Skessuhorn - 29.07.2022, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 20226
Féll af hestbaki
SNÆFELLSNES: Síð-
asta föstudagsmorgun féll 13
ára stúlka af hestbaki og rot-
aðist en var að öðru leyti
ómeidd. Um var að að ræða
hóp ferðamanna frá Tékk-
landi sem höfðu leigt sér
hross til útreiða. Stúlkan var
flutt á HVE á Akranesi og
var útskrifuð síðar sama dag.
-vaks
Á hjóli í Hval-
fjarðargöngum
HVALFJ: Tilkynnt var um
tvo hjólreiðamenn á ferð
í Hvalfjarðargöngunum á
laugardaginn. Lögreglan fór
á staðinn og hitti mennina við
norðurenda ganganna. Þeir
sögðust ekki hafa orðið var-
ir við skiltið um að hjólreið-
ar væru bannaðar í göngun-
um áður en þeir fóru í gegn en
lofuðu að fylgjast betur með
umferðarskiltum á leið sinni
um landið. Lögreglan fylgdi
mönnunum upp úr göngun-
um en þeir voru nánast komn-
ir alla leið þegar þeir voru
stöðvaðir af lögreglu. -vaks
Nýjar reglur
varðandi strand-
veiðar
LANDIÐ: Eins og fram kom
í síðasta Skessuhorni hefur
Svandís Svavarsdóttir mat-
vælaráðherra ákveðið að auka
aflaheimildir í strandveið-
um um 1.074 tonn af þorski.
Einnig hefur ráðherra kom-
ið á þeirri breytingu að Fiski-
stofa mun fella strandveiði-
leyfi úr gildi þegar strandveið-
ar verða stöðvaðar síðar í sum-
ar. Í því felst að heimilt verð-
ur að stunda veiðar á grund-
velli annarra veiðileyfa eftir að
strandveiðitímabili lýkur. -mm
Betra útlit í
vatnsbúskapnum
LANDIÐ: Eftir krefjandi
vetur í vatnsbúskap vatnsafls-
virkjana Landsvirkjunar hef-
ur staðan nú batnað umtals-
vert. Skortur á orku síðla vetr-
ar varð meðal annars til þess
að knýja þurfti loðnubræðslu
með brennslu olíu. Í frétt
Landsvirkjunar kemur fram
að snjósöfnun vetrar hafi verið
vel yfir meðallagi og tók snjó-
bráð vorsins snemma við sér
og skilaði sér vel í miðlunar-
lónin. „Blöndulón og Þóris-
vatn náðu lægstu stöðu seinni
hluta mars og hófst söfnun
fljótlega í kjölfarið og hefur
haldist stöðug síðan. Hálslón
náði lægstu stöðu um miðj-
an maí og hefur söfnun verið
rólegri þar en í öðrum mið-
lunum Landsvirkjunar enda
spilar jökulbráð þar stærri
þátt í innrennsli ársins. Í síð-
ari hluta júnímánaðar hefur
hægst á söfnun þar til að jökul-
bráð tekur við sér með hækk-
andi hitastigi á hálendinu.
Góðar líkur eru á að Blöndu-
lón og Hálslón fyllist í ágúst
en rétt undir helmingslíkur á
að Þóris vatn fari á yfirfall fyrir
sumarlok.“ -mm
Maður fannst
heill á húfi
MÝRAR: Á sunnudaginn hóf
Lögreglan á Vesturlandi eftir-
grennslan að karlmanni sem
hvarf frá heimili sínu á laugar-
daginn. Síðast sást til ferða hans
við Grenjar á Mýrum á laugar-
dagskvöldið. Björgunarsveitir
voru á tólfta tímanum á sunnu-
dagskvöld kallaðar til leitar í
nágrenni Brókarvatns. Skömmu
eftir miðnætti fannst svo mað-
urinn heill á húfi. Lögreglan
vill koma á framfæri þökkum til
allra sem tóku þátt í leitinni og
til þeirra sem veittu ábendingar.
-mm
Kviknaði í jarðýtu
BORGARFJ: Síðasta fimmtu-
dagsmorgun var tilkynnt um að
kviknað hefði í jarðýtu sunn-
an við Þverholtsland á Mýr-
um sem notuð var til að brjóta
land til ræktunar. Viðbragðsað-
ilar voru kallaðir til. Þegar lög-
reglan kom á staðinn var búið
að slökkva eldinn en kvikn-
að hafði í vélarrúmi jarðýt-
unnar. Jarðýtus tjórinn náði að
bregðast við og slökkva eldinn
með aðstoð annars gröfu-
manns sem var að vinna þar rétt
hjá. Slökkvilið Borgarbyggðar
mætti einnig. Að sögn Bjarna
Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra
gekk slökkvistarf greiðlega, en
töluverðar skemmdir urðu á
vél- og rafbúnaði ýtunnar. -vaks
Tekinn í
símanum við
löggustöðina
AKRANES: Ökumaður var
tekinn síðasta laugardag við þá
iðju að tala í símann á akstri og
var hann á rúntinum á Þjóð-
braut rétt utan við lögreglu-
stöðina. Ekki kannski beint
heppilegasti staðurinn til að
vera í símanum og á ökumaður-
inn von á 40 þúsund krónum í
sekt fyrir athæfið. -vaks
Listakonan Michelle Bird býr í
Borgarnesi. Málverk eftir hana hef-
ur verið valið til þess að vera í hópi
fjölmargra listaverka sem send eru
til tunglsins á vegum verkefnis-
ins Lunar Codex. Michelle málaði
verkið sem nú fer á ferðalag ásamt
listamanninum Mike Albrow sem
er búsettur í Sviss.
Lunar Codex er verkefni sem
sendir listaverk eftir listmálara,
rithöfunda, tónlistarfólk og kvik-
myndagerðarfólk til tunglsins í
tímahylkjum. Michelle er fyrsta
listakonan frá Íslandi sem tekur
þátt í verkefninu og Mike annar
listamaðurinn frá Sviss. Tímahylk-
in eru þrjú talsins og munu koma
til með að lenda á þremur mismun-
andi stöðum á tunglinu. Tímahylk-
in heita Peregrine, Nova og Polar-
is.
Listaverkið „Magdalena‘s Battle
with the Boar“ eftir Michelle og
Mike verður sent í Polaris, þriðja
tímahylkinu ásamt 25.000 öðrum
verkum frá 108 löndum. Fyrsta
tímahylkið, Nova, mun leggja af
stað í september 2022, Peregrine
í lok árs 2022 og Polaris fyrripart
ársins 2023. Samuel Peralta er
maðurinn á bak við verkefnið en
hann segir verkefnið hafa byrjað á
tímabili Covid-19 til að dreifa von,
en verkefnið vinnur hann í sam-
vinnu við NASA. Hylkin eiga að
vera uppgötvuð á tunglinu af næstu
kynslóðum til að læra um okkar
tíma svo gjörningurinn er í senn
sögulegur og menningarlegur.
sþ
Sendir málverk til tunglsins
Michelle Bird og Mike Albrow mála
verkið sem mun vera sent til tunglsins
í tímahylki á vegum verkefnisins Lunar
Codex.
Málverkið sem fer til tunglsins ber heitið Magdalena‘s Battle with the Boar.