Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.05.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202216 Í síðustu viku voru hér á landi staddir breskir og franskir áhrifavaldar og fréttamenn. Í hópnum voru 19 manns og var ferðin skipulögð af Íslandsstofu sem bauð í fjögurra daga ferð um Snæfellsnesið þar sem íslenski fiskurinn var kynntur með ýmsum hætti. Verkefnið er hluti af markaðsherferð sem Íslands­ stofa hefur staðið fyrir síðastliðin ár. Herferðin nefnist Fishmas og er hluti af verkefninu Seafood from Iceland. Margir þekkja auglýsingar Fish­ mas þar sem Egill Ólafsson fer með hlutverk Father Fishmas en þar er verið að leika sér að tungu­ málinu með tengingu við Father Christmas, eða jólasveininn. Björg­ vin Þór Björgvinsson er fagstjóri sjávarútvegs hjá Íslandsstofu og tók á móti blaðamanni Skessuhorns á bryggjunni í Stykkishólmi síðast­ liðinn miðvikudag, þar sem hópur­ inn átti skemmtilegan dag framund­ an. Landsliðskokkurinn Viktor Örn Andrésson var að koma sér fyrir á bryggjunni með ferskan fisk í kari tilbúinn að sýna áhrifavöldum og fréttamönnum hvernig íslenski fisk­ urinn er verkaður en bauð þeim svo að taka til hendinni og prófa sjálfir. Þá var haldið í sex rétta hádegisverð á Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi, kynnst heimagerðum plokkfisk á heimili Arnþórs Pálssonar, smárétt­ um á Vatnasafninu, kvöldverður var á Narfeyrarstofu og deginum slútt­ að með siglingu um kvöldið. Björg­ vin segir viðburðinn vera loka­ hnykk í markaðsherferð sem keyrð hefur verið í Bretlandi og Frakk­ landi síðastliðin tvö ár. Er Íslands­ stofa í samvinnu við markaðsstof­ ur erlendis til að kynna auðlindina íslensku úti í hinum stóra heimi. Hópurinn kom við á ýmsum stöðum ,,Við erum búin að vera seinustu ár að vinna með íslenskum framleið­ endum, útflytjendum og sölufyrir­ tækjum í markaðssetningu á íslensk­ um fiski. Verkefnið heitir Seafood from Iceland og þessi heimsókn áhrifavaldanna er svona hluti af því. Ein aðgerðin sem við erum með í gangi er að bjóða erlend­ um fjölmiðlum og áhrifavöldum til Íslands í svona upplifunarferð og konseptið sem við höfum ver­ ið að keyra núna síðustu ár heit­ ir Fishmas. Þetta er hluti af þeirri herferð en við köllum þetta Fish­ mas village og þá erum við svona að vinna með útgerðum og aðilum á svæðinu. Til dæmis í gær þá vor­ um við með heimsókn í Rif og á því svæði fengu gestirnir að sjá fisk­ vinnslu og fara um borð í skip. Svo hérna í dag í Stykkishólmi ætlum við að vera með smá sýnikennslu um meðhöndlun á hráefninu. Hann er með okkur Viktor Örn, matreiðslumeistari og margfaldur landsliðskokkur, sem hefur keppt í heimsmeistarakeppnum í mat­ reiðslu með frábærum árangri. Svo ætlum við að fá að njóta hjá þess­ um frábæru veitingastöðum hérna á svæðinu en í hádeginu verðum við á Sjávarpakkhúsinu og á Narf­ eyrarstofu í kvöld. Á milli verður svo smá móttaka í Vatnasafninu þar sem við fáum smárétti sem Viktor ætlar að græja,“ segir Björgvin sem var búinn að skipuleggja þessa fínu dagskrá með aðstoð frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðburðastjórn­ un. Samfélagsmiðlastjörnur með stóra fylgjenda- hópa Skipuleggjendur vildu gefa hópnum frjálsar hendur til að búa til efni fyrir sína miðla en margir þeirra eru með stóra fylgjendahópa. ,,Í dag svona á milli málsverða fara þau í hópum um allan bæ á nokkr­ ar stöðvar þar sem þau fá m.a. að smakka plokkfisk í heimahúsi hjá Arnþóri Pálssyni. Þau fá svolítið sjálf að upplifa og taka myndir, þetta er fólk sem er mikið á samfélags­ miðlum þannig að þau sjá kannski einhverja skemmtilega vinkla sem við kveikjum ekki á í bæjarflórunni hérna. Þau eru mörg með stóran fylgjendahóp þannig þetta er svona okkar leið til að kynna vöruna.“ Af þeim áhrifavöldum sem í hópnum voru má til dæmis nefna Shu Lin sem heldur úti miðlunum dejashuu á Instagram og YouTu­ be þar sem hún er með yfir 70.000 fylgjendur. Hérve cuisine er matar­ bloggari með 714.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram og Leyla Kazim er svo bresk frétta­ kona sem vinnur fyrir BBC og er með um 107.000 fylgjendur á Instagram. Má geta sér til um að verkefnið nái góðri útbreiðslu með samvinnu þessara aðila. Einnig má sjá efni úr ferðinni á Instagram­ reikningi Seafood from Iceland. Að upplifa íslenska sjávarþorpið Hópurinn hefur fengið að ferð­ ast um allt Snæfellsnes og fannst allt spennandi og skemmtilegt. Björgvin segir fólkið mjög áhuga­ samt og er spenntur að fylgjast með umfjölluninni sem þetta skil­ ar í þeirra heimalöndum. ,,Hópur­ inn kom á mánudaginn beint frá Keflavík til Búða þar sem þau gistu. Svo í gær ferðuðumst við um Arnarstapa, Hellnar og Djúpalóns­ sand. Svo borðuðum við á Viðvík, veitingastaðnum á Hellissandi, og fórum á Sjóminjasafnið. Næst var haldið inn í Rif og kynntu­ mst við veiðum og vinnslu þar. Þá var endað á að borða í Grundar­ firði á Bjargarsteini. Þar hittum við bæjar stjóra Snæfellsbæjar og bæjarstjóra Grundafjarðar ásamt Rósu framleiðslustjóra hjá G.Run, sjávarútvegsfyrirtækinu góða í Grundarfirði. Þannig að við erum líka svolítið að reyna að tengja við fyrirtækin á svæðinu. Dagur­ inn í dag gengur svo út á að upp­ lifa íslenska sjávar þorpið og hvað fiskiðnaðurinn skiptir í rauninni miklu máli fyrir bæjarfélögin hérna á Snæfellsnesi.“ Markaðsherferðin víðtæk Verkefnið er keyrt á þremur markaðs svæðum, meðal annars Bretlandi og Frakklandi en einnig Suður­Evrópu en þar er saltfisk­ urinn aðalvaran. Markaðsherferðin með Agli Ólafssyni sem Father Fish mas hefur síðan vakið verð­ skuldaða athygli en Björgvin seg­ ir þau vilja hafa húmor og léttleika fyrir hendi. ,,Við settum þetta í annan búning og höfum svolítið af húmor og léttleika í þessu. Við bjuggum til svolítið flottar auglýs­ ingar fyrir þessa markaði en m.a. bjuggum við til uppskriftamynd­ bönd þar sem einfaldar uppskrift­ ir með fáum hráefnum voru sýndar og reynt að hvetja neytandann til að kaupa hráefni í þessar tilteknu uppskriftir og elda heima hjá sér. Þessi myndbönd eru öll aðgengileg Breskir og franskir áhrifavaldar kynntust fiskmenningu á Snæfellsnesi Gestirnir fengu að spreyta sig á að flaka fisk. Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri sjávarútvegs hjá Íslandsstofu. Áhrifavaldarnir mynduðu allt ferlið í bak og fyrir. Arnþór Pálsson bauð heim til sín í heimagerðan plokkfisk. Þorskur og karfi eftir að gestirnir fengu að æfa sig að flaka.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.