Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20222 Næstu útgáfur SKESSUHORN: Skessu- horn kemur út samkvæmt venju næsta miðvikudag, 27. júlí. Eftir það fer allt starfs- fólk í viku sumar leyfi og kemur því ekki út blað mið- vikudaginn 3. ágúst. Þann dag kemur hins vegar starfs- fólk úr fríi og undirbýr útgáfu blaðs 10. ágúst. - mm Hallbera leggur skóna á hilluna AKRANES: Skagakonan Hallbera Guðný Gísladótt- ir hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna alfar- ið á hilluna. Þetta tilkynnti hún á Instagram síðu sinni en Hallbera er 35 ára göm- ul og var að spila á sínu þriðja stórmóti með lands- liði Íslands á EM. Hallbera er fædd og uppalin á Akra- nesi og hóf feril sinn með ÍA áður en hún gekk til liðs við Val árið 2005. Hún spil- aði 341 leik í deild og bik- ar með ÍA, Val og Breiða- bliki og skoraði alls 73 mörk. Hallbera vann sjö Íslands- meistaratitla á ferlinum, þar af sex með Val og einn með Breiðabliki. Þá vann hún fjórum sinnum bikarinn með Val og einu sinni með Blik- um. Hallbera lék á ferlinum einnig með Kalmar, Piteå, Djurgården og AIK í Svíþjóð og eitt tímabil með ítalska félaginu Torres. „Einhvern tímann þarf allt að taka enda en leikurinn í kvöld var minn síðasti á ferlinum. Frá mín- um dýpstu hjartarótum Takk fyrir mig,“ skrifaði Hallbera á Instagram. -vaks Tafir og lokanir við götur AKRANES: Á mánudaginn hófu verktakarnir Emkan ehf. störf við viðhald gatna á Akranesi. Einhverjar tafir og lokanir geta orðið á meðan á vinnu stendur. Fram kemur á vef Akraneskaupstaðar að þær götur sem verður gert við eru Asparskógar, Garða- braut, Garðagrund, Jör- undarholt, Ketilsflöt, Still- holt og Ægisbraut. Nánari lýsingu á hverjum verkþætti má sjá á vef bæjarins. -vaks Bæjarhátíðir á Vesturlandi halda áfram. Um helgina fer fram Hinseginhátíð Vestur- lands í Snæfellsbæ og Á góðri stund í Grundarfirði og vafa- lítið verður mikið fjör. Þá verð- ur Reykholtshátíð haldin þar sem unnendur klassískrar tón- listar fá að njóta sín í fögru umhverfi. Það er því nóg um að vera. Á fimmtudag má gera ráð fyr- ir suðvestlægri eða breyti- legri átt, 3-8 m/s. Dálítil rign- ing sunnan til, en annars skýj- að með köflum og stöku skúrir. Hiti 9 til 14 stig. Á föstudag og laugardag má búast við fremur hægri breytilegri átt eða haf- golu. Skýjað verður með köfl- um og líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti 9 til 16 stig yfir daginn. Á sunnudag og mánu- dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, skýjað verður með köflum og sums staðar smáskúrir. Hiti breytist lítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?“ Meira en þriðjungur, eða 36% sagðist ætla að vera í kósý- heitum heima, 20% hafa ekki enn ákveðið það, 17% sögð- ust verða að vinna, 12% ætla í sumarbústað eða á hótel, 6% sögðust ætla að splæsa í ferð til útlanda, 5% ætla í útilegu en aðeins 2% sögðust stefna á útihátíð. Í næstu viku er spurt: Hvaða útivist stundar þú mest á sumrin? Í Skessuhorni í dag er m.a. rætt við Einar Þór Strand í Stykkis- hólmi um líf hans og reynslu við björgunarstörf og hvernig sé fyrir viðbragðsfólk að vinna úr þeim áföllum sem stundum fylgja verkefnum þeirra. Einar Þór er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Kolfinna Jóhannesdóttir hefur ver- ið skipuð í embætti skólameist- ara Kvennaskólans í Reykjavík frá 1. ágúst nk. Kolfinna starfaði sem sviðsstjóri greiningarsviðs Mennta- málastofnunar 2018–2022 og sér- fræðingur á sviði framhaldsskóla- mála og teymisstjóri framhalds- skóla- og velferðarmála hjá stofn- uninni 2016–2018. Hún var skóla- meistari Menntaskóla Borgarfjarð- ar 2011–2014 þegar hún tók við starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar sem hún gegndi til ársins 2016. Kolfinna er með háskólapróf í rekstrarfræðum frá Samvinnu- háskólanum á Bifröst, BS gráðu í viðskiptafræði og MA gráðu í hag- nýtum hagvísindum frá Viðskipta- háskólanum á Bifröst. Hún er jafn- framt með diplómu í kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík, diplómu í menntaforystu og stjórn- un frá Háskólanum í Nottingham. Hún hefur stundað doktorsnám á sviði menntavísinda frá árinu 2016, fyrst við Háskólann í Nottingham og síðan við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. mm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra hefur skipað þriggja manna starfshóp til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar varðandi nýt- ingu vindorku, þ.á.m. um lagaum- hverfi hennar og hvernig verði tek- ið á ýmsum álitamálum. Starfs- hópinn skipa Hilmar Gunnlaugs- son, hrl., formaður, en auk hans eru Björt Ólafsdóttir, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður í hópnum. Starfs- hópurinn á að skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar seg- ir að setja skuli sérstök lög um nýt- ingu vindorku með það að mark- miði að einfalda uppbyggingu vind- orkuvera til framleiðslu á grænni orku. Áhersla verði lögð á að vind- orkuver byggist upp á afmörkuð- um svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum, svo unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lág- marka umhverfisáhrif. Tekið er fram að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorku- vera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru; einnig að taka verði afstöðu til gjaldtöku fyrir slíka nýtingu. Hlutverk starfshópsins verður að skoða og gera tillögur til ráðuneyt- isins um hvernig ofangreindum markmiðum verði náð. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn fari ítarlega yfir lög nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, að því er varðar meðhöndlun og málsmeð- ferð vindorku yfir 10 MW innan rammaáætlunar; auk lagafrumvarps og þingsályktunartillögu sem lögð voru fram 2021 um staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands. Þegar er hafin vinna við lög- fræðilega úttekt á samanburði á lagaumhverfi vegna vindorkuvera í nokkrum löndum. Þar er eink- um um að ræða Noreg, Danmörk, Skotland og Nýja Sjáland, þar sem aðstæður eru með líkum hætti og hérlendis við hagnýtingu vindorku, auk þess sem greindir verða helstu þættir í regluverki fleiri ríkja. Hinn nýskipaði starfshópur mun fá niður- stöður þessarar úttektar til afnota, þegar þær liggja fyrir og getur nýtt þær við vinnslu á tillögum sínum. Að loknu mati og greiningu á við- fangsefninu er starfshópnum ætlað að vinna drög að lagafrumvarpi á grundvelli niðurstaða sinna. mm Bátur sökk á Breiðafirði Snemma á miðvikudagsmorgun í síðustu viku sökk plastbáturinn Villi Björn SH-148 á miðjum Breiða- firði og maraði þar í hálfu kafi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Tve- ir menn, feðgar, voru um borð og komust þeir báðir heilu og höldnu yfir í nærliggjandi bát; Hvítá HF sem Guðlaugur Jónsson stýrði. Neyðarkall barst Landhelgis- gæslunni klukkan 7:20 og til- kynnt að mikill leki væri kom- inn að bátnum og að dælur hefðu ekki undan. Einungis sex mínút- um síðar hafði Guðlaugur Jóns- son á Hvítánni komið feðgunum til bjargar. Hann segir að feðgun- um hafi vissulega verið brugðið en óhappið hafi orðið á besta stað við góðar aðstæður þar sem fjöldi báta var að veiðum í nágrenninu. „Ég var nýbúinn að sigla fram hjá þeim og nýbúinn að setja færin niður. Svo heyri ég neyðarkallið og kippi færunum strax um borð. Þá kalla þeir aftur og er báturinn þá kominn á hliðina og ég kem til þeirra. Þá liggur báturinn á hliðinni og þeir uppi á stýrishúsinu. Ég byrja auð- vitað á að passa mig á því að það sé ekkert drasl í sjónum, upp á að fá ekki í skrúfuna. Ég stefni svo upp að bátnum og þeir hoppa um borð til mín.“ Þannig lýsir Guðlaugur giftusamlegri björgun feðganna. mm Hér er báturinn nær sokkinn. Ljósm. gj. Kolfinna ráðin skólameistari Kvennaskólans Starfshópi ætlað að móta tillögur um beislun vindorku Villi Björn SH-148. Ljósm. úr safni/ af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.