Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 5 Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu • Grettisgötu 89, 105 Reykjavík • Sími 525 8330 • sameyki@sameyki.is • sameyki.is Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag launafólks 1. maí Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig fólk á að bregðast við sjái það veika eða dauða fugla í náttúrunni. „Ef vart verður við veika ósjálfbjarga fugla í nærumhverfi manna er möguleiki á að fuglinn sé veikur vegna smits af fuglaflensuveirunni. Þó litlar lík- ur séu taldar á smiti yfir í mann- fólk eða önnur dýr þá mælir Mat- vælastofnun með að varúðar og smitgátar sé gætt. Ekki skal hand- leika fugla sem mögulega eru taldir vera smitaðir af fuglaflensu, án til- skilins hlífðarbúnaðar.“ Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmt- án sem tekin voru úr villtum fugl- um í vikunni sem leið og rannsök- uð voru á Tilraunastöð HÍ að Keld- um. Fimm sýni voru með óljósa svörun og verða rannsökuð nánar, en í tveimur sýnum greindust ekki fuglaflensuveirur. Sýni sem tekin voru úr alifuglum á tveimur stöð- um í síðustu viku voru öll neikvæð. Matvælastofnun ítrekar mikil vægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. Af þeim átta sýn- um sem reyndust jákvæð voru þrjú úr súlum sem fundust í Njarð- vík og Grindavík, þrjú úr súlum á Búðum á Snæfellsnesi, eitt úr grá- gæs á Akureyri og eitt úr svartbak á Húsavík. Áður hafði veiran m.a. verið greind í grágæsum, súlum, hrafni og heimilishænum á Suður- landi. Sveitarfélög hafa skyldur Samkvæmt lögum um velferð dýra bera sveitarfélög ábyrgð á að brugðist sé við að koma villt- um dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð. Þeim sem verða varir við lifandi veika villta fugla í neyð í nærumhverfi manna ættu því að tilkynna strax um það til viðkomandi sveitarfé- lags. Sveitarfélaginu er skylt að bregðast við út frá dýravelferðar- sjónarmiðum. Helst er mælt með að sveitarfélag kalli til dýralækni til aflífunar á sjáan lega veikum dýrum eða að dýrin verði aflífuð með öðr- um mannúðlegum hætti, sem ekki eykur áhættu á dreifingu á smitefni (skot, höfuðhögg eða blóðgun gæti aukið smitdreifingu). Ef sveitarfé- lagaskrifstofur eru lokaðar getur almenningur beint erindinu til lög- reglu. Boð eftir dýralækni til hjálp- ar villtu dýri í neyð þarf að koma frá sveitarfélagi eða lögreglu, nema ætlunin sé að greiða sjálfur fyrir útkallið. Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fugl- inum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönsk- um og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir. Sýni ítrustu varúð „Á undanförnum dögum hefur Matvælastofnun borist mikið af til- kynningum um dauða villta fugla víða á landinu. Stofnunin fer yfir Leiðbeiningar um viðbrögð vegna veikra fugla og gruns um fuglaflensu allar ábendingar og metur hvort ástæða sé til að taka sýni. Matið byggir m.a. á staðsetningu, fugla- tegund og tíma frá því fuglinn fannst. Fólki er bent á að gæta ítr- ustu sóttvarna ef það þarf að hand- leika villta fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi. Hræ skulu annað hvort látin liggja óhreyfð eða tekin í plastpoka án þess að þau séu snert með berum höndum. Það skal tek- ið fram að engin dæmi eru um að fólk smitist af fuglaflensu við neyslu eggja eða fuglakjöts, hvort sem er af alifuglum eða villtum fuglum.“ mmVeiran hefur m.a. verið greind í súlum á Búðum á Snæfellsnesi, þar sem þessi mynd er tekin. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.