Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 15 Starfshópur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, sem skipaður var af Stykkishólmsbæ í ágúst 2021, hef- ur lokið störfum og skilað skýrslu til bæjarstjórnar. Í skýrslunni eru útlistaðar 20 tillögur atvinnulífi í Stykkishólmi til sóknar. Megin- tillaga hópsins er að stofnað verði Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð. Fram kemur á vefsíðu Stykkishólmsbæjar að í starfshópn- um voru þeir Jakob Björgvin Jak- obsson bæjarstjóri, Halldór Árna- son formaður atvinnu- og nýsköp- unarnefndar, Ólafur Sveinsson fag- stjóri atvinnuráðgjafar hjá SSV og Reinhard Reynisson sérfræðingur. Tilefni að skipan starfshópsins var að rótgróið fyrirtæki í sjávarút- vegi í Stykkishólmi, Agustson ehf, sagði upp í lok júní 2021 öllum starfsmönnum sínum, samtals 32 einstaklingum, þar af voru 25 með lögheimili í Stykkishólmi. Starfs- hópnum var samkvæmt erindis- bréfi ætlað að greina og leggja til aðgerðir sem verja, styðja við og efla atvinnustarfsemi og búsetu- skilyrði í Stykkishólmi til lengri og skemmri tíma. Einnig var hópnum ætlað að greina þau tækifæri sem liggja í svæðisbundnum styrkleika, þar með talið svæðisbundnum innviðum og auðlindum til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi gerði könnun fyrir starfs- hópinn meðal íbúa Stykkishólms, 18 ára og eldri, þar sem áhersla var lögð á að greina tækifæri sem liggja í svæðisbundnum styrkleika og leggja til aðgerðir til þess að nýta þau. Alls tóku 386 manns þátt í könnuninni. Meðal spurninga var hvort svarandi væri með viðskipta- hugmynd eða önnur áform um fyrir tækjarekstur sem viðkomandi vildi geta komið í framkvæmd eða farið af stað með í Stykkishólmi. Alls sögðust 105 eða rúmlega fjórð- ungur vera með viðskiptahugmynd og það vekur vonir um að fjölga megi störfum í Stykkishólmi ef vel er á málum haldið. Starfshópurinn leggur til að stofnað verði Þekkingar- og rann- sóknarsetur við Breiðafjörð sem hafi það að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofn- ana og opinberra aðila þannig að stuðla megi að jákvæðri samfé- lags- og byggðaþróun á svæðinu, byggða á svæðisbundnum styrk- leika. Þekkingar- og rannsóknar- setrið leggi áherslu á markvissa samvinnu aðila og styrki stoðkerfi frumkvöðla og nýsköpunar á sama tíma og gætt sé að verndun og sjálf- bærri auðlindanýtingu. Sveitarfé- lögum við Breiðafjörð verður boð- ið að gerast stofnaðilar þekkingar- og rannsóknarsetursins. Fleiri aðil- ar geta komið að sem stofnaðilar eða samstarfsaðilar. Stefnt er að því að Þekkingar- og rannsóknar- setrið geri samning við háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið um árlegt rekstrarframlag þar sem nánar verða tilgreind markmið og starfsemi setursins. Samningur- inn taki mið af og hafi hliðsjón af samningum mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins við önnur þekkingarsetur á landsbyggðinni. Í skýrslu sinni leggur starfs- hópurinn til 20 tillögur atvinnu- lífi og búsetuskilyrðum í Stykkis- hólmi til framdráttar sem skipt- ist í eftirfarandi þrjá undirflokka: Stuðningur stjórnvalda við núver- andi atvinnulíf, tækifæri í auðlinda- nýtingu á svæðinu á næstu árum og styrking innviða til framtíðarupp- byggingar atvinnulífs. Hægt er að kynna sér tillögurnar á vef Stykkis- hólmsbæjar. vaks Í apríl 2021 skipaði bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar starfshóp til að móta stefnu í málefnum einstak- linga sextíu ára og eldri í bæjar- félaginu á grundvelli tillögu og greinargerðar bæjarstjóra. Hópur- inn hefur nú lokið störfum og skil- að af sér skýrslu til bæjarstjórn- ar. Þar er lögð áhersla á að styrkja stöðu bæjarins sem heilsueflandi samfélags og að stuðla með ýmsum hætti að því að eftirsóknarvert þyki að eldast í Stykkishólmi, nú sam- einuðu sveitarfélagi Stykkishólms- bæjar og Helgafellssveitar. Starfshópurinn leggur alls til 45 leiðir til að efla þjónustu við aldr- aða íbúa. Meðal þeirra er að að stjórnandi verði ráðinn yfir starfs- stöð Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands (HVE) í Stykkishólmi í því augnamiði að standa vörð um hagsmuni hennar. Einnig að hús- næðið að Skólastíg 14 þar sem nú er dvalarheimili fyrir aldraða verði í framtíðinni nýtt sem þjónustu- kjarni og íbúðir fyrir eldra fólk. Miðstöð öldrunarþjónustu Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, telur að með skýrslunni sé sveitarfélag- ið að taka ákveðna forystu í mál- efnum eldri borgara sem miði m.a. að því að leiða nauðsynlega sam- þættingu félags- og öldrunarþjón- ustu í umhverfi þar sem ljóst er að þörf sé á meiri þjónustu óháð því hver veitir hana. „Við erum með skýrslunni einnig að leggja metnaðarfull- an grunn að framtíðinni í þess- um málaflokki þar sem áhersla er lögð á að halda áfram að bæta þjónustu við einstaklinga 60 ára og eldri í Stykkishólmi, og svo áfram í hinu sameinaða sveitarfélagi eft- ir að sameiningin tekur gildi, hvort sem verið sé að horfa til húsnæðis- mála, félagsstarfs, heilbrigðis- þjónustu eða félagsþjónustu fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Stofn- un nýrrar miðstöðvar öldrunar- þjónustu upp á Skólastíg 14 verður miðpunktur í þessari þjónustu. Við viljum að einstaklingar 60 ára og eldri í hinu sameinaða sveitarfélagi geti átt kost á fjölbreyttu félags- starfi og fengið markvissan stuðn- ing og fjölþætta og góða þjónustu, ásamt því að í sveitarfélaginu verði fjölbreytt búsetuúrræði í sveitar- félaginu fyrir þennan hóp,“ seg- ir Jakob Björgvin í samtali við Skessuhorn. Í kjölfar samráðs Við vinnslu skýrslunnar hélt nefndin fundi með ýmsum aðil- um, svo sem íbúum í búseturéttar- íbúðum á staðnum, starfsmönnum sveitarfélagsins og nefndarmönn- um í fastanefndum bæjarins sem koma að þjónustu aldraðra, bæjar- stjóra, hönnuðum og bygginga- fulltrúa bæjarins. Einnig var haldinn opinn íbúafundur þar sem verkefnið var kynnt og óskað eft- ir skoðunum bæjarbúa. Aftanskini, félagi eldri borgara, var haldið vel upplýstu um vinnu starfshóps- ins sem einnig fór í vettvangsferð- ir til Hveragerðis og Þorlákshafn- ar til að skoða aðstöðu og þjón- ustuframboð þar. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram meðan á vinnslu skýrsl- unnar stóð, svo sem frá Gunnlaugi Lárussyni sem lagði til að bætt yrði einni hæð ofan á Skólastíg 14 fyrir íbúðir fyrir aldraða. Starfshópur- inn hvetur jafnframt í skýrslunni til þess að hugað verði að upp- byggingu íbúða fyrir eldri borg- ara og að lóðaframboð fyrir hóp- inn verði aukið. Tekið verði tillit til þessa í skipulagsvinnu bæjar- ins, hvort sem bæjarfélagið hyggst byggja íbúðirnar eða aðrir. Skýrsla starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstak- linga sextíu ára og eldri er aðgengi- leg á vef Stykkishólmsbæjar. gj Frá sjómannadeginum í Stykkishólmi árið 2016. Ljósm. úr safni/ sá Leggja til að stofnað verði Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð Sungið fyrir íbúa á dvalarheimilinu í upphafi Covid-19. Ljósm. úr safni/ sá. Skýrsla um framtíð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.