Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 17 Lokahóf Körfuknattleiksdeild- ar Snæfells í Stykkishólmi var haldið síðasta miðvikudag og áttu meistara flokkarnir ásamt stjórn góða stund saman. Að venju voru leikmenn verðlaunaðir fyrir árang- ur sinn í vetur og aðrir hvattir til þess að halda áfram þeirri góðu þróun sem hóparnir sýndu. Í meistaraflokki kvenna hlutu verðlaun fyrir tímabilið þau Rebekka Rán Karlsdóttir sem var mikilvægust, besti varnarmaður- inn var Minea Takala, besti ungi leikmaðurinn Vaka Þorsteinsdótt- ir og mestu framfarirnar sýndi Alfa Magdalena Frost. Hjá körlunum var Aron Ingi Hinriksson valinn sá mikilvægasti, Óttar Sigurðsson besti varnarmaðurinn, Jason Helgi Ragnarsson besti ungi leikmaður- inn og Jónas Már Kjartansson sýndi mestu framfarirnar. Afhent voru ný verðlaun á hóf- inu sem kallast Félagsmaður Snæ- fells sem eru veitt þeim leikmönn- um sem leggja hart að sér og taka þátt í hinum ýmsu störfum fyr- ir félagið. Það var Birgitta Mjöll Magnúsdóttir sem hlaut verðlaun- in að þessu sinni. Á fésbókarsíðu körfuknattleiksdeildarinnar þakkar deildin kærlega fyrir stuðninginn á tímabilinu og segir að liðin ætli sér stærri hluti á næsta tímabili. vaks Stjórn Menningarsjóðs Borgar- byggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn. Alls hlutu fimm umsækjendur styrk; Snorrastofa vegna Barnamenn- ingarhátíðar 300.000 kr., Theo- dór Kr. Þórðarson vegna ljóðabók- ar 200.000 kr. og Hollvinasamtök Varmalands vegna útgáfu á korti og skráningu örnefna 200.000 kr. Freyjukórinn fékk 150.000 kr. styrk til tónleikahalds, æfinga og söngbúða og Reynir Hauksson 250.000 kr. fyr- ir tónlistarviðburði í Borgarfirði. Nokkrum umsóknum var hafn- að vegna þess að þær uppfylltu ekki úthlutunarreglur sjóðsins, en alls var 1.100.000 kr. úthlutað að þessu sinni. Styrkveitingar Menningar- sjóðs Borgarbyggðar fara fram tvisvar ári, sú fyrri fer fram fyrir 1. maí og hin síðari fyrir 1. október. Í stjórn sjóðsins eru Brynja Þor- steinsdóttir formaður, Anna Lísa Hilmarsdóttir, Jenný Lind Egils- dóttir, Jóhanna Möller og Margrét Vagnsdóttir. gj Stóri plokkdagurinn var síðasta sunnudag og margir sem fóru þá út að plokka og létu félagar í Lionsklubbi Ólafsvíkur ekki sitt eftir liggja. Þeir eru í fjáröflunar- verkefni í samstarfi við Vegagerðina og plokka rusl á 60 kílómetra kafla á völdum svæðum á Snæfellsnesi. Var fyrsti dagurinn í því verkefni á sunnudaginn. Eftir annað kvöldið sem lionsfélagar voru að plokka var komið svolítið mynstur á hvaða rusli var mest hent, en á ákveðnu svæði var mikið af hálfslíters gos- flöskum fullum af sígarettu stubb- um og talsvert af sígarettustubbum, böggum eða munntóbaki og var einnig töluvert af einnota rafrett- um og má því segja að baggarnir og rafretturnar séu stubbar, eða sóða- skapur samtímans. þa V i n k o n u r n - ar Guðrún Ósk og Mýrún Lotta nýttu stóra plokk- daginn, sem var 24. apríl síðast- liðinn, í að tína upp rusl úr fjör- unni á Framnesi í Grundarfirði. Þær höfðu þó smá tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þær héldu áfram að tína upp gamalt plast og rusl úr fjörunni. tfk. Fullorðnir nemendur Tónlistar- skóla Snæfellsbæjar, ásamt mök- um og kennurum, lögðu land und- ir fót um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagsmorgninum og haldið á Selfoss. Þar tók Helga Sig- hvatsdóttir skólastjóri Tónlistar- skóla Árnesinga á móti hópnum og kynnti skólann. Margrét Stefáns- dóttir söngkennari við skólann var svo með stutt og mjög gott nám- skeið fyrir hópinn ásamt því að þrír nemendur hennar sungu hluta af prófverkefnum sínum. Frá Selfossi lá leið hópsins að Freysnesi í Öræfum þar sem gist var á Hótel Skaftafelli. Þorsteinn Jakobsson, einn nemenda tónlistar- skólans, er einmitt frá bæ í Öræf- um og var hann leiðsögumað- ur í ferðinni enda á heimaslóð- um. Á laugardeginum var svo far- ið í skoðunarferð og Þórbergsset- ur skoðað ásamt fleiri fallegum og merkum stöðum. Tónleikar voru haldnir á Hótel Skaftafelli bæði föstudags- og laugardagskvöld. Á föstudeginum söng Þorsteinn eða „Steini í Skaftafelli,“ eins og sveit- ungar hans segja, margar perl- ur íslenskrar tónlistar í bland við sænsk og írsk þjóðlög. Á laugardeg- inum voru svo seinni tónleikarnir þar sem allir nemendur tónlistar- skólans sem í ferðinni voru sungu ýmis lög við góðar undirtektir tón- leikagesta. Á sunnudegi var svo lagt af stað heimleiðis, komið var við á Skógum þar sem safnið var skoðað áður en lagt var af stað heimleiðis. Voru allir sem í hópnum voru sam- mála um að helgin hefði heppn- ast mjög vel og vildu fá að koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóg til að ferðin yrði að veruleika. Á meðfylgjandi mynd má sjá allan hópinn með Jökulsárlón í baksýn en það var einn af viðkomustöðum í ferðinni. Þess má svo einnig geta að til stendur að fullorðnir nemend- ur skólans haldi vortónleika seinni partinn í maí og hvetur fréttaritari alla sem hafa áhuga á söng að fylgj- ast með hvenær og hvar þeir verða haldnir og síðast en ekki síst að mæta og hlusta. þa Jason Helgi, Aron Ingi, Óttar og Jónas Már ásamt Gunnlaugi Smárasyni þjálfara. Lokahóf Snæfells í körfunni Alfa Magdalena, Rebekka Rán og Vaka ásamt Baldri Þorleifssyni þjálfara. Ljósm. Snæfell. Frá Borgarnesi. Ljósm. gj. Menningarsjóður Borgarbyggðar úthlutar Plokkað meðfram vegum á Snæfellsnesi Plokkuðu rusl á stóra plokkdeginum Tónlistarnemendur í helgarferð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.