Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202210 Skrifað hefur verið undir samn­ ing um kaup Hraðfrystihús Hellis­ sands á Útgerðarfélaginu Hauki ehf. í Ólafsvík sem á og rekur dragnótarbátinn Gunnar Bjarna­ son SH­122. Kaupin eru þó háð samþykki Samkeppniseftirlits­ ins sem alla jafnan tekur mánuð í slíka afgreiðslu. Ólafur Rögnvalds­ son eigandi HH segir að kaupun­ um fylgi 300 þorskígildistonn. Bát­ urinn verður áfram gerður út frá Snæfellsbæ en um borð er fimm manna áhöfn. „Með þessum kaupum erum við í Hraðfrystihúsi Hellissands að styrkja enn frekar útgerð okk­ ar á utanverðu Snæfellsnesi. Fyr­ irtæki okkar var upphaflega stofn­ að fyrir fólkið í byggðarlaginu og með þessum kaupum erum við að styrkja fyrir tækið og þar með einnig byggðarlagið,“ segir Ólafur. mm/ Ljósm. af. Mikið líf hefur með vorinu færst í hafnir Snæfellsbæjar sem og víð­ ar um land með tilkomu strand­ veiðanna. Hafa strandveiðibát­ ar víða af landinu komið í hafnirn­ ar á Arnarstapa, Rifi og til Ólafs­ víkur. Þótt þröngt sé í höfninni á Arnarstapa hafa þó um 50 bát­ ar landað þar og aflinn verið mjög góður þar að venju. Einnig hefur bátum fjölgað mikið í Ólafsvík og Rifi og sjómenn hafa verið fengsæl­ ir þótt veðrið hafi verið að stríða þeim aðeins. Fiskverð hefur verið gott og sjómenn hæst ánægðir með það. Línubátar hafa einnig verið að gera það gott ásamt þeim drag­ nótarbátum sem enn eru að róa. Flestir kvótabátar eru langt komn­ ir með að veiða upp í heimildir sín­ ar og nokkrir vertíðarbátar hættir veiðum út af kvótaleysi. af Hraðfrystihús Hellissands kaupir Gunnar Bjarnason SH Mikið líf í höfnum Snæfellsbæjar Þröng getur stundum verið á miðunum. Hér er dragnótarbáturinn Egill SH að kasta nótinni á sama tíma og strandveiðibátur- inn Sigrún GK er á skaki. Reynir Guðjónsson hefur nýlega fest kaup á sínum fyrsta báti; Stellu SH og hefur honum gengið mjög vel þrátt fyrir að þetta sé fyrsta strandveiðisumarið hans. Hér er hann að vonum hæstánægður með þessa flottu fiska sem hann veifar stoltur. Ævar Þrastarson á Dodda SH bíður hér þolinmóður eftir löndun, en stundum þarf að bíða í dágóðan tíma eftir löndun þegar margir bátar koma að landi á sama tíma. Heiðar Magnússon skipstjóri á línubátnum Brynju SH að draga línuna og ekki annað að sjá en að það sé vænn fiskur sem hefur tekið. Sigurður Aðalsteinsson á Birni Kristjánssyni SH var kátur við þrif eftir löndun enda aflinn góður hjá honum. Þegar bátar bila úti á sjó hjálpast menn hver öðrum. Hér er línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH að draga strandveiðibátinn Valdimar SH að landi. Albert Guðmundsson á Matthildi SH bíður hér þolinmóður eftir að þorskurinn bíti á krókana hjá honum. Hér er dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason SH að landa 15 tonnum af fiski á meðan strandveiði bátarnir Kári SH og Margrét SU bíða eftir að komast að til löndunar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.