Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 27 Krossgáta Skessuhorns Auðvelt Ýkjur Leir Eyrar Dæld Hlífa Reyrir Reifi Röst Rot Gripur Innyfli Bið Óhress Sérstök Elskar Hóg- værð Varma Blíða Óhóf Ókunn Athugul Afkom- anda Fræg Korn Braut Fjöldi Skel Hús- feyja Storð Hrun Gat 9 Tvíhlj. Málmur Fórn Ras Kopar 1 Ungfrú Erta Sk.st. Hvorki Næði Spurn Kot- roskinn Skylda Skoðun Æfur Spakur 4 Hætta Þjálf- aður Lít 50 Storð Sæll 5 Vangur Titill Ögn Lögg Planta Krókur Rugga Geta Eink.st. Vík Maður Neyttum 3 Átt Fen Dyl Kirtil Kylfa 6 Hönd Vafi Kleif Nóran Skortur Hvarm- ur Eldstó Hlíð Grund Skamm- ir 8 Skipar 10 Ólatir Nef Leit Á fæti Elds- neyti Bogi Sk.st. Flýtir Bardagi Önugur Hneisa 2 Hópur Röð Sannur Vottar Blunda Sverta Hrönn Leyfist Brotleg Finna leið Lend Aurar Áhald 1000 Á flík Far Duft 7 Afa Stýra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimil- isfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Afmælisboð“. Heppinn þátttakandi var Kristrún Líndal Gísladóttir, Dalbraut 33, Akranesi. V Á A D A M Æ T A K U B O R G U N R Á S Í T U R Á G A N G N O S T U R T B U K K A O F F R A Ó K U I N N I R F Ö G U R S M Á N L J Á R A H A M S T U R D J Á R N N U T U P Ö R I N U X I A R Ð A S M E K K Ó R U D L A G T I L R A U N D Á A F R E K Ó N A S K A R E R O K U R F R V Æ R K R A M K R A R O A R A R L A M P I F R Ó Ð L Á J A S K E L M Á I L L Á Á V A L I Ó L A R R A U L B R Æ Ð I G N Ó T T E R M A L L M A Ð U R A A Y L A R Á A D Á R Á T A L F J Ö L K Y N N G I Pennagrein Pennagrein Borgarbyggð er fjölskylduvænt samfélag sem við í Vinstri grænum viljum efla enn frekar. Til að geta talist fjölskylduvænt samfélag er ýmislegt sem þarf að vera til staðar, meðal annars greiður aðgangur að leik- og grunnskólum sem og fjöl- breyttri tómstundaiðkun. Við eigum fjölbreyttar skóla- stofnanir á öllum skólastigum sem við teljum mikilvægt að standa við bakið á og styrkja. Við viljum að ákvarðanir sem þær varða séu tekn- ar að vel ígrunduðu máli og í sam- ráði við fagaðila og þjónustunot- endur. Þá er mikilvægt að viðhaldi og endurbótum á húsnæði sé sinnt. Skipað hefur verið í bygginganefnd um áframhaldandi uppbyggingu skólahúsnæðis Grunnskóla Borgar- fjarðar á Kleppjárnsreykjum og mikilvægt er að vel sé haldið á spöðunum svo unnt sé að hefja þar framkvæmdir sem fyrst, enda er skólinn í óviðunandi húsnæði eins og staðan er. Einnig hefur verið skipað í bygginganefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi sem einnig er brýnt að hefja sem fyrst svo það eru stór verkefni framund- an sem þegar hefur verið lagður grunnur að. Þessi tvö stóru verkefni eru þó ekki einu verkefnin sem framund- an eru, því einnig þarf að hefja undirbúningsvinnu vegna stækk- unar leikskóla í Borgarnesi. Fyr- ir ári síðan var opnuð ný deild við leikskólann Ugluklett vegna skorts á leikskólaplássi. Það voru settar upp færanlegar kennslustofur sem bráðabirgðalausn á þessum vanda. Við þurfum að gæta þess að sú lausn verði ekki til langs tíma, enda er aðstaðan alls ekki viðunandi sem langtímalausn. Einnig eru líkur á því að biðlistar verði aftur veruleiki á leikskóla í Borgarnesi strax næsta vetur svo það er ekki eftir neinu að bíða með að hefja þetta ferli. Vinstri græn leggja áherslu á að þessum grunnstoðum samfélagsins sé sinnt. Þannig tryggjum við fjöl- skylduvænt samfélag og að öll sitji við sama borð. Brynja Þorsteinsdóttir Höfundur er í 2. sæti á lista Vinstri grænna í Borgarbyggð. Fjölskyldu- vænt samfélag í Borgarbyggð Það var tvennt sem flestar ungar borg- firskar stúlkur gerðu þegar ég var að alast upp. Það fyrra var að vinna í Hyrnunni en það seinna var að flytja burt úr heimabyggð til að prófa eitt- hvað nýtt eða ná sér í menntun. Ég prófaði bæði og lengi velti ég því fyr- ir mér af hverju ég kom aftur heim. Af hverju að flytja aftur í Borgarbyggð þegar nánast allir vinirnir eru fluttir burt, atvinnutækifærin frekar þunnur þrettándinn og álögur á íbúa í hærra lagi. Svarið er mjög einfalt. Tíminn líður hægar úti á landi og gott ef mað- ur saknaði þess ekki bara að vera stór fiskur í litlum sjó. En það er svo margt annað sem spilar þarna inn í líka. Kannski hefði ég ekkert komið heim aftur ef ég hefði ekki ákveðið að stofna til fjölskyldu. Það er eitthvað sem breytist inni í okkur þegar við verðum foreldrar og við förum að huga að fjár- festingu í eigin framtíð. Eftir að vera búin að eyða mörgum vikum í leit að dagmömmu á höfuðborgarsvæðinu og komst hvergi inn á biðlista einu sinni þá gafst ég upp þegar ég frétti af því að dóttir mín gæti komist 12 mánaða inn á leikskóla í Borgarbyggð. Það eru þessi grundvallaratriði sem vega svo þungt þegar við tökum ákvörðun um búsetu. Við hljótum í grunninn öll að vilja það sama. Öruggt umhverfi þar sem þjónusta við íbúa, húsnæði, tæki- færi til menntunar og atvinnu er ekki af skornum skammti. Hvar er best að búa? Frá mínu sjónarhorni þá tel ég að; við viljum velja okkur búsetu sem hent- ar okkar fjölskylduhögum, við viljum fá tækifæri til menntunar við hæfi og atvinnutækifæri sem borga laun sem hægt er að lifa á, við viljum öruggt leikskóla- og grunnskólapláss þar sem er aðgengi að mötuneyti með hollum og næringarríkum mat, við viljum að allir íbúar sveitarfélagsins hafi tækifæri til að stunda hreyfingu við hæfi og við góðar aðstæður, við viljum blómlegt menningar- og félagslíf, framúrskar- andi heilbrigðisþjónustu og almenni- legar samgöngur. Þar að auki er ýmis- legt annað sem við getum látið okkur dreyma um til að krydda grunnstoð- irnar en þetta þarf ekki að vera flókið. Mig dreymir til dæmis um að lækka álögur á íbúa. Ég hef trú á því að með markvissum aðgerðum í tengslum við framsókn í skipulags- og atvinnumál- um getum við látið það gerast. Að skapa aðstæður Borgarbyggð er í dauðafæri þegar kemur að uppbyggingu og hér þarf að kýla á hlutina. Fram undan eru virki- lega spennandi tímar í skipulagsmál- um og þá rétt eins og í dauðafæri ekk- ert svigrúm til að klikka. Fyrir mér þá snýst þetta um að skapa aðstæð- ur. Skapa aðstæður fyrir fólkið okk- ar og þá sem líta til Borgarbyggðar sem búsetukosts. Ramminn má aldrei verða svo þröngur að það aftri þeim sem eru í sókn að taka skotið. Þegar talað er um stærð sveitarfélagsins með tilliti til íbúafjölda og hversu óhag- kvæmur rekstur minni eininga get- ur verið í því samhengi, þá sé ég ekki annað en tækifæri í uppbyggingu í dreifbýli. Við stjórnum ekki hvar fólk vill búa en við getum vissulega skap- að þannig aðstæður að dreifbýlið sé spennandi búsetukostur. Snúum vörn í sókn með því að breyta veikleikum í tækifæri. Hættum að rífast um hvar á að leggja hvað niður, sköpum frekar aðstæður til uppbyggingar og stönd- um vörð um það sem okkur finnst skipta máli. Eva Margrét Jónudóttir Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Borgarbyggð Hvað er svona merki- legt við Borgarbyggð?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.