Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202220 Nýverið var listi Samfylkingarinnar á Akranesi kynntur til leiks. Í for- ystusæti hans er Valgarður Lyngdal Jónsson grunnskólakennari og for- seti bæjarstjórnar. Þetta eru fjórðu kosningarnar sem hann tekur þátt í á Akranesi en hann var fyrst á lista árið 2006, skipaði annað sæti list- ans árið 2014 en tók forystusætið 2018 og svo aftur núna. Blaðamað- ur Skessuhorns settist niður með Valgarði og ræddi þær áskoranir og verkefni sem bíða nýrrar bæjar- stjórnar eftir kosningarnar 14. maí næstkomandi. Þarf að sjá til fjalla En fyrst að upprunanum. Valgarð- ur er fæddur á Akranesi 1972 en uppalinn á Eystra-Miðfelli á Hval- fjarðarströnd þar sem foreldrar hans, Heiðrún Sveinbjörnsdóttir og Jón Valgarðsson bjuggu félags- búi með bróður Jóns, Þorvaldi Val- garðssyni. Valgarður er kvæntur Írisi Guðrúnu Sigurðardóttur, leik- skólastjóra og eiga þau þrjú börn, þau Hlín Guðnýju, Jón Hjörvar og Hrafnkel Vála. Hlín Guðný á tvo drengi með sambýlismanni sínum, Ágústi Heimissyni. Líkt og önnur börn á Hval- fjarðarströndinni gekk Valli í Heiðarskóla í Leirársveit en eft- ir það lá leiðin í Fjölbrautaskóla Vesturlands. „Ég tók fyrst eitt ár í trésmíði við skólann en fór síðan í bóknám og kláraði stúdentinn.“ Eftir það lá leiðin í Kennaraháskól- ann, sem þá hét, þaðan sem Val- garður lauk kennaraprófi 1996. Að kennaranáminu loknu flutti hann með fjölskyldunni vestur á Patreks- fjörð þar sem hann starfaði sem grunnskólakennari. „Ég var svolítið á skjön við flest skólasystkini mín. Ég hafði áhuga á því að prófa að búa einhversstaðar á landsbyggð- inni á meðan margir í kringum mig höfðu meiri áhuga á að flytja jafnvel til útlanda og búa þar. Ég er bara svona mikill sveitamaður, þarf að sjá til fjalla til að líða eins og ég sé heima hjá mér.“ Eftir að hafa starfað í eitt ár sem kennari á Patró bauðst Val- garði staða aðstoðarskólastjóra, þá einungis 25 ára að aldri. „Staðan var auglýst, en enginn sótti um. Ég var því eiginlega beðinn um að taka við starfinu. Það var mikil áskorun enda var ég mjög ungur og einung- is búinn að kenna í eitt ár,“ segir Valgarður. „Á Patreksfirði bjuggu á þessum tíma um 900 manns og skólinn því af þægilegri stærð til þess að takast á við þetta verkefni. Í smærri skólum er oft meiri nánd og verkefnin öðruvísi en í stærri skól- um. Þetta var gríðarlega mikil og dýrmæt reynsla sem hefur nýst mér vel.“ Eftir árin á Patró flutti fjöl- skyldan á Flúðir þar sem Valgarð- ur starfaði sem aðstoðarskólastjóri. „Við fluttum svo heim á Skagann árið 2003 og höfum búið hér síð- an. Fyrstu árin á Akranesi starfaði ég við Brekkubæjarskóla en hef nú verið við kennslu í Grundaskóla á tólfta ár. Reyndar prófaði ég það svo í smá tíma að starfa fyrir Orku- veitu Reykjavíkur í upplýsinga- og fræðslumálum.“ Aðspurður segir Valgarður það kost að hafa bakgrunn og þekkja til í báðum grunnskólum bæjar- ins. Þetta séu stærstu stofnanirnar. „Þetta eru samt ólíkir skólar; báð- ir mjög góðir á sinn hátt, en með ólíkar áherslur og hefðir sem móta þá og gera ólíka. Það eru heldur engir tveir skólar eins, hver og einn skapar sína sérstöðu sem vinnu- staður barna og fullorðinna.“ Mynda sátt Eftir síðustu bæjarstjórnar- kosningar myndaði Samfylking meirihluta í bæjarstjórn ásamt bæj- arfulltrúum Framsóknar og frjálsra. Valgarður gegnir þar embætti for- seta bæjarstjórnar auk þess að sitja í bæjarráði. „Allt samstarf hef- ur gengið vel á þessu kjörtímabili, bæði innan meirihlutans og við fulltrúa minnihlutans. Við höf- um verið einhuga um að tala okkur niður á lausnir fremur en að deila. Hafi komið upp ágreiningur hef- ur verið leitast við að leysa hann. Sú aðferð er jafnvel enn tímafrek- ari og vandmeðfarnari en þegar meirihlutar keyra hlutina í gegn og beita meirihlutavaldi. Ég er ekki í vafa um að þetta er farsælla fyr- ir samfélagið að vinna með þessu móti þannig að hér ríki samhljómur í að leysa málin, því þannig aukum við líkurnar á því að þær ákvarðan- ir sem teknar eru verði varanlegar en endist ekki bara fram að næstu kosningum. Hér erum við að stýra bæjarfélagi sem er í uppsveiflu og verkefnin einkennast af því. Hér er mikil uppbygging og fjölgun íbúa. Samfélagið er því að stækka án þess þó að sá vöxtur sé of hraður. Við erum því ekki að finna fyrir sam- bærilegum vaxtarverkjum og víða má greina annarsstaðar. Engu að síður er það styrkur að stækka og samfélagið eflist hægt en bítandi. Við höfum gert lóðir tilbúnar til úthlutunar, án þess að hér hafi ver- ið neinar holskeflur. Styrk stjórn- un felst einmitt í því að reyna að stýra atburðarásinni, skipulagsferli geri ráð fyrir gæðum og að innvið- ir ráði við stækkunina. Við höfum þannig haft um tvö prósent árlega fjölgun íbúa og gætum mögulega ráðið við allt að fimm prósent á ári. Allt umfram það kallar hins vegar á vandamál. Fljótlega fer íbúatalan hér á Akranesi í 8.000 og í aðal- skipulagi er gert ráð fyrir að íbúa- fjöldinn verði um tíu þúsund árið 2030-32. Við erum ekki landstórt sveitarfélag, annað þéttbýlasta sveitarfélag landsins ásamt Hvera- gerði og aðeins Seltjarnarnesið er landminna. Við þurfum því að fara vel með okkar landrými og í aðal- skipulaginu er gert ráð fyrir að íbúðabyggðin vaxi hérna megin við þjóðveginn til 2033, en eft- ir það mun byggðin líklega fara í norðaustur meðfram ströndinni frá Kalmansvík. Atvinnuhúsnæði verð- ur hins vegar byggt upp í Flóa þar sem grænir iðngarðar hafa verið skipulagðir.“ Okkar faðmur er opinn Valgarður segir að vissulega sé ákveðinn galli að sveitarfélaga- mörkin liggja þétt að íbúðarbyggð- inni sunnan við bæinn, en Kross- land handan girðingar er eins og kunnugt er hluti af Hvalfjarðar- sveit. „Það væri eðlileg þróun að byggðin hér á Akranesi færðist til suðausturs meðfram ströndinni um Krosslandið og þar er að auki mun hentugra byggingarland. Þar erum við hins vegar að tala um annað sveitarfélag, utan okkar umráða- svæðis. Af okkar hálfu hér á Akra- nesi stendur ekki á vilja til samein- ingar við Hvalfjarðarsveit. Ég tel að við eigum miklu meira sameiginlegt með okkar góðu grönnum en það sem greinir okkur að. Þetta segir ég ekki síst sem uppalinn „Strandar- ingur“ eins og Halldóra B. Björns- son, systir Sveinbjarnar allsherj- argoða, kallaði íbúa Hvalfjarðar- strandar. Hvalfjarðarsveitin er mín heimasveit, þar er skólinn minn og þar búa foreldrar mínir enn í dag. Ég ólst upp við það að sveitin og Skaginn væru eitt og sama svæðið, við sóttum alla þjónustu út á Akra- nes og hér átti ég fjölmarga ætt- ingja. Núna bý ég á Akranesi og sé ekkert því til fyrirstöðu að við ætt- um að geta sameinast og orðið ein heild. Umræðan í landinu á eftir að halda áfram um fjölda sveitarfé- laga, virkt lýðræði og almennt um stærð, getu og þjónustustig sveitar- félaga. Nú verða smærri sveitarfé- lög að treysta á kaup á ýmissi þjón- ustu sem í sjálfu sér er gott og blessað svo langt sem það nær. Ég allavega mun ekki standa í vegi fyr- ir því ef menn vilja hefja viðræður um kosti sameiningar. Okkar faðm- ur er opinn ef menn vilja hefja það samtal.“ Þrjú meginmál á stefnuskránni Varðandi stefnu Samfylkingarinn- ar á Akranesi fyrir komandi kosn- ingar segir Valgarður að unnið sé eftir þremur megin útgangspunkt- um. Í fyrsta lagi er það fjölskyldan og velferð hennar, í öðru lagi fjöl- breytt atvinnulíf og loks í þriðja lagi heilsa og velferð. „Við hér á Akranesi höfum ver- ið að stíga skref til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla. Nú í haust munum við taka 13 mánaða börn inn á leikskóla í fyrsta skipti. Við þurfum engu að síður að tryggja þá stöðu að foreldrar lendi ekki milli skips og bryggju varð- andi dagforeldra, en sú lausn er bæði dýrari og tilviljunum háð hvort dagmæður séu yfir höf- uð starfandi. Í það minnsta þurf- um við að koma til móts við for- eldra fjárhagslega því það er mun dýrara að hafa barn hjá dagmóð- ur en á leikskóla. Nú er að rísa nýr leikskóli í Skógarhverfinu og fljót- lega verður þörf á nýjum leikskóla í gamla bæjarhlutanum. Þar verð- um við að horfa til gæða því þetta snýst ekki bara um að byggja yfir fleiri börn og yngri, heldur og ekki síður góðar starfsaðstæður barna og starfsfólks. Það er of þröngt á börnum í leikskólum á Akranesi nú, þegar við mælum fermetra per barn.“ Varðandi nýjan grunnskóla á Akranesi, þriðja skólann, segir Val- garður aðspurður að talað sé um að þegar íbúafjöldi í sveitarfélaginu fari í tíu þúsund þá þurfi að fara að huga að þriðja grunnskólan- um. „Ég sé ekki fyrir mér að næsta skref verði að byggja heildstæðan tíu árganga skóla í fyrsta áfanga. Farsælla væri að byggja nýjan skóla sem hefði yngstu árgangana og þá sé ég fyrir mér svæðið í kringum Valgarður Lyngdal leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi MT: Valgarður framan við væntanlegan leikskóla í Skógarhverfi. „Nýtt Garðasel er virkilega metnaðarfull leikskólabygging þar sem áhersla er lögð á að börnin og starfsfólkið fái það besta sem í boði er. Það er meðvituð ákvörðun að þannig eigi það að vera.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.