Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 7
Verkefnastjóri
tækniþjónustu á
upplýsingatæknisviði
Háskólinn á Bifröst auglýsir lausa til umsóknar stöðu
verkefnastjóra tækniþjónustu á upplýsingatæknisviði
Háskólinn á Bifröst auglýsir eftir verkefnastjóra í tækniþjónustu á upplýsingatæknisviði. Við leitum að einstaklingi með þekkingu,
metnað og reynslu á sviði upplýsingatækniþjónustu sem hefur áhuga á þróun og uppbyggingu tækniumhverfis í stafrænu námi.
Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar og er leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á
háskólastigi hér á landi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
•Umsjón með þjónustuborði upplýsingatæknisviðs og tæknibúnaði í fundarherbergjum, kennslustofum og í upptökuaðstöðu skólans.
•Greining, úrlausn og eftirfylgni verkefna og beiðna sem berast upplýsingatæknisviði
•Þróunar og umbótavinna í upplýsingatækni og notendaþjónustu.
•Val á tæknibúnaði ásamt uppsetningu, viðhaldi og þróun á tækniumhverfi.
•Tækniþjónusta á viðburðum á vegum skólans
•Þjálfun, ráðgjöf, og fræðsla á upplýsingatæknikerfum skólans, þróun á þjálfunar og upplýsingaefni ásamt almennri tölvuþjálfun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
•Reynsla sem nýtist í starfi
•Framúrskarandi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og ábyrgðarkennd við úrlausn verkefna.
•Áhugi og reynsla af framþróun í upplýsingatækni, þekking á háskólaumhverfi er kostur
•Mjög góð almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft Windows umhverfi, Microsoft vottuð þekking er kostur.
•Geta til að takast við tæknileg vandamál, greina og leysa
•Þekking á verkefna- og þjónustustjórnun er kostur. (ITIL, PRINCE2)
•Menntun sem nýtist í starfi, t.d. kerfisfræði, tölvunarfræði, upplýsingatækni- eða iðnmenntun
Umsókn: Með umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem lýst er reynslu sem nýtist í starfi. Aðalstarfsstöð er
á Bifröst en starfið getur einnig unnist að hluta í fjarvinnu.
Starfsaðstaða er á Bifröst og á skrifstofum skólans í Reykjavík
Nánari upplýsingar Auðbjörg Jakobsdóttir, þjónustustjóri upplýsingatækni, upplysingataekni@bifrost.is, sími 433-
3000 eða Hulda Dóra Styrmisdóttir mannauðsstjóri, mannaudsstjori@bifrost.is. Umsóknir skilist inn á umsóknarvefnum
Alfred.is.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022. bifrost.is
bifrost.is
Á garðyrkjustöðinni Laugalandi í
Stafholtstungum er nú í gangi all
óvenjulegt verkefni. Unnið var í
síðustu viku við að lyfta 1200 fer
metra gróðurhúsi í heilu lagi um
1,85 metra. Verkið er unnið af holl
enskum verktökum sem sérhæfa sig
í að lyfta gróðurhúsum. Farið er í
þessa framkvæmd til að bæta hag
kvæmni lýsingar á plöntur sem
ræktaðar eru í húsunum. Gróður
húsið var byggt árið 1990 og hafa
agúrkur verið ræktaðar í því alla
tíð. Að sögn Þórhalls Bjarnasonar
garðyrkjubónda er áætlað að með
nýjum ljósabúnaði megi bæta nýt
ingu raforkunnar sem notuð er um
1520% við þessa aðgerð. Sú bætta
orkunýting þýðir svo hlutfallslega
enn meiri uppskeruaukningu.
Blaðamaður Skessuhorns kom
að Laugalandi upp úr hádegi á
miðvikudegi í síðustu viku. Þá
var vinnuflokkurinn sem skipað
ur er fimm Hollendingum búinn
að hækka húsið um 1,2 metra og
bjuggust þeir við að ljúka hækk
uninni fyrir kvöldið. Verkið er
framkvæmt með sérstökum bún
aði sem verktakarnir taka með sér
að utan. Áður en hafist er handa
er búið að aftengja allar lagnir og
skorið á burðarvirki gróðurhússins
niður við sökkul. Sérstökum loft
drifnum membrum er komið fyr
ir á öllum burðarstoðum og húsinu
smám saman lyft í heilu lagi. Þegar
fullri hæð er náð eru burðarstoð
ir úr miðju hússins bútaðar nið
ur í 1,85 metra lengd og bætt inn
í þær burðarstoðir sem fyrir eru í
úthringnum. Nýjar burðarstoðir
eru loks settar undir hverja burst í
blokkinni. Eftir að því verki verð
ur lokið er klæddur álrammi utan á
hliðar hússins og glerjað í hann. Þá
verður farið í að koma nýrri hita
lögn fyrir í húsinu ásamt öðrum
frágangi. Þórhallur gerir ráð fyrir
að hægt verið að hefja framleiðslu
að nýju í húsinu í ágúst í sumar.
Þó að framkvæmd sem þessi sýn
ist býsna umfangsmikil og flókin
er þetta langt í frá að vera stærsta
gróðurhús sem þessi vinnuflokk
ur hefur komið að hækkun á. Áður
hefur hann meðal annars hækkað
hús í Hollandi sem er fjórir hekt
arar að flatarmáli, eða 40 þúsund
fermetrar, og næsta verkefni vinnu
flokksins verður að hækka fimm
hektara gróðurhús í Frakklandi.
mm
Lyfta þrjátíu ára gróðurhúsi
um tæpa tvo metra
Hér var búið að lyfta húsinu um 1,20 metra og stutt í að hækkunin yrði komin í
1,85 m.
Loftknúnar membrur hækka grindina um 5 cm í einu. Þá smellur húsið í sérstök
járnhök, ekki ósvipað og menn þekkja að eru á drullutjökkum.
Sumarlestur 2022
3. júní til 12. ágúst
fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára
• Komdu á Bókasafn Akraness, skráðu þig í
sumarlesturinn og fáðu afhent lesblað.
• Ef þú átt ekki skírteini kemur þú með foreldri/
forráðamanni til að fá skírteini í fyrsta sinn.
Skírteini eru ókeypis fyrir börn, allir að vera með!
Húllum-hæ, lokahátíð 17. ágúst kl. 14.00
happadrætti og léttar veitingar.
Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með starfi
Bókasafnsins á fésbókarsíðu safnsins.
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200
bokasafnakraness.is • bokasafn@akranessofn.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
2