Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202210 Þriðjudaginn 12. apríl síðast- liðinn áttu bæjarfulltrúar Grundar- fjarðarbæjar, ásamt bæjarstjóra og byggingarfulltrúa, fund í Ráð- húsinu með fulltrúum Mílu, þeim Jóni Ríkharði Kristjánssyni fram- kvæmdastjóra og Ingimar Ólafssyni sviðsstjóra grunnkerfa hjá Mílu. Umræðuefnið voru fjarskipta- mál, en frá þessu var sagt á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar. Fundurinn var haldinn í fram- haldi af umfjöllun bæjarráðs og bæj- arstjórnar um fjarskiptamál í febrú- ar og mars síðastliðnum og álykt- un bæjarstjórnar á fundi sínum 10. mars með ósk um úrbætur á fjar- skipta- og netsambandi. Sú vinna bæjarstjórnar byggði meðal annars á fyrri samtölum við Mílu og ekki síst fjölmörgum ábendingum íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar að frumkvæði bæjarstjórnar og sendar fjarskipta- fyrirtækjum til skoðunar, með ósk- um um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsímum. Í erindi til Mílu 26. mars var jafnframt óskað eftir sýn Mílu á stöðu og framtíðaráform um uppbyggingu vegna ljósleiðara. Míla brást vel við erindi bæjar- ins og þegar fundurinn hófst hafði Míla framkvæmt ítarlega grein- ingu á gæðum þeirrar þjónustu sem félagið býður í Grundarfirði. Í því fólst greining á fastlínutenging- um og farsímaþjónustu félagsins. Framkvæmd greiningar og niður- stöður hennar voru kynntar fyr- ir fulltrúum bæjarins. Á næstunni munu fulltrúar bæjarins einnig eiga fundi með fulltrúum fjarskiptafyr- irtækja um fjarskiptamál og þjón- ustu í Grundarfirði. Á vefsíðu bæjarins má finna sam- antekt á greiningu og kynningu Mílu á fundinum en þar kemur meðal annars fram að Míla eigi og reki fjóra farsímasenda í sveitar- félaginu en þeir þjóni eingöngu dreifingu fyrir viðskiptavini Sím- ans. Greining Mílu á eingöngu við um senda Mílu en nær ekki til farsímadreifingar annarra. Míla sendi skönnunarbíl til að skoða nákvæmlega gæði og dreifingu farnets í sveitarfélaginu. Grein- ingin sýndi að styrkur 3G og 4G er mjög svipaður og væri góður fyr- ir bæði úti- og innisamband nema austast í bænum, þar sé ótryggt innisamband sem má bæta. Míla er tilbúin að bæta við sendi á íþrótta- húsið til að bæta sambandið austast í bænum fáist fyrir því leyfi. Míla upplýsti einnig á fundinum að 5G sé væntanlegt, fyrst í þéttbýli en ekki er komin tímasetning á upp- setningu sem verður líklegast síðar á þessu ári eða í byrjun þess næsta. vaks Í hádeginu á sumardaginn fyrsta bauð Hvalfjarðarsveit til samkomu á Leirá í Leirársveit, en það var menningar- og markaðsnefnd sveitarfélagsins sem skipulagði við- burðinn. Blíðskaparveður setti svip sinn á samkomuna og sumarkom- una og þar dreif að fjölda fólks. Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri bauð gesti velkomna. Greindi hún frá því að söguskiltið á Leirá væri þriðja af a.m.k. tíu skiltum sem sett verða upp í sveitarfélaginu í þess- um áfanga, undir heitinu „Merking sögu- og merkisstaða í Hvalfjarðar- sveit.“ Áður hafa verið afhjúpuð skilti við Saurbæ og Miðgarð. Það var síðan Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra sem afhjúpaði sögu- skiltið sem stendur við garðvegg kirkjugarðsins á Leirá. Að afhjúpun lokinni sögðu Ásge- ir Kristinsson frá Leirá og börn hans þrjú frá sögu staðarins. Sú frá- sögn var litrík, persónuleg og fræð- andi. Fléttuðu þau saman sögunni allt frá fyrstu tíð og þeirra búsetu á staðnum. Að því loknu var sest inn í kirkjuna þar sem kór Saur- bæjarprestakalls söng nokkur lög undir stjórn og við undirleik Zsuzsönnu Budai. Loks var boðið upp á veitingar sem sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju sá um í gamla íbúðarhúsinu á Leirá sem nú hefur verið gert myndarlega upp. Fróðlegir sögumolar Á nýja söguskiltinu koma fram upplýsingar um sögu Leirárkirkju, prentsmiðjuna á Leirárgörðum og Beitistöðum og sagt frá þeim Magn- úsi Stephensen og Jóni Thorodd- sen sem þar hafa búið. M.a. er sagt frá því að heimildir eru um kirkju á Leirá frá því um 1200. Kirkjan hafi frá öndverðu staðið nærri íbúðar- húsum á bænum, líkt og núverandi kirkja frá 1914 gerir. Þá er einnig greint frá prentsmiðjurekstrinum á Leirárgörðum en í prentsmiðjunni var um 1800 prentað „Einfalt mat- reiðslu vasakver, fyrir heldri manna húsfreyjur.“ Prentsmiðjan var flutt úr Hrappsey að Leirárgörðum, en um 1800 sameinaðist hún Hóla- prentsmiðju. Magnús Stephensen (1762-1833) varð fljótt einvaldur í bókaútgáfu hér á landi. Auk Magn- úsar er sagt frá rithöfundinum og sýslumanninum Jóni Thoroddsen (1818-1868) sem bjó á Leirá í um fimm ár. Þekktastur er Jón fyrir að hafa skrifað Mann og konu og Pilt og stúlku en sú síðari er talin fyrsta íslenska skáldsagan. Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra fjallaði í ávarpi sínu um Jón, sem er forfaðir hennar sjálfrar. mm Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar, byggingafulltrúi og fulltrúar Mílu á fundinum. Ljósm. af vefsíðu Grundarfjarðarbæjar. Fjarskiptamál rædd í Grundarfirði Forsætisráðherra afhjúpaði söguskilti við Leirá Þau voru í aðalhlutverki við vígsluathöfn skiltisins. F.v. Ásgeir Kristinsson á Leirá, Brynja Þorbjörnsdóttir formaður menningar- og markaðsnefndar, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Bókmenntafræðingurinn Katrín sagði gestum frá uppruna sínum, en forfaðir hennar var Jón Thoroddsen sýslumaður og skáld sem bjó um tíma á Leirá. Ásgeir á Leirá og þrjú börn hans sögðu skemmtilega frá. Blönduðu saman sögunni og eigin reynslu frá æsku og uppvexti á sögustaðnum. Kirkjukórinn söng undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Leirárkirkja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.