Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202212 Síðastliðinn föstudag voru 63 nemend­ ur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vestur­ lands á Akranesi. Útskrifast þeir af átta mis­ munandi námsbrautum; átta af félagsfræða­ braut, þrettán af náttúrufræðabraut, fjórtán af opinni stúdentsbraut, tveir úr rafvirkjun, þrír af starfsbraut, fjórir úr vélvirkjun og sextán húsasmiðir, en það er næststærsti úrskriftar­ hópur af húsasmíðabraut í sögu skólans. Auk þess luku fimm nemendur viðbótarnámi við iðngrein til stúdentsprófs. Védís Agla Reyn­ isdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan heildarárangur á stúdentsprófi en hún útskrifaðist með einkunninna 9,66. Paula Gaciarska og Védís Agla hlutu námsstyrk frá Akraneskaupstað fyrir góðan námsárang­ ur og Aníta Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu úr Minningarsjóði Guðmundar P Bjarnason­ ar frá Sýruparti, en þau eru veitt efnilegum nemendum með hvatningu til frekara náms. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameist­ ari setti athöfnina og Steinunn Inga Óttars­ dóttir skólameistari flutti ávarp. Björn Viktor Viktorsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Hjálmur Dór Hjálms­ son flutti ávarp fyrir hönd 20 ára stúdenta. Þá ómaði tónlist í athöfninni. Guðrún Kari­ tas Guðmundsdóttir söng lagið Black Coffee eftir Burke og Webster og Marta Lind Jörg­ ensdóttir Nilsson lagið Can´t help lovin´ that man eftir Jerome og Hammerstein. Verðlaun og viðurkenningar Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar, t.a.m. fyrir ágætan námsár­ angur og störf að félags­ og menningarmál­ um. Nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru inn­ an sviga: Amanda Ösp Kolbeinsdóttir fyrir góðan námsárangur í spænsku (FVA) Andrea Ósk Hermóðsdóttir fyrir góðan námsárangur í Ensku og þýsku (Akraborg), íslensku (FVA) og Líffræði og lífeðlisfræði (Elkem) Arndís Lilja Eggertsdóttir fyrir góðan náms­ árangur í líffræði og lífeðlisfræði (Norðurál) Ástdís Birta Björgvinsdóttir fyrir góðan námsárangur í þýsku (Þýska sendiráðið) og íslensku (FVA) Baldur Þór Bjarnason fyrir góðan námsár­ angur í tréiðngreinum (Trésmiðjan Akur) Berglind Björgvinsdóttir fyrir góðan náms­ árangur í tréiðngreinum (BM­ Vallá) Birkir Freyr Björgvinsson fyrir góðan námsárangur í tréiðngreinum (SF smiðir) Birta Sif Sveinsdóttir fyrir góðan námsár­ angur í líffræði og lífeðlisfræði (Sjóvá) Björn Viktor Viktorsson fyrir góðan náms­ árangur í samfélagsgreinum (Tölvuþjón­ ustan) og fyrir framlag sitt til Félagsstarfa (Minningasjóður Karls Kristins Kristjáns­ sonar) Breki Þór Hermannsson fyrir góðan náms­ árangur í spænsku (Rótarýklúbbur Akraness) Guðni Rafn Benediktsson fyrir þrautseigju í námi (Minningarsjóður Lovísu Hrundar Svavarsdóttur) Guðrún Karitas Guðmundsdóttir fyrir góðan námsárangur í ensku (FVA) Hafsteinn Ingi Gunnarsson fyrir góðan námsárangur í tréiðngreinum (Sjammi) og fyrir að ná bestum námsárangri í iðngreinum (Katla Hallsdóttir hárgreiðslumeistari) Helena Rós Sævarsdóttir fyrir góðan náms­ árangur í Uppeldisfræði (Penninn) Helgi Rafn Bergþórsson fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningasjóður Karls Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Védís Agla Reynisdóttir og Paula Gaciarska hlutu námsstyrk frá Akraneskaupstað. Hér eru þær ásamt stjórnendum skólans og Elsu Láru Arnardóttur formanni bæjarráðs. Útskriftarhópur frá FVA vorið 2022. Ljósm. Arnþór Birkisson. Védís Agla Reynisdóttir frá Akranesi hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi frá FVA, en hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,66 í meðal­ einkunn. Fékk hún viðurkenningar fyr­ ir góðan námsárangur í fjölda greina, m.a. Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík. Aðspurð segir Védís Agla ekki mik­ ið liggja að baki árangurs síns, en metn­ aður og það að vilja standa sig vel í námi hafi komið henni á þennan stað. ,,Eftir að ég sá einkunnirnar mínar eftir fyrstu önn­ ina í fjölbrautaskólanum setti ég mér þær kröfur að leggja mig alltaf 100% fram og skila öllu eins vel af mér og ég gæti.“ Nú ætlar hún hins vegar að taka sér námspásu í eitt ár en stefnir á háskólanám haustið 2023 þar sem heilbrigðissviðið heillar hvað mest. ,,Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að læra í háskóla en það verður örugglega eitt­ hvað á heilbrigðissviði, kannski læknirinn. Raungreinar, efnafræði og líffræði hafa ver­ ið mínar uppáhaldsgreinar í skólanum svo ég stefni á háskólanám tengt því.“ sþ Kristins Kristjánssonar) Hrafnhildur Jökulsdóttir fyrir góðan náms­ árangur í íslensku (FVA) Ingimar Elfar Ágústsson fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningasjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Kristrún Bára Guðjónsdóttir fyrir góðan námsárangur í líffæra og lífeðlisfræði (Sjóvá) og fyrir framlag sitt til í félagsstarfa (Minninga­ sjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Lilja Björg Ólafsdóttir fyrir góðan náms­ árangur í ensku og þýsku (FVA), íþrótta og heilsugreinum (FVA), íslensku og samfélags­ greinum (Landsbankinn) Mariyam Anwar Nassar hlýtur hvatningverð­ laun til frekar náms (Zonta klúbburinn) Marta Lind Jörgensdóttir Nilsson fyr­ ir framlag sitt til félagsstarfa (Minningasjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Paula Gaciarska fyrir góðan námsárangur í íþrótta og heilsugreinum (FVA), tungumálum (Landsbankinn), íslensku og samfélagsgrein­ um (Verkalýðsfélag Akraness). Einnig hlaut hún Menntaverðlaun Háskóla Íslands sem veitt eru þeim nemendum sem sýna framúrskarandi dugnað í námi. Salka Brynjarsdóttir fyrir góðan námsárangur í þýsku (Þýska sendiráðið), íslensku og samfé­ lagsgreinum (Soroptimistaklúbburinn) og fyr­ ir framlag sitt til í félagsstarfa (Minningasjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Sigrún Freyja Hrannarsdóttir fyrir góðan námsárangur í íslensku (FVA) og líffæra og líf­ eðlisfræði (Íslandsbanki) Enrique Snær Llorens Sigurðsson fyrir þrautseigju í námi (Minningarsjóður Lovísu Hrundar) Sólrún Lilja Finnbogadóttir fyrir góðan námsárangur í þýsku (FVA), íþrótta og heilsu­ greinum (Húsasmiðjan), íslensku og samfélags­ greinum (Íslandsbanki) Védís Agla Reynisdóttir fyrir góðan námsár­ angur í raungreinum og stærðfræði (Norðurál), tungumálum (FVA), íslensku (FVA) og efna­ fræði (Efnafræðingafélag Íslands). Einnig hlaut hún Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykja­ vík sem veitt eru nemanda sem nær afbragðsár­ angri í raungreinum. mm/ Ljósm. fva Dúxaði frá FVA með 9,66 Védís Agla Reynisdóttir, dúx FVA á vorönn 2022, ásamt Dröfn Viðarsdóttur aðskólastjórameistara og Steinunni Ingu Óttarsdóttur skólameistara. Ljósm. fva.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.