Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 9
ALLT UM
MÓTIÐ Á
UMFI.IS
LANDSMÓT
UMFÍ
BLANDA AF ÍÞRÓTTAKEPPNI, ALMENNRI
HREYFINGU OG GLEÐI FYRIR 50 ÁRA OG ELDRI.
BORGARNES
24.-26. JÚNÍ
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS
UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR
BORGARBYGGÐ
Valgerður Jónsdóttir tónlistarkona
hefur síðastliðið ár borið titilinn
bæjarlistamaður Akraness. Í tilefni
þess að titillinn mun nú brátt færast
á nýjan listamann eða konu mun
Valgerður standa fyrir tónleikavið
burði í Tónlistarskóla Akraness á
morgun, fimmtudaginn 26. maí,
uppstigningadag, milli klukkan 13
og 15:30. Valgerður mun koma
fram ásamt hljómsveit samansettri
af samstarfsfólki hennar úr tón
listinni ásamt Skólakór Grunda
skóla og Karlakórnum Svönum.
Valgerður mun flytja fjölbreytta
tónlist eftir sjálfa sig á tónleikunum
m.a. af kynningarplötu sem koma
mun út í sömu viku. Viðburðurinn
mun fara fram í þremur atrennum
og geta gestir og gangandi kom
ið og farið af vild yfir fyrrnefnda
tímasetningu en boðið verður upp
á nammi og svaladrykk á með
an á tónleikunum stendur. Enginn
aðgangseyrir er inn á viðburðinn
en tekið verður við frjálsum fram
lögum þar sem ágóði mun renna til
Ljóssins, endurhæfingar og stuðn
ingsmiðstöð fyrir fólk sem greinst
hefur með krabbamein og aðstand
endur þess.
sþ
Seint á síðasta ári hófust fram
kvæmdir við nýtt íþróttahús á
Jaðarsbökkum á Akranesi en það
verður stærsta framkvæmd Akra
neskaupstaðar um árabil. Um er
að ræða fjölnota íþróttahús og er
það einn áfangi af mörgum í áfram
haldandi uppbyggingu íþrótta
mannvirkja á svæðinu. Í þessum
fyrsta áfanga verksins hefur Véla
leiga Halldórs Sigurðssonar séð
um gröft fyrir mannvirkinu og
breytingar á lögnum í jörðu ásamt
því að girða af vinnusvæðið.
Í lok apríl var undirritaður
samningur milli Akraneskaup
staðar og Flotgólfs ehf. um upp
steypu og ytri frágang íþrótta
hússins á Jaðarsbökkum. Verk
lok eru áætluð um mitt ár 2023.
Jarðvinnu lýkur brátt og mun
vinna við uppsteypu fara í gang
á næstu vikum. Inannhússfrá
gangur verður boðinn út haustið
2023 og lóðafrágangur í kjölfarið.
Heildarverklok eru ef allt fer eftir
áætlun haustið 2024.
vaks
Jarðvinnu að ljúka
á Jaðarsbökkum
Valgerður Jónsdóttir, tónlistarkona. Ljósm. Sigtryggur Ari Jóhannsson.z
Bæjarlistakona Akraness kveður
titilinn með tónleikum
Árbók Ferðafélags Íslands 2022
er komin út og fjallar að þessu
sinni um vestasta hluta Snæfells
ness; svæðið undir Jökli. Höfund
ur meginefnis er fræðimaðurinn
og leiðsögumaðurinn Sæmundur
Kristjánsson í Rifi en Daníel Berg
mann skrifar náttúrukafla og tek
ur langflestar myndirnar. Báðir
eiga þeir ættir að rekja til Snæfells
ness. Sæmundur starfaði lengi sem
hafnarvörður í Rifshöfn og vann
við verkstjórn hjá sveitarfélaginu
í mörg ár. Samhliða þessu hefur
hann veitt ferðamönnum leiðsögn
um svæðið. Menningarnefnd Snæ
fellsbæjar útnefndi hann Snæfelling
ársins árið 2016 fyrir framlag hans
til kynningar á
sögu og náttúru
Snæfellsness.
Ferðafé lagið
gaf út sína fyrstu
árbók árið 1928.
Hún hefur síðan
komið út árlega
í óslitinni röð
og er einstæður
bókaflokkur um
land og náttúru.
Í formála Gísla
Más Gíslasonar
ritstjóra Árbók
arinnar nú seg
ir m.a. að Snæfellsnes hafi verið
til umfjöllunar áður í þremur eldri
bókum félagsins og var það fyrst
1932 þegar fjallað var um allt Nes
ið að sunnan og norðan. Bókin í ár
ber heitið Undir Jökli og undirtitill
er Frá Búðum að Ennisfjalli.
Þess má geta að í lok ávarps síns
í upphafi bókarinnar vekur ritstjóri
athygli á því að nýtt félag hafi bæst
í hóp deilda Ferðafélagsins. Er það
Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs
sem stofnað var fyrir rúmu ári og
birtir nú í fyrsta sinn starfsskýrslu
í bókinni.
gjSvæðið sem tekið er fyrir í bókinni. Teikning: FÍ.
Sæmundur skrifar Árbók
Ferðafélags Íslands
Sæmundur Kristjánsson með bókina. Ljósm. Snæfellsbær.