Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 20222 Leiðrétt um bæjarhátíðir REYKH: Í síðasta blaði Skessuhorns í umfjöllun um bæjarhátíðir á Vesturlandi í sumar víxlaðist texti í tveim­ ur hátíðum. Réttur texti er eftirfarandi: Reykholtshátíð ­ 22. til 24. júlí. Reykholts­ hátíð er ein elsta og virtasta tónlistarhátíð landsins og er haldin í júlí, ár hvert, í Reyk­ holti í Borgarfirði. Reyk­ holtshátíð var stofnuð árið 1997 og telst því til elstu tón­ listarhátíða landsins. Hátíð­ in hefur ávallt verið haldin í kringum vígsluafmæli Reyk­ holtskirkju sem ber upp á síðasta sunnudag júlímánað­ ar. Erlendir gestir hátíðar­ innar verða að þessu sinni víóluleikarinn Rita Porfir­ is og fiðluleikarinn Anton Miller en saman skipa þau Miller­Porfiris Duo. Reyk­ hóladagar ­ 12. til 14. ágúst. Reykhóladagar verða haldn­ ir um miðjan ágúst í sumar og í ár er þemað menning og styrkleikar Reykhólahrepps. Beðist er velvirðingar á þessu. -vaks 2500 án verkefna LANDIÐ: Árið 2021 er áætlað að 6,3% ungs fólks á aldrinum 16­24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Þetta hlutfall jafngildir því að þetta hafi átt við ríflega 2.500 ungmenni það árið. Á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 4,9% árið 2017 en hæst 7,4% árið 2020. Þetta kemur fram í til­ kynningu frá Hagstofunni. -mm Fengu listaverk að gjöf BORGARNES: Fyrr í mánuðinum fékk Listasafn Borgarness listaverkagjöf frá Íslandsbanka. Um er að ræða listaverkin Við Breiðafjörð eftir Svein Þórarinsson og verk eftir Ásgrím Jónsson. Íslandsbanki ákvað árið 2021 að gefa listaverkasafn bank­ ans sem telur 203 listaverk til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Fram kemur á heimasíðu Borgar­ byggðar að mikið af þessum listaverkum sem um ræðir hafi verið geymd í geymslu um nokkurt skeið en hafa nú fengið nýtt hlutverk. -vaks Búkolla lokuð um tíma AKRANES: Fram kem­ ur í tilkynningu frá Akra­ neskaupstað að vegna ófull­ nægjandi húsnæðisaðstæðna verði lokað í Búkollu á Akra­ nesi um óákveðinn tíma. Meðan það ástand var­ ir verða fatagámar staðsett­ ir við Fjöliðjuna að Smiðju­ völlum 9 en nytjagám­ ar verða áfram staðsettir á gámasvæði Terra við Höfða­ sel. -mm Enska boltanum lauk um síð- ustu helgi þar sem Manchest- er City hafði betur gegn Liver- pool í titilbaráttunni þar sem mikil dramatík var við völd. Nú kemur tómarúm hjá íslensk- um stuðningsmönnum enska boltans því hann hefst ekki aft- ur fyrr en í byrjun ágúst. Þang- að til kíkja menn á hverjum degi inn á íþróttasíður vefmiðlanna til að sjá kaup og sölur leikmanna sinna liða. Það eru einhverj- ir töfrar í enska boltanum sem Íslendingar hafa fylgst með af miklum áhuga frá því á níunda áratugnum þegar byrjað var að sýna hann í sjónvarpinu. Á fimmtudag má búast við norð- an 5-10 m/sek vindi og súld eða rigningu norðan- og austan- lands, en skýjað með köflum og líkur á stöku síðdegisskúr- um sunnan til á landinu. Hiti 5 til 13 stig, mildast sunnan heiða. Á föstudag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt 3-8 m/sek. Skýjað á norðanverðu landinu, en rofar til seinnipartinn. Bjart með köflum í öðrum landshlut- um og yfirleitt þurrt. Hiti breyt- ist lítið. Á laugardag er gert ráð fyrir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt, léttskýjað og hiti 10 til 15 stig en líkur á þokulofti við ströndina, einkum vestan til. Á sunnudag verður hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýj- að, en suðaustan 5-10 og skýjað suðvestan og vestanlands. Hlýtt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað borðar þú í morgunmat?“ 34% sögðu „Borða ekki morgunmat,“ 22% sögðu „Hafragraut,“ 15% sögðu „Morgun korn,“ 14% sögðu „Brauðmeti,“ 10% sögðu „Súr- mjólk,“ 4% sögðu „Ávexti“ og aðeins 1% sagði „Kókómjólk og snúð.“ Í næstu viku er spurt: Hvað færðu langt sumarfrí? Sæmundur Kristjánsson sagna- maður í Rifi er höfundur Árbók- ar Ferðafélags Íslands 2022. Bók- in fjallar um svæðið sem kall- að er Undir Jökli. Sæmundur er Vestlendingur vikunnar þessa vikuna. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Á miðvikudag í liðinni viku hélt bæjarstjórn Akraneskaupstaðar sér­ stakan hátíðarfund í tilefni 80 ára kaupstaðarafmælis á þessu ári. Jafn­ framt var þetta síðasti fundur frá­ farandi bæjarstjórnar. Viðstaddir fundinn í sal voru auk þeirra verð­ andi bæjarfulltrúar sem taka brátt sæti í bæjarstjórn. Á fundinum var samþykkt samhljóða að í tilefni afmælisins verður stofnaður „List­ kaupasjóður Akraneskaupstaðar“ sem hefur það markmið að kaupa listaverk til notkunar í almennings­ rýmum innan og utan dyra með áherslu á verk eftir listamenn frá Akranesi. Samþykkt var að stofn­ „Samfylking og Sjálfstæðisflokk­ ur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um meirihluta samstarf í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar,“ sagði í tilkynningu flokkanna sem send var út síðdegis á föstudaginn. Viðræðurnar hófust á laugardaginn og var ráðgert að málin yrðu tek­ in að skýrast um miðja þessa viku. Þetta var annað meirihlutamynstr­ ið sem reynt var að stofna til í síð­ ustu viku, af þremur mögulegum. Allir flokkarnir á Akranesi fengu eins og kunnugt er þrjá fulltrúa í bæjarstjórn í kosningunum 14. maí. Framsókn með frjálsum bætti við sig fylgi frá síðustu kosningum og fékk sinn þriðja fulltrúa í bæjar­ stjórn á kostnað Sjálfstæðisflokks­ ins. Á mánudag í liðinni viku var handsalað samkomulag odd­ vita Samfylkingar og Framsóknar með frjálsum á Akranesi þess efn­ is að flokkarnir létu reyna á mynd­ un meirihluta í bæjarstjórn líkt og á síðasta kjörtímabili. Viðræður flokkanna hófust því í síðustu viku, en lauk afar fljótt. Þeim var slitið á fimmtudaginn af Samfylkingunni, sem tilkynnti Framsókn að ekki væri flötur á meirihlutasamstarfi. Valgarður Lyngdal Jónsson oddviti Samfylkingar segir ástæðuna þá að Framsókn hafi strax í upphafi við­ ræðna sett fram afarkosti sem Sam­ fylking taldi sig ekki geta gengið að. Ragnar Sæmundsson oddviti Fram­ sóknar og frjálsra staðfesti einnig í samtali við Skessuhorn að flokkur hans hafi sett fram kröfu um auk­ ið vægi í bæjarstjórn miðað við síð­ asta kjörtímabil, meðal annars um að fá formann bæjarráðs. Valgarð­ ur sagði að í ljósi þess að flokkur hans hafi ekki viljað verða við kröfu Framsóknar hafi verið ákveðið að leita til Sjálfstæðisflokks um að taka upp meirihlutaviðræður. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðis­ flokksins og tók hún vel í þá mála­ leitan, sem leiddi til samkomulags um að hefja viðræður. mm Hátíðarfundur í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 2018-2022 ásamt Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra og Steinari Adolfssyni sviðsstjóra. framlag í sjóðinn verði 2,5 millj­ ónir króna á þessu ári. Ákvarð­ anir um kaup á listaverkum verð­ ur svo í höndum menningar­ og safnanefndar. Valgarður Lyngdal Jónsson for­ seti bæjarstjórnar stýrði fundi. Las hann meðal annars upp úr fundar­ gerð fyrstu bæjarstjórnar Akra­ neskaupstaðar frá 1942. Að því loknu var opnað fyrir almennar stjórnmálaumræður í bæjarstjórn. Allflestir bæjarfulltrúar kvöddu sér hljóðs og þeir sem nú víkja úr bæjar stjórn þökkuðu fyrir sig og rifjuðu með ýmsum hætti upp kjör­ tímabilið 2018 til 2022. mm Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í meirihlutaviðræðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.