Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 9 Deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólinn á Bifröst auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarforseta félagsvísindadeildar háskólans Deildarforseti leiðir akademískt starf og stefnumótun deildarinnar, hefur umsjón með námi innan hennar og situr í framkvæmdastjórn skólans. Við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er fjölbreytt námsframboð og námsbrautir í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði; menningarstjórnun; miðlun og almannatengslum; opinberri stjórnsýslu; skapandi greinum; og áfallastjórnun. Við leitum að einstaklingi með faglegan styrk, forystu í rannsóknum, reynslu af skólamálum á háskólastigi og metnað og áhuga á að taka virkan þátt í starfsemi og uppbyggingu öflugs og framsækins háskólastarfs. Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar og er leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi. Helstu verkefni og ábyrgð: •Stýring, skipulag og ábyrgð á faglegum störfum á sviði kennslu og rannsókna og inntöku nemenda. •Leiðir þróunar- og gæðastarf deildar og ber ábyrgð á starfsmannamálum. •Fjárhagsleg ábyrgð innan ramma fjárhagsáætlunar deildar. •Tekur þátt í nefndarstarfi utan og innan skólans eftir atvikum. •Kemur að kennslu og rannsóknum samkvæmt samkomulagi við rektor. •Samstarf við stoðsvið. •Samskipti við nemendur um akademísk málefni. Menntunar- og hæfniskröfur: •Doktorspróf tengt fræðasviðum deildarinnar. •Haldgóð leiðtoga- og stjórnunarreynsla. •Þekking og reynsla af stjórnun og/eða kennslu á háskólastigi er mikilvæg. •Þekking og reynsla úr atvinnulífinu er kostur. •Skipulags-, samskipta- og samráðsfærni. •Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti. Með umsókn skulu fylgja skrár og staðfestingar yfir nám, starfsferil og rannsóknir og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. lýsing á hugmyndum umsækjanda um uppbyggingu og þróun náms í félagsvísindum við Háskólann á Bifröst. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Starfsaðstaða er á Bifröst og á skrifstofum skólans í Reykjavík Nánari upplýsingar veita Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor, á rektor@bifrost.is eða Hulda Dóra Styrmisdóttir, mannauðsstjóri, á mannaudsstjori@bifrost.is. Tekið er við umsóknum á atvinnumiðlunarvefnum Alfreð á alfred.is Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun háskólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2022. bifrost.is bifrost.is Umsjónamaður á Fellsenda Hjúkrunarheimilið Fellsendi auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns. Um er að ræða fullt starf frá 20.juní og er vinnutími 8:00 til 16:00 virka daga. Verkefni húsvarðar eru meðal annars; • Annast minniháttar viðhald og viðgerðir og hefur umsjón og eftirlit með stærrri viðhaldsframkvæmdun. • Umsjón með bifreiðum Fellsenda • Umsjón lóðar • Umsjón með sorphirðu/endurvinnslu • Akstur með heimilismenn Hæfnfiskröfur; • Hafa þjónustulund og vera traustur og samviskusamur • Hafa gott auga fyrir því sem betur má fara og vera laghentur og útsjónasamur • Hafa frumkvæði til að takast á við úrbætur Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft í að sinna geðfötluðum og er á fallegum stað í Dölunum. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Fellsenda við Kjöl stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2022. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á helga@fellsendi.is Nánari upplýsingar veitir Helga Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 434 1230 eða 694 2386, eða á helga@fellsendi.is Hjúkrunarforstjóri Laust er til umsóknar starf hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Fellsenda. Fellsendi er hjúkrunarheimili fyrir 28 heimilismenn. Húsnæði hjúkrunarheimilisins var tekið í notkun árið 2006 og er vandað að allri gerð. Fellsendi er 20 km. fyrir sunnan Búðardal og í 130 km. fjarlægð frá Reykjavík. Sjá nánar fellsendi.is. Hjúkrunarforstjóri ber ábyrgð á hjúkrun, fjárhags- legum rekstri og stjórnun að öðru leyti. Hjúkrunar- forstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Fellsenda. Leitað er að hjúkrunarfræðingi; menntun og reynsla í geðhjúkrun er æskileg. Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og samskiptum er nauðsynleg. Umsóknir, þar sem gerð er grein fyrir menntun og starfs- ferli, berist stjórn hjúkrunarheimilisis merkt: Ólafur K. Ólafsson, Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmi eða á netfangið oko@syslumenn.is fyrir 10. janúar 2014. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar veitir Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður og fo maður stjórnar, í síma 430 4100. S K E S S U H O R N 2 01 4 SK ES SU H O R N 2 02 2 Hjúkrunarheimilið Fellsendi, Fellsenda 371 Búðardal, sími 434 123 Söngleikurinn Hunangsflug- ur og Villikettir var frumsýnd- ur í Grundaskóla á Akranesi síð- asta fimmtudag, á sumardaginn fyrsta. Nemendur í 10. bekk úr árgangi 2006 sem útskrifast í vor úr Grundaskóla hafa undanfarnar vikur æft af miklum móð en sýn- ingin er kveðjuverkefni þeirra. Söngleikurinn var fyrst frumsýnd- ur árið 2005, fyrir 17 árum síðan og er saminn og leikstýrt af þrem- ur kennurum skólans, þeim Flosa Einarssyni, Einari Viðarssyni og Gunnari Sturlu Hervarssyni. Ýmislegt hefur gengið á í undir- búningi hópsins fyrir sýninguna og þurfti til að mynda að fresta henni á dögunum vegna inflú- ensufaraldurs innan leikhópsins. Nokkrum klukkustundum fyrir frumsýninguna kom í ljós að Bene- dikt Ísar Björgvinsson sem leikur í söngleiknum hafði ökklabrotnað í knattspyrnuleik með ÍA kvöldið áður. Benedikt leysti það verkefni án vandræða en hann mætti á frum- sýninguna með gifs á hægra fæti og hækjur sér til stuðnings. Blaðamaður Skessuhorns skellti sér á sýninguna síðasta mánudags- kvöld og með í för voru börnin, sem eru átta og tólf ára. Skemmt- um við okkur konunglega yfir sýningunni sem tók rétt um tvo klukkutíma og óhætt að mæla með því hún er skemmtileg og fjörug allan tímann. Sögutíminn er í denn í kringum 1970 á Akranesi og fjallar í stuttu máli um tvær hljómsveitir, Hunangsflugurnar og Villikettina, sem eru að berjast um að vera aðal- númerið á Stúkuballinu. Inn í þetta fléttast ástir unglinganna, stöðu- barátta, vonbrigði, afglöp og upp- risa. Þrjú aðalhlutverk eru í sýn- ingunni: Gunnar Smári Sigurjóns- son leikur hinn hressa Bóbó og vakti mikla kátínu nánast í hvert sinn sem hann tók til máls. Anna María Sigurðardóttir leikur gell- una Júlíu, var hún mjög örugg í sínum leik og með fallega söng- rödd. Þá lék Tómas Týr Tómasson töffarann Elvar Aron og leysti það með hreint ágætum. Einnig verð- ur að hrósa öðrum leikurum fyrir góðan leik og skemmtilega sviðs- framkomu og gaman að sjá hvað geislaði af öllum þeim krökkum sem tóku þátt í sýningunni. Þá má ekki gleyma tónlistinni sem skipar stóran sess í sýningunni og er hún stórskemmtileg og nær tíðarandan- um ágætlega. Þess má geta að hægt er að finna öll lögin úr sýningunni frá árinu 2005 ásamt nokkrum öðrum söngleikjum Grundaskóla á Spotify. Því er um að gera fyr- ir Skagamenn og nærsveitunga að kíkja í Grundaskóla og upplifa skemmtilega kvöldstund og styðja við þessa öflugu krakka. Næstu sýningar eru á morgun fimmtudag og á föstudag og hefjast klukkan 20 báða dagana. vaks Hljómsveitin Villikettir í sýningunni. Ljósm. vaks Hunangsflugur og Villikettir í Grundaskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.