Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 20228
Brunavarna-
áætlun samþykkt
AKRANES/HVALFJ: Á
starfssvæði slökkviliðs Akra
ness og Hvalfjarðarsveit
ar liggur fyrir ný bruna
varnaáætlun sem samþykkt
er í viðkomandi sveitar
stjórnum og Húsnæðis og
mannvirkjastofnun. Áætlun
in gildir til fimm ára og skal
að þeim tíma loknum endur
skoðuð og ný áætlun þá sam
þykkt. Markmið bruna
varnaáætlana er að tryggja
að slökkvilið sé mannað,
menntað, skipulagt, þjálf
að og útbúið tækjum til að
ráða við allar þær hættur sem
eru á starfssvæðinu. Áætlun
in tekur einnig á eldvarna
eftirliti, viðbúnaði við elds
voðum og mengunaróhöpp
á landi. Áætlunin var sam
þykkt í síðustu viku og gildir
frá 10. maí 2022. -vaks
Staða
fuglaflensu hér
á landi
LANDIÐ: Matvælastofn
un minnir á mikilvægi þess
að fólk tilkynni til stofnun
arinnar um dauða villta
fugla. Fuglaflensa hef
ur greinst í 19 sýnum af 76
sem rannsökuð hafa ver
ið. Reglur um tímabundn
ar varnaraðgerðir eru enn í
gildi en vonir standa til að
þeim megi fljótlega aflétta
að öllu óbreyttu. „Mikilvægt
er að fólk tilkynni um dauða
villta fugla og þakkar fyrir
þær fjölmörgu tilkynningar
sem berast. Þessar tilkynn
ingar skipta máli við mat á
útbreiðslu og tíðni. Best er
að tilkynna með því að skrá
ábendingu á heimasíðu Mat
vælastofnunar. Starfsmenn
stofnunarinnar fara yfir all
ar ábendingar og meta hvort
taka skuli sýni eða ekki.
Matið byggist m.a. á því
um hvaða fuglategund er að
ræða og hvar fuglinn finnst.
Ekki er hægt að taka sýni úr
öllum fuglum sem finnast en
mikilvægt er samt fyrir stofn
unina að fá tilkynningar. Ef
vart verður við veika villta
fugla skal tilkynna um það
til viðkomandi sveitarfélags,
sem er skylt að sjá til þess að
fuglinum sé komið til hjálpar
eða hann aflífaður á mann
úðlegan hátt, samkvæmt
lögum um velferð dýra. Fyr
ir utan opnunartíma sveitar
félaga er hægt að hafa sam
band við lögreglu. Grun
samleg veikindi eða óeðli
leg aukin dauðsföll í alifugl
um og öðrum fuglum í haldi,
skal tilkynna án tafar til Mat
vælastofnunar eða sjálfstætt
starfandi dýralæknis, sem
hefur svo samband við Mat
vælastofnun ef hann telur að
um fuglaflensu geti verið að
ræða.“ -mm
Styrkir vegna
lífrænnar fram-
leiðslu
LANDIÐ: Matvælaráðu
neytið vekur athygli á að
umsóknarfrestur vegna
styrkja til aðlögunar að líf
rænum framleiðsluháttum í
landbúnaði hefur verið fram
lengdur til 3. júní næstkom
andi. Framleiðendur sem
hafa byrjað lífræna aðlögun í
samræmi við gildandi reglu
gerð um lífræna framleiðslu
landbúnaðarafurða og merk
ingar geta sótt um. Líf
ræna aðlögunin skal vera
undir eftirliti faggildu lög
gildingarstofunnar Túns.
Sækja ber sérstaklega um
styrki í garðyrkju skv. ákvæð
um reglugerðar um stuðning
við garðyrkju nr. 1273/2020.
Í öðrum landbúnaði er sótt
um styrki samkvæmt ákvæð
um reglugerðar um almenn
an stuðning við landbúnað
nr. 430/2021. Umsóknar
frestur er til miðnættis 3.
júní (www.afurd.is). Á Afurð
má einnig finna upplýsingar
um nauðsynleg fylgiskjöl
með umsókn. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
14. maí – 20. maí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 15 bátar.
Heildarlöndun: 18.500 kg.
Mestur afli: MarAK: 4.792
kg í fjórum löndunum.
Arnarstapi: 47 bátar.
Heildarlöndun: 97.609 kg.
Mestur afli: Grímur AK:
4.364 kg í fjórum róðrum.
Grundarfjörður: 28 bátar.
Heildarlöndun: 751.732 kg.
Mestur afli: Drangey:
116.594 kg í einum róðri.
Ólafsvík: 60 bátar.
Heildarlöndun: 339.394 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna
son SH: 46.214 kg í fjórum
löndunum.
Rif: 52 bátar.
Heildarlöndun: 501.968 kg.
Mestur afli: Magnús SH:
62.660 kg í fjórum róðrum.
Stykkishólmur: 17 bátar.
Heildarlöndun: 42.936 kg.
Mestur afli: Signý HU:
9.014 kg í tveimur löndun
um.
1. Drangey SK –
GRU: 116.594 kg. 15.maí.
2. Málmey SK – GRU:
114.588 kg. 16. maí.
3. Jökull ÞH – GRU:
97.624 kg. 17. maí.
4. Fjölnir GK – GRU:
74.393 kg. 17. maí.
5. Sigurborg SH –
GRU: 65.471 kg. 15.maí.
s
Bjarney Bjarnadóttir hefur ver
ið ráðin í starf framkvæmdastjóra
Ungmennasambands Borgarfjarð
ar, UMSB, og kemur til starfa í
júní. Bjarney er með BSc í íþrótta
fræði frá Háskólanum í Reykjavík
auk kennsluréttinda fyrir grunn og
framhaldsskóla. Þá leggur Bjarn
ey stund á meistaranám í forystu og
stjórnun með áherslu á mannauðs
stjórnun. Bjarney er með víðtækan
bakgrunn þegar kemur að íþrótta
og lýðheilsustarfi. Hún hefur unnið
sem einkaþjálfari og spinningkennari
bæði hérlendis og erlendis auk þess
sem hún var aðstoðarkennari í verk
legu námi í ÍAK einkaþjálfaranámi
Keilis. Þá spilaði Bjarney handbolta
og þjálfaði í fjölda ára. Hún hef
ur bæði kennt íþróttir og lífsleikni
og komið að heilsueflingu fatlaðra.
Síðustu ár hefur Bjarney starfað sem
umsjónarkennari við Grunnskólann
í Borgarnesi en er komin í leyfi það
an. Í vor var hún kosin í sveitarstjórn
Borgarbyggðar og situr þar sem full
trúi Viðreisnar og Samfylkingar.
Bjarney er gift Sigur karli Gústavs
syni lögreglumanni og samtals eiga
þau fjóra drengi.
Sigurður Guðmundsson vinn
ur hjá UMSB út júní og fer hann
þá í önnur verkefni til UMFÍ. „Við
þökkum Sigga kærlega fyrir sitt
framlag og óskum við honum vel
farnaðar á nýjum starfsvettvangi,“
segir í tilkyningu frá stjórn UMSB.
mm
Söfnun hugmynda um nafn sam
einaðs sveitarfélags Helgafellssveit
ar og Stykkishólmsbæjar er hafin á
BetraÍsland.is. Hún stendur til 1.
júní nk. og er öllum opin. Verk
efnið er unnið í samstarfi við Íbú
ar ses. sem sérhæfir sig í rafræn
um samráðskerfum og rekur Betra
Ísland.is. „Hægt er að skrá sig inn
með rafrænum skilríkjum í gegnum
Ísland.is eða með nafni og netfangi.
Þeir sem það gera fá tilkynningar
um breytingar og athugasemdir við
tillögurnar. Það er líka hægt að taka
þátt nafnlaust og án innskráningar,
en þá berast ekki tilkynningar. All
ar tillögur munu birtast nafnlaust
á vefsvæðinu. Æskilegt er að til
lögur séu lagðar fram með stuttum
skýringum. Þátttakendur geta lesið
skýringar annarra og lýst skoðun
um sínum á tillögum þeirra.“
Heiti sveitarfélaga skulu sam
rýmast íslenskri málfræði og mál
venju samkvæmt sveitarstjórnar
lögum, og falla að þeim reglum
sem útlistaðar eru í lögum um
örnefni og reglugerð um störf
örnefnanefndar. (Sjá nánar á vef
síðu Örnefnanefndar).
„Þeir sem treysta sér ekki til að
nýta rafrænar lausnir er velkom
ið að koma tillögum á skrifstofu
Stykkishólmsbæjar, eða fá aðstoð
við að setja inn hugmyndir raf
rænt. Að lokinni hugmyndasöfnun
verður farið yfir allar framkomn
ar tillögur. Sveitarstjórn sameinaðs
sveitarfélags tekur ákvörðun um
heiti sveitarfélagsins,“ segir í til
kynningu.
mm
Forseti ASÍ, formaður BSRB, for
maður VR og framkvæmdastjóri
Bjargs íbúðafélags undirrituðu á
mánudaginn rammasamning um að
nýta reynslu og þekkingu Bjargs til
að taka næsta skref í uppbyggingu
verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum
á viðráðanlegu verði. VR kemur
til með að byggja íbúðir fyrir sína
félagsmenn með langtímahugsun
og lághagnað að leiðarljósi und
ir hatti systurfélags Bjargs íbúðafé
lags; Blævar.
„Þetta tilraunaverkefni er von
andi upphafið að frekari upp
byggingu á vegum verkalýðshreyf
ingarinnar. Hingað til hefur verið
byggt á vegum Bjargs undir lögum
um almennar íbúðir, með stofn
framlagi frá ríki og sveitarfélög
um og fólk innan ákveðinna tekju
marka hefur fengið úthlutað. Með
stofnun og uppbyggingu Blæv
ar, sem er systurfélag Bjargs, geta
einstaka félög innan vébanda ASÍ
og BSRB byggt íbúðir og úthlut
að án skilyrða við tekjumörk. Hag
kvæmnin næst með því að gera lág
markskröfur um arðsemi og nýta
reynslu og þekkingu á hagkvæm
um byggingum sem myndast hefur
hjá Bjargi,“ segir í tilkynningu frá
félögunum.
mm
Hugmyndasamkeppni um nafn
á nýtt sveitarfélag
Stéttarfélögin stefna á meiri
uppbyggingu ódýrs húsnæðis
Forsvarfólk stéttarfélaganna og Bjargs handsala samninginn.
Bjarney Bjarnadóttir framkvæmdastjóri UMSB og hundurinn Rökkvi.
Bjarney ráðin fram-
kvæmdastjóri UMSB