveitt
að undanförnu.
Fáir á grásleppu en veiða vel
Árni Einarsson á Hjördísi HU að landa og heldur hér á tveimur vænum gráslepp-
um.