Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20222 Apótekarinn lokar AKRANES: Apótekarinn sem hefur verið með úti- bú á Dalbraut 1 á Akranesi síðustu ár lokaði verslun- inni föstudaginn 22. apríl síðastliðinn. Á hurð versl- unarinnar er miði sem á stendur að afgreiðsla ósóttra lyfja og lyfseðla færist í Apótekarann í Mos- fellsbæ. -vaks Leggja niður bankasýsluna LANDIÐ: Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Banka- sýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkis- ins í fjármálafyrirtækjum. „Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýð- ræðislega aðkomu þings- ins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þá kemur fram að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkis- ins í Íslandsbanka að sinni. „Þegar ný löggjöf ligg- ur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut rík- isins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi. Ríkis- stjórnin leggur hér eft- ir sem hingað til áherslu á óbreytt eignarhald ríkis- ins á hlut sínum í Lands- bankanum,“ segir í tilkynn- ingunni. -mm Nú er sumarið komið og veðr­ ið síðustu daga verið þannig að þetta lofar bara góðu. Börnin eru fljót að átta sig á þessu og vilja helst vera úti sem lengst og leika sér út um allan bæ. Því er um að gera fyrir ökumenn að aka var­ lega innan bæjar hvar sem þeir eru því börnin eiga það til að gleyma sér í amstri dagsins. Þá geta gangbrautir verið lítt sjáan­ legar eftir veturinn og hvetj­ um við alla ökumenn að aka eft­ ir aðstæðum og vera alls ekki að flýta sér þessa dagana eins og flesta aðra. Á fimmtudag er útlit fyrir vest­ læga átt, 3­8 m/s en heldur hvassara norðvestan til. Skýjað með köflum en léttir víða til síð­ degis. Hiti 6 til 13 stig að deg­ inum. Á föstudag má búast við vestlægri átt 3­10 og lítilshátt­ ar rigningu norðan­ og vestan til en bjartviðri austanlands. Hiti breytist lítið. Á laugardag má vænta suðvestanáttar, dálítillar vætu á vestanverðu landinu en annars úrkomulítið og að mestu bjart. Hiti 5 til 11 stig. Á sunnu­ dag er gert ráð fyrir norðlægri átt, það verður skýjað og lítils­ háttar snjókoma og frost 0 til 5 stig fyrir norðan, en bjartviðri og hiti að 10 stigum syðst. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvert er þitt upp­ áhalds sumarblóm?“ Fjórðung­ ur sagði „Bláklukka,“ 17% sögðu „Sóley,“ 14% sögðu „Blóðberg,“ 12% völdu „Annað,“ 12% sögðu „Holtasóley,“ 9% sögðu „Fíf­ ill,“ 8% sögðu „Lambagras“ og aðeins 3% sögðu „Ljónslappi.“ Í næstu viku er spurt: Hversu mikinn áhuga hefur þú á sveitarstjórnarmálum? Grundaskóli á Akranesi frum­ sýndi söngleikinn Hunangsflug­ ur og Villiketti á sumardaginn fyrsta. Nemendur í 10. bekk úr árgangi 2006 sem útskrifast í vor úr Grundaskóla hafa undan­ farnar vikur æft af miklum móð en sýningin er kveðjuverkefni þeirra við skólann. Allir sem tóku þátt í þessari skemmtilegu sýn­ ingu eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Um 1.000 fjölæringar Sumarblóm, tré og runnar Garðplöntur í úrvali Gróðrarstöðin Gleym-mér-ei Sólbakki 16, 310 Borgarnesi gleym-mer-ei@simnet.is Sími: 894 1809 Opnunartími er frá 10.00 -18 alla daga lokað 17 júni og frídag verslunarmanna Gróðrarstöðin Gleym-mér-ei Aðeins tveir bátar róa á grásleppu frá Snæfellbæ, eins og staðan er núna. Að sögn Árna Einarsson- ar skipstjóra og útgerðarmanns á Hjördísi HU er góður gangur í veiðunum þessa dagana. „Við erum með 100 net í sjó en drögum 50 net á dag og erum að fá 2-3 tonn í þessi 50 net sem við drögum.“ Árni seg- ist landa grásleppunni á Fiskmark- að Snæfellsbæjar og fær þetta 150 til 200 krónur fyrir kílóið af óskor- inni grásleppu. Þá segir hann að það sé sumarlegt að veiða grásleppu og stemning kring um grásleppu- veiðar, en Árni hyggst fara á strand- veiðar þegar líður á sumarið. Hinn grásleppubáturinn sem rær frá Ólafsvík er Rán SH og hefur sá bátur mokfiskað. Mestur var aflinn um tíu tonn í einni vitjun. af Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn árið 2021 var 23.677 tonn og jókst um tæplega þriðjung frá árinu 2020 þegar ársaflinn var 18.482 tonn. Í janúar til mars á þessu ári var land- að rétt tæpum níu þúsund tonnum í Grundarfjarðarhöfn og jókst land- aður afli um ríflega 60% frá sama tímabili árið 2021, þegar landað var um 5.500 tonnum. Sumarið 2022 hafa verið bókað- ar 43 komur skemmtiferðaskipa í Grundarfjarðarhöfn og eru í þeim hópi mun fleiri stærri skip en áður hafa komið. Fram kemur á vef Grundarfjarðarbæjar að aukning í löndun afla og auknar komur stærri skemmtiferðaskipa helgast að veru- legi leyti af bættri hafnaraðstöðu með 130 metra lengingu Norður- garðs og auknu athafnarými á hafnarsvæðinu. Síðari hluta maímánaðar mun Grundarfjarðarhöfn taka upp breytt vinnufyrirkomulag starfs- manna sem kemur til vegna veru- lega aukinna umsvifa á höfninni. Steinar Þór Alfreðsson var nýlega ráðinn til starfa vegna þessa á höfn- inni en hann er lærður húsasmiður. Steinar Þór er með 30 tonna skip- stjórnarréttindi, hefur stundað eig- in trilluútgerð og starfað síðastliðin tólf ár sem flutningabílstjóri hjá Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði. vaks Steinar Þór, Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri og Eyþór Garðarsson. Ljósm. grundarfjordur.is Veruleg aukin umsvif í Grundarfjarðarhöfn Magnús Emanúelsson skipstjóri á Rán SH með grásleppu sem hann hefur mokveitt að undanförnu. Fáir á grásleppu en veiða vel Árni Einarsson á Hjördísi HU að landa og heldur hér á tveimur vænum gráslepp- um.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.