Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 9 GAMLI-SKÓLI SKÓLA- STJÓRAHÚS F R Ú A R G A R Ð U R F R IS B ÍG O L F HALLDÓRSFJÓS SKEMMAN KAFFIHÚS GRUNNSKÓLI LANDBÚNAÐARSAFN JARÐRÆKTAR- MIÐSTÖÐ HVANNEYRI PUB ULLARSEL LEIKFIMIHÚS HVANNEYRAR- HÁTÍÐ 6.ágúst kl. 13 - 17 #hvanneyrarhatid nánar á facebook SK ES SU H O R N 2 02 2 Tillaga að deiliskipulagi Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2022 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Óskað er umsagnar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Umsögnum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, Búðardal eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, skipulag@dalir.is. Tillagan er aðgengileg hér: https://dalir.is/frettir/adalskipulag- dalabyggdar-2020-2032, á heimasíðu Dalabyggðar og Skipulagsstofnunar frá og með 15. júlí 2022 til og með 26.ágúst 2022. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 26. ágúst 2022. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Stór hópur íbúa og sumarhúsa- eigenda í Hvalfjarðarveit hefur rit- að nafn sitt á undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar og Skipulagsstofn- un að hafna því að veita leyfi til að setja upp vindmyllugarða á toppi Brekkukambs í Hvalfirði. Arn- finnur Jónasson er í hópi þeirra sem standa að undirskriftasöfnun- inni. Hann skrifar á FB síðu sína að safnað sé undirskriftum gegn því að Zephyr Iceland, sem er í eigu norska fyrirtækisins Zephyr, reisi 8-12 vindmyllur á toppi Brekku- kambs. „Þær gætu orðið allt að 250 metrar á hæð og sæjust um nán- ast alla Hvalfjarðarsveit, í Kjós og uppsveitum Borgarfjarðar. Þá sæj- ust þær vel frá hæsta fossi landsins Glym í Botnsdal og úr þjóðgarðin- um á Þingvöllum,“ skrifar Arnfinn- ur. Með undirskrift er fólk hvatt til að taka afstöðu með fólkinu, dýra- lífinu og náttúrunni gegn vind- myllugarðinum. „Við erum komin með á sjötta hundrað undirskriftir á netinu og síðan höfum við reynt að heimsækja íbúa í Hvalfjarðarsveit og fengið undirskriftir hjá þeim,“ skrifaði Arnfinnur á sunnudaginn, en þá höfðu um 150 undirskriftir safnast hjá íbúum. Arnfinnur bendir á að lífsgæði íbúa muni skerðast vegna hljóð- mengunar og skuggavarps sem hafa áhrif á heilsu manna, gangi fyrirætlanir Zephyr Iceland eft- ir. „Frá þeim stafar stöðugur niður og hávaði sem verður mikið áreiti og það er vel þekkt staðreynd að hér í Hvalfirði bergmálar hljóð langar leiðir í kyrru veðri. Nálægð við vindmyllur hefur valdið því erlendis að fasteignaverð lækk- ar, hvort sem er heimili fólks eða sumarhús og eignir verða mjög erfiðar í endursölu. Ferðaþjónust- an er orðin mjög mikilvæg grein í Hvalfjarðarsveit og nábýli við vind- myllugarð mun skaða ferðaþjón- ustu í sveitarfélaginu en einnig í Kjósinni þar sem er í gangi mikil uppbygging í ferðaþjónustu. Vind- myllurnar munu sjást frá mjög fjöl- sóttum ferðamannastöðum eins og fossinum Glym, Síldarmanna- götum, Leggjabrjóti og Þingvöll- um svo dæmi séu tekin. Það mun sannarlega hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna á þessum vinsælu stöðum.“ Að lokum skrif- ar Arnfinnur: „Stöndum saman og mótmælum þessum fyrirætlunum um að setja upp vindmyllugarð á toppi Brekkukambs, þær eiga alls ekki heima þar.“ mm Mótmæla fyrirhuguðum vindmyllugarði á Brekkukambi Göngufólk á Brekkukambi við norðanverðan Hvalfjörð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.