Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 23 Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 2000 og sýnir ungar stúlkur að leik á Langasandi á Akranesi. Nú styttist í að golfarar lands- ins geti farið að kíkja út á golfvöll og slá eina kúlu eða tvær. Starfs- menn golfvalla um allt land vinna nú hörðum höndum að því að koma völlunum sínum í stand fyrir sumarið og ljóst að margir golfar- ar bíða spenntir eftir að vellirn- ir opni. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í síðustu viku við í Golfklúbb- inn Leyni á Akranesi og hitti þar að máli Rakel Óskarsdóttur, fram- kvæmdastjóra. Rætt var um golf- sumarið sem er framundan. Rakel segir starfið mjög fjölbreytt og mjög árstíðabundið, það sé vertíð í sex mánuði og eftir það uppgjör, frágangur, ársskýrsla og ýmislegt annað sem þarf að ljúka fyrir vet- urinn. Rakel tekur sér sumarfrí um miðjan desember og inn í janúar en eftir það hefst undirbúningur fyr- ir næsta sumar. Hún segir að starf- ið sé blanda af rekstri íþróttafélags og fyrirtækis og oft á tíðum hálfgert einyrkjastarf því hún sé yfirleitt ein á skrifstofunni að vetri til. Fjögur heilsárs störf eru hjá golfklúbbnum en auk Rakelar eru Einar Gestur vallarstjóri og Guðni Steinar starfs- maður golfvallarins í heilsársstarfi og þá er íþróttastjórinn Valdís Þóra í hlutastarfi. Orðnir þyrstir í að byrja Hvað ertu með marga starfsmenn yfir sumarið? „Þegar mest lætur þá erum við örugglega í kringum 20 auk unglinga frá vinnuskólanum. Við erum svo lánsöm að fá alltaf ákveðinn fjölda sumarstarfsmanna frá Akraneskaupstað og það getur verið frá tíu til yfir tuttugu krakk- ar á aldrinum 14-17 ára. Þá eru þau þrjú sem sjá um afgreiðsluna sem keyrð er á vöktum. Þetta er mjög langur vinnutími frá klukkan átta á morgnana til níu til tíu á kvöldin.“ Rakel segir að stefnt sé á að opna völlinn um mánaðamótin næstu og það megi gera ráð fyrir því að brjálað verði að gera, sérstaklega fyrstu tvo mánuðina, því kylfingar eru orðnir mjög golfþyrstir á þess- um tíma og vilja komast í golf. „Við erum með fína æfingaaðstöðu í kjallaranum í húsinu sem er mjög vel nýtt yfir veturinn en hún er sprungin. Það stendur nú barna- og unglingastarfi fyrir þrifum að stækka þá aðstöðu. Þá erum við einnig með golfhermi í kjallaranum sem er mjög vinsæll og má segja að það sé búið að vera uppselt í hann nánast í allan vetur.“ Konur að koma mjög sterkar inn Hvernig lítur sumarið út hjá ykk- ur? „Ég er rosalega bjartsýn, með- limum í klúbbnum er sífellt að fjölga, bæði í barna- og unglinga- starfinu og þá eru konur að koma mjög sterkar inn í klúbbinn. Þá fjölgar alltaf félagsmönnum sem búa í Reykjavík en kjósa að vera í Leyni. Við vorum í samstarfi við Golfklúbb Mosfellsbæjar varðandi vallarstjórastöðuna árið 2021 og fengum þá aðgang að þeim tækj- um og tólum sem nauðsynleg eru í golfvallarekstri og hægt var að samnýta. Nú þegar rekstur okk- ar er að styrkjast smátt og smátt verðum við að horfa til framtíðar í því hvernig við viljum reka klúbb- inn. Ný aðstaða sem tekin var í notkun árið 2019 gerir aðstöð- una og umgjörð Garðavallar allt aðra og hefur styrkt stöðu klúbbs- ins til muna. Aðstaðan gerir okkur samkeppnishæf við stóru klúbbana og nú í fyrsta skipti í langan tíma höfum við ráðið vallarstjóra í fullt starf. Svo verðum við að horfast í augu við það að til að vera sjálfbær í rekstri þá þurfum við að eignast fleiri tæki og tól sem eru nauðsyn- leg eru til að gera góðan völl enn betri.“ Rakel segir að reksturinn heilt yfir hafi gengið vel og sé búinn að vera upp á við síðustu ár. „Ég tók við um áramótin 19/20 og fékk far- aldurinn beint í fangið, sem var viss áskorun. En faraldurinn fór ekki illa með golfhreyfinguna að mínu mati, heldur styrkti hana frekar. Félaga- fjöldi í klúbbunum jókst mikið um allt land og nú sér maður að margir makar hafa komið inn í meira mæli en áður. Fjölskyldur samein- ast á golfvellinum í auknum mæli, þetta er orðið mikið fjölskyldu- og hjónasport og er alltaf að eflast. Félagsmenn í Leyni eru nú að nálg- ast 700 en ég hef trú á því að við náum því í sumar. Konurnar eru í kringum 35% af félagsmönnum og hefur fjölgað mikið undanfarin tvö ár, sem er virkilega ánægjulegt. Kvennastarfið í klúbbnum er orðið mjög öflugt og við höfum farið þá leið að þetta sé ekki bara keppni heldur líka samvera og félagsskapur sem er svo dýrmætt.“ Tækifærin gríðarleg Nú er kominn nýr rekstraraðili í golfskálanum. Hvernig líst þér á hann? „Rosalega vel, ég held að við höfum dottið í lukkupottinn með Hlyn á Nítjándu. Það stefnir í það að þetta verði mjög metnaðarfullt og ég held að Skagamenn eigi eft- ir að verða hæstánægðir með þjón- ustuna hvort sem það eru kylfingar eða aðrir gestir. Tækifærin í þessu húsi eru gríðarleg og fullt af íbúum sem búa hérna steinsnar frá. Við erum einnig mjög heppinn í Leyni því við erum með marga öfluga og sterka styrktaraðila sem standa þétt við bakið á klúbbnum og félagsauð- urinn er svo mikill. Fólk er alltaf tilbúið að leggja klúbbnum lið með sjálfboðavinnu og er ekkert að víla Styttist í spennandi golfsumar Rætt við Rakel Óskarsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis á Akranesi það fyrir sér, til að mynda komu um 50 sjálfboðaliðar saman á sum- ardaginn fyrsta og unnu ýmis verk úti á velli og inni á Garðavöllum.“ Svipaður fjöldi móta eru á Garða- velli í ár eins og undanfarin ár. Tvær innanfélags mótaraðir eru í sumar líkt og áður, alltaf á miðvikudögum, en svo er töluvert af opnum mótum og byrjar það með Opna Norður- álsmótinu 7. maí. „Vesturlandsmót kvenna, þar sem klúbbarnir af Vest- urlandi hittast er mjög skemmti- legt mót, og þá eru uppi hugmynd- ir að halda Vesturlandsmót karla í sumar, vonandi verður það að veruleika hjá strákunum. Golfið hefur verið frekar karllægt sport og við erum til að mynda örfáar kon- ur sem eru framkvæmdastjórar í golfklúbbum landsins. Engin kona er vallarstjóri en þó nokkrar gegna starfi íþróttastjóra og/eða golf- kennara. En nú var kona kosin for- seti GSÍ þannig þetta er nú kannski að breytast smátt og smátt,“ segir Rakel Óskarsdóttir að lokum. vaks Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.