Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202222
Pennagrein Pennagrein
Pennagrein
Eitt mikilvægasta hlutverk hvers
sveitarfélags er að efla, styðja og
tryggja eftir megni möguleika allra
íbúa sinna til sjálfstæðs lífs, fjár-
hagslegs og félagslegs öryggis.
Þetta verkefni verður ekki unnið
í eitt skipti fyrir öll, heldur krefst
það stöðugrar endurskoðunar og
árvekni.
Samfélagslegar aðstæður,
lagaumhverfi og kröfur breytast.
Því fylgja nýjar áskoranir og tæki-
færi til að þróa og efla starf og
þjónustu í þágu íbúa. Því er svo
nauðsynlegt að vera sífellt tilbú-
inn að breyta til, fara nýjar leiðir
eða betrumbæta það sem vel hefur
gengið.
Regluverk þarf að styðja þjón-
ustu við alla borgarana, en standi
ekki í vegi hennar.
Framfarahugsun þarf því alltaf að
vera ríkjandi þegar kemur að þjón-
ustu við alla íbúana, stöðnun skapar
misrétti og þá glatast einnig tæki-
færi til jákvæðra breytinga.
Allir leggja í púkkið
Samfélag fyrir alla er þar sem
mannréttindi gegna lykilhlut-
verki. Það þarf að skapa aðstæð-
ur og tækifæri til að allir geti eflt
færni sína, öðlast sem mest sjálf-
stæði og verið virkir í samfélags-
legri þátttöku. Lifandi og fram-
sækið samfélag þarf á öllum að
halda, þar þurfa allir að hafa tæki-
færi til að leggja sitt af mörkum
eftir getu og áhuga.
Þannig verða mestu framfar-
irnar þar sem flestir leggja sitt í
púkkið.
Alls konar frístundatilboð eru
nauðsynleg. Aukið val allra á
fjölbreyttum frístundatilboðum
og til atvinnuþátttöku er eitt af
grundvallaratriðum þess að auka
virkni einstaklinga. Því er mikil-
vægt að bjóða upp á atvinnu og
tækifæri sem henta hverjum og
einum til þess að þeir geti starf-
að úti á vinnumarkaðnum, hvort
heldur væri hjá bæjarfélaginu,
stofnunum þess eða hjá almenn-
um fyrirtækjum til að auka virkni
og þátttöku. Áframhaldandi
samstarf um fræðslutilboð frá
Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands mun veita tækifæri til auk-
innar virkni, námskeiða og frí-
stundatilboða.
Allir með!
Við á Akranesi búum við góðar
aðstæður og Samfylkingin hefur
verið í farsælu meirihlutasamstarfi
á þessu kjörtímabili. Við sem erum
í framboði fyrir Samfylkinguna vilj-
um halda áfram því starfi og gera
bæinn okkar enn betri, en um leið
styrkja það sem við höfum, sækja
fram og gera öllum þegnum í sam-
félaginu fært að lifa sem innihalds-
ríkustu lífi. Kjósandi góður settu
því X við S í kosningunum 14. maí,
fyrir Skagann að sjálfsögðu.
Kristinn Hallur Sveinsson
Höfundur er formaður velferðar-
og mannréttindaráðs og skipar 3. sæti
á lista Samfylkingarinnar á Akranesi
fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022.
Gott má bæta!
Því fylgir mikil ábyrgð að bjóða sig
fram til starfa í pólitík. Með þeirri
ákvörðun sendum við íbúum þau
skilaboð að við séum tilbúin að
vinna fyrir bæinn okkar, nánar til-
tekið fyrir fólkið sem býr í bænum.
En hvert er hlutverk þeirra sem
vinna fyrir bæinn? Ég tel mikilvægt
að við skoðum hvernig við byggj-
um best upp samfélag og innviði
sem styðja við og eru fyrir íbúa, bæ
sem virkar. Mig langar í því sam-
bandi að nefna dæmi frá Barcelona
þar sem ég bjó í eitt ár. Gerðar voru
breytingar á lestarkerfi borgarinn-
ar sem taldar voru vel heppnaðar.
Ég las grein eftir einn þeirra aðila
sem höfðu komið að breytingun-
um og hann taldi lykilinn að vel
heppnuðum breytingum vera virkt
samtal við íbúa borgarinnar um
hvernig og hvenær þeir vildu nota
lestarnar. Stefnan sem var mótuð
byggði á þessu samtali. Íbúar vildu
nýta lestina til og frá vinnu á virk-
um dögum og um helgar vildu þau
geta treyst á lestarferð heim eft-
ir gleðskap næturinnar. Því varð úr
að lestarkerfið var aðlagað að þörf-
um íbúa sem gátu þá frekar nýtt
sér lestina til að komast heim, jafn-
vel seint um nætur og fram undir
morgun.
Hvernig getum við heimfært
þessa hugmyndafræði hér? Tök-
um eitt dæmi; sundlaugarnar okk-
ar. Þær eru í eigu sveitarfélagins
og notendur þeirra eru íbúar bæj-
arins, sem og ferðamenn auðvitað
líka. Þegar kemur að því að ákveða
hvenær þær eiga að vera opnar, er
ekki eðlilegt að við byggjum slík-
ar ákvarðanir á samtali við notend-
ur? Bjarnalaug, sem dæmi – upphit-
uð innilaug sem í dag er opin yfir
vetrartímann í örfáar klukkustund-
ir fyrir almenning. Annað dæmi
sem ég er viss um að margir tengja
við er opnunartími endurvinnslu-
stöðvarinnar. Hér á Akranesi sækja
margir sína atvinnu út fyrir bæjar-
mörkin og ég hef átt ófá samtöl við
fólk sem þarf hreinlega að taka sér
frí í vinnu til að geta farið með hluti
sem falla til meðal annars við fram-
kvæmdir eða tiltekt. Þar er einnig
lokað á rauðum dögum. En það að
auka þjónustuna, þýðir það ekki
bara aukinn kostnaður? Ég verð
seint talsmaður þess að auka kostn-
að hins opinbera en það að aðlaga
þjónustuna að þörfum íbúa þarf
ekki endilega að þýða hærri útgjöld
af hálfu bæjarins. Okkar hlutverk
ætti nefnilega að vera það að vera
með þjónustuna til staðar þegar
íbúarnir okkar, notendurnir vilja
nýta þjónustuna. Þannig virkar bær
fyrir fólk, en ekki öfugt.
Við eigum að vera ófeimin við
að auka samtalið við íbúana, gera
viðhorfskannanir og fáum raddirn-
ar upp á borðið. Tökum svo ákvarð-
anir út frá því og verum bær sem
virkar – fyrir fólkið en ekki öfugt.
Látum verkin tala - Fyrir Akra-
nes.
Líf Lárusdóttir
Höf. er oddviti Sjálfstæðisflokksins
á Akranesi
Bær fyrir fólkið
Fyrir 17 árum síðan ákváðum við
hjónin að flytja okkur um set og
festa rætur á Akranesi. Það var
að áeggjan vina okkar að vestan
að Akranes varð fyrir valinu. Við
skoðuðum fasteignasíðurnar vel
og vandlega og loks komum við
upp á Skaga og skoðuðum nokk-
ur hús. Ekkert hús heillaði okkur
að neinu ráði fyrr en við skoðuð-
um það síðasta. Það bar ekki mik-
ið á sér, staðsett á baklóð og leit
út eins og lítið dúkkuhús. En þessi
fyrsta sýn á húsið var ekki á rökum
reist. Húsið var stórt, rúmgott og
gat rúmað fjölskylduna okkar með
góðu móti. Það sem aftur á móti
hreif okkur strax var staðsetningin
og hið magnaða útsýni sem henni
fylgdi. Húsið situr á besta stað við
Krókalónið með útsýni yfir allt
Snæfellsnesið. Í stofunni er mjög
stór gluggi og út úr honum blasir
öll dýrðin við. Það var því ekki að
ástæðulausu að við keyptum húsið
og það fyrsta sem við gerðum var
að staðsetja sófann beint fyrir fram-
an þann glugga. Eitthvað sem fyrri
eigendum hafði aldrei dottið í hug!
Þar gátum við setið (og gerum enn)
tímunum saman og virt fyrir okk-
ur þá dásamlegu náttúru sem blas-
ir við. Sólsetur við Snæfellsnes er
mögnuð sjón og aldrei eins. Það
er ekki síður fallegt þegar brimið
skellur á varnargarðinum og sjór-
inn frussast yfir garðinn. Við þær
aðstæður setur mann hljóðan og
maður ber óttablandna virðingu
fyrir þeim óbeisluðu nátttúrukröft-
um sem eru í kringum okkur.
Það kom okkur á óvart að margir
innfæddir Skagamenn virtust ekki
deila sömu aðdáun og við gerðum á
útsýninu okkar. Þegar við vorum að
dásama staðsetninguna og hversu
glöð við værum að vera á þessum
stað þá fengum við óspart að heyra
að þetta væri nú bara „Skítalón“
og það væri ekkert merkilegt. Fólk
sagði við okkur að þarna þrifist
ekkert, ekkert merkilegt væri þarna
að sjá og þetta skildum við ekki.
Krókalónið hefur breyst mik-
ið í áranna rás frá því við komum
hingað fyrst. Í þá daga náði varnar-
garðurinn lengra upp á lóðina og
við urðum lítið vör við fuglalíf.
Þá var minkurinn landlægur í lón-
inu og drap allt sem hann náði í.
Góður granni okkar var ötull við
að reyna stemma stigu við þeirri
þróun og með mikilli vinnu náð-
ist loks að hemja minkinn. Nokkru
síðar fór fuglinn að koma aft-
ur. Með tilkomu nýrra fráveitu-
lagna hefur ásýnd Krókalónsins
orðið mun betri en áður. Dýralíf-
ið er fjölskrúðugt, hingað sækja
selir, fuglar og hér höfum við séð
heilu torfurnar af makríl og hvali
sem lóna fyrir utan lónið. Síðustu
árin hefur einnig verið aukning í að
kajakræðarar rói hér um lónið.
Fyrir rúmu ári síðan var stígur
sem hafði verið lagður þegar frá-
veitulagnir voru lagðar loksins mal-
bikaður. Mikill styr hafði staðið um
þennan stíg og ekki allir á eitt sátt-
ir við að vera komnir með göngu-
stíg, við hjónin þ.á.m., í bakgarðinn
sinn. Þegar maður fór svo að ganga
þessa fallegu leið þá skipti mað-
ur fljótt um skoðun og við vildum
að það yrði lagt í að malbika hann
og gera hann aðgengilegri. Það tók
sinn tíma en það má með sanni
segja að vel hafi tekist til. Stígur-
inn hefur stóraukið umferð gang-
andi fólks meðfram strandlengj-
unni og almenn skoðun manna sú
að einstaklega vel hafi tekist til.
Hrósa ber því sem vel er gert.
Það má með sanni segja að þetta
sé ekki lengur „Skítalón“ heldur
náttúruparadís sem okkur ber að
umgangast af virðingu og passa vel
upp á fyrir komandi kynslóðir.
Liv Åse Skarstad
Höfundur er varabæjarfulltrúi og
skipar annað sæti á lista Framsóknar
og Frjálsra.
Sól slær
silfri á
voga